Opið bréf til borgaryfirvalda Árni H. Kristjánsson, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertsson skrifa 15. mars 2022 11:30 Nauðsynlegar spurningar í fyrirhugaðri rannsókn Reykjavíkurborgar á starfsemi vöggustofa að mati Réttlætis Eins og kunnugt er þá hefur Reykjavíkurborg samþykkt að ráðast í rannsókn á starfsemi vöggustofa á tímabilinu 1949–1973*. Þau markmið sem Borgarráð kynnti sem grundvöll rannsóknar, sem nefnd er athugun, á starfsemi vöggustofa borgarinnar eru að mati Réttlætis öldungis ófullnægjandi. Raunar verður alls ekki séð að „athugun“ sem grundvallast á uppgefnum markmiðum skili niðurstöðum sem mestu máli skipta. Ef texti markmiða er skoðaður þá kemur í ljós að orðið „rannsókn“ er aldrei nefnt. Þess í stað eru orðin „athugun“, „að lýsa“ og „leitast við“ notuð og það er ekki hægt að túlka öðruvísi en að grunnt verði kafað. Þá ber eftirfarandi markmið með sér algjört skilningsleysi á starfsháttum vöggustofa borgarinnar: „Að leitast við að staðreyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri meðferð...“ Það er óumdeild staðreynd, studd með mörgum rannsóknum, að starfshættir þeir sem tíðkuðust á vöggustofum borgarinnar buðu ekki upp á annað en skaðlega og illa meðferð á öllum börnum sem þar voru vistuð. Þetta atriði er útgangspunktur og þarf því ekki að rannsaka sérstaklega. Vegna þess hve markmið borgaryfirvalda eru illa skilgreind og eftir því ómarkviss þá vill Réttlæti leggja áherslu á að rannsóknin þarf að svara eftirfarandi spurningum: Hverjar voru ástæður þess að börn voru vistuð á vöggustofum borgarinnar? Hver var ástæða þess að stórskaðlegir starfshættir, sem gengu þvert gegn fyrirliggjandi rannsóknum, heilbrigðri skynsemi og mannlegu eðli, voru við lýði á vöggustofum borgarinnar? Hvernig þrifust börn á meðan þau voru vistuð á vöggustofum borgarinnar? Hversu mörg börn voru ættleidd eða vistuð í fóstur frá vöggustofum borgarinnar og á hvaða forsendum? Hversu mörg börn létust á vöggustofum borgarinnar og hver var dánarorsökin? Hvað varð um börn sem vistuð voru á vöggustofum borgarinnar og hvernig vegnaði þeim í lífinu? Inn í ofangreindar grundvallarspurningar fléttast aðrar spurningar sem máli skipta. Hér að neðan fylgja spurningarnar með ítarlegum rökstuðningi fyrir nauðsyn þeirra. Að þessu sögðu þá er það von Réttlætis að borgaryfirvöld taki fullt tillit til ábendinganna svo að úr verði alvöru rannsókn. *Loks vill Réttlæti ítreka nauðsyn þess að víkka rannsóknina til ársins 1979. Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins var vissulega starfrækt til ársins 1973 en var þá breytt í upptökuheimili fyrir 23 börn, frá 3 mánaða til 12 ára aldurs. Fyrir liggur að á upptökuheimilinu var vöggustofa sem rekin var til ársins 1979. Hún var rekin af og á ábyrgð Reykjavíkurborgar rétt eins og Vöggustofan að Hlíðarenda og Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins. Ástæða þess að rannsóknin var í upphafi miðuð við tímabilið 1949–1973 var einfaldlega sú að ofangreindar upplýsingar lágu þá ekki fyrir. Þorbjörg Guðrún Sigurðardóttir veitti þessari vöggustofu forstöðu til ársins 1975 eins og fram kemur í viðtali við hana í Fréttablaðinu 2. mars 2022 (sjá neðar). Þar staðfestir Þorbjörg skelfilega starfshætti sem enn voru við lýði. Töluverður fjöldi barna var vistaður á vöggustofu upptökuheimilisins á tímabilinu 1973–1979. Þessi börn urðu fyrir skaða eins og önnur börn sem vistuð voru fyrri vöggustofum borgarinnar og því óverjandi að taka þau út fyrir sviga. 1. Hverjar voru ástæður þess að börn voru vistuð á vöggustofum borgarinnar? Það liggur fyrir að börn voru aðallega vistuð á vöggustofum fyrir milligöngu Barnaverndar Reykjavíkur. Oftast nær lágu bágar félagslegar aðstæður mæðra til grundvallar vistun barna þeirra. Einatt var um að ræða börn ungra, fátækra, einhleypra eða veikra mæðra úr lægri þrepum samfélagsins sem álitið var að gætu ekki alið önn fyrir börnum sínum. Fátækt og einnig ungur aldur mæðra með veikt bakland var því talin vera gild ástæða til að svipta þær börnum sínum. Einnig eru þekkt dæmi þess að prestar hafi haft milligöngu um vistun barna. Þá höfðu ungar og fátækar mæður leitað til þeirra í vandræðum sínum og var þá ráðlagt í góðri trú að vista börn sín á vöggustofu. Þá höfðu forstöðukonur hverju sinni vald til rannsaka aðstæður á heimilum og ákveða hvort börn skyldi tekin úr umsjón foreldra. Auður Jónsdóttir, forstöðukona á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, sagði í blaðaviðtali að börn væru eingöngu tekin af einhleypum mæðrum eða frá heimilum þar sem voru veikindi og barnaverndarnefnd taldi að koma þyrfti börnum fyrir. Loks má nefna að þegar Thorvaldsensfélagið færði Reykjavíkurborg vöggustofuna að Dyngjuvegi 18 að gjöf árið 1963 fylgdi sú kvöð að félagið hefði forræði yfir fimm rúmum á vöggustofunni. Þessi furðulega kvöð var við lýði til ársins 1967. Skoða þarf sérstaklega starfshætti Barnaverndar Reykjavíkur enda leiddu þeir stundum til þess að mæður misstu börn sín að ósekju er þau voru vistuð á vöggustofum. Hvernig mátti það vera að mæður voru sviptar börnum sínum fyrir það eitt að vera ungar, einstæðar, fátækar og með veikt bakland? Óumdeild er að flestar þessara mæðra voru úr lægri þrepum samfélagsins. Andstætt voru fulltrúar Barnaverndar og félagsmálayfirvalda sem voru úr efri þrepum samfélagsins og oft pólitískt skipaðir. Því þarf að skoða hvort fordómar og pólitík hafi haft áhrif á örlög mæðra í bágri stöðu og börn þeirra. Þá þarf að tölfræðigreina fjölda þeirra barna sem vistuð voru á vöggustofunum 1949–1979. Alls munu 510 börn hafa verið vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda á starfstíma hennar 1949– 1963. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur yfir fjölda barna er vistuð voru á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á starfstíma hennar 1963–1973. Talið er að um 100 börn hafi verið vistuð þar árlega fram undir lok sjöunda áratugarins. Þá skortir allar upplýsingar um hve mörg börn voru vistuð á vöggustofudeild Upptökuheimilisins að Dyngjuvegi 18 á starfstíma þess 1973–1979. Hver var heildarfjöldi barna er vistuð voru á vöggustofum borgarinnar á starfstíma þeirra? Hver var heildarfjöldi barna á hverri vöggustofu fyrir sig? Hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofu á ári hverju og hvert var árlegt meðaltal? 2. Hver var ástæða þess að stórskaðlegir starfshættir, sem gengu þvert gegn fyrirliggjandi rannsóknum, heilbrigðri skynsemi og mannlegu eðli, voru við lýði á vöggustofum borgarinnar? Það var auðvitað nauðsynlegt að bregðast við félagslegum vandamálum sem bitnuðu á velferð hvítvoðunga. Félagsmálayfirvöld töldu sig leysa þau með því að fjarlægja börnin af heimilum sínum. Á vöggustofum var í raun ekki farið eftir einhverri ákveðinni eða niðurnjörvaðri hugmyndafræði en viðmið voru úrelt og aðallega sótt til sjúkrahúsa. Á vöggustofum var í forsvari hverju sinni hjúkrunarkona, sem jafnframt var forstöðukona, og einn ábyrgur læknir. Starfskonur voru almennt ófaglærðar en klæddust sem hjúkrunarkonur í hvítum sloppum og með kappa á höfði. Vöggustofur voru því reknar sem heilbrigðisstofnanir enda var allt innanhúss málað hvítt, húsgögn fá, veggir auðir og allt dauðhreinsað. Ofuráhersla var lögð á kerfisbundna reglusemi, kyrrð og að húsnæðið væri tandurhreint í því skyni að fyrirbyggja líkamleg veikindi. Umhirða barnanna var vélræn eftir klukku og örvun á vitsmuna- og tilfinningaþroska barnanna var alls ekki á dagskrá. Þvert á móti þá var starfskonum forboðið að sinna öðru en líkamlegum þörfum barnanna til að fyrirbyggja tengsl. Þorbjörg Guðrún Sigurðardóttir veitti Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins forstöðu 1972–1975. Hún sagði í fyrrnefndu viðtali, við Fréttablaðið 2. mars 2022, að sér hafi blöskrað það sem við henni blasti er hún hóf störf. Þorbjörg kynntist vöggustofunni fyrst þegar hún var við nám í Fóstruskólanum árið 1964. Þá fóru nokkrir nemar og unnu á vöggustofunni í fáeina daga. Þeim varð svo mikið um að sjá hvernig starfshættir voru að þær kvörtuðu við dr. Sigurjón Björnsson, sálfræðing, sem var þá einn af kennurum Fóstruskólans. Hann fór lengra með málið og fékk það meðal annars tekið fyrir í borgarstjórn árið 1967. Mikilvægasti hluti viðtalsins er þegar Þorbjörg lýsir starfsháttum: Þetta var þannig að við máttum ekki hugga börnin ef þau grétu. Við áttum að gefa þeim pela á fjögurra klukkustunda fresti og skipta á þeim, en ekki að skipta okkur af þeim annars. Síðan var okkur uppálagt að baða börnin en það mátti aðeins taka fimm mínútur. Það var allt á þennan veg. Börnin áttu mjög bágt, þau voru hrædd við snertingu og mjög inn í sér. ... Síðan kom ég aftur að heimilinu árið 1972 og þá sem forstöðukona eins og áður segir. Þá beitti ég mér fyrir breytingum en mætti mikilli andstöðu. Ég lét mála allt í glaðari litum, keypti leikföng handa börnunum og passaði það að ef komið var með systkini á vöggustofuna að þau væru ekki skilin að. Ég fann fljótlega mun á börnunum því að þau fengu aðeins meiri örvun og umhyggju og ég fann að starfsfólkið, meira að segja læknirinn sem var mjög mótfallinn þessu, sá framfarirnar. Þarna talar fyrrum forstöðukona og vitnisburður hennar er afar mikilvægur því hún staðfestir það sem Réttlæti hefur haldið fram. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá eldri lækni þá vildu læknar á þessu tímabili helst ekki heimsóknir til barna á sjúkrahúsum. Rétt eins og á sjúkrahúsum þá var samneyti barna og foreldra talið óæskilegt á vöggustofum. Þar voru þau þó í raun stranglega bönnuð. Mikillar tregðu gætti í þessum efnum hér á landi enda voru heimsóknir til inniliggjandi barna á sjúkrahúsum ekki gefnar frjálsar fyrr en 1977. Þetta skýtur skökku við þar sem sýnt hafði verið fram á skaðsemi þess að einangra börn frá mæðrum sínum fyrir síðari heimsstyrjöld. Síðan staðfestu vel kunnar rannsóknir, René Spitz frá 1945 og James Robertsson og John Bowlby frá 1952 (sjá nánar neðar), skaðsemi þess að svipta börn eðlilegum tengslum við mæður sínar og raunar öll tengsl við fólk. Niðurstaða þeirra varð til þess að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi vistana barna í Bretlandi og víðar. Þá vaknar spurningin hvort engum hér á landi hafi verið kunnugt um skaðsemina? Lítið er um heimildir en þó kemur fram í blaðagrein í Þjóðviljanum frá 25. apríl 1956 að vitneskja var vissulega til staðar um skaðsemi starfshátta eins og tíðkuðust vöggustofum. Þar segir m.a.: Það er útbreidd skoðun að lítil börn séu fljót að gleyma og þótt þau finni sárt til aðskilnaðarins frá foreldrunum þegar þau þurfa að fara á sjúkrahús, þá gleymi þau óþægindunum svo fljótt að það komi ekki að sök. Í mörgum löndum er þessi skoðun nú talin úrelt. Í Sovétríkjunum fer móðirin með á sjúkrahúsið þegar litla barnið verður veikt. Í Bandaríkjunum er víða byrjað á því sama eða þá að foreldrarnir eru hvattir til að heimsækja barnið eins oft og unnt er. Einnig í Englandi vex þessu máli fylgi og þar hefur verið gerð rannsókn til að fylgjast nákvæmlega með viðbrögðum barnanna. ... Niðurstöður rannsóknanna eru því þessar: Leyfðar eru daglegar heimsóknir foreldra, jafnvel til allra yngstu barna, vegna þess að það styrkir sambandið milli móður og barns. Það er miklu betra að barnið sjái móður sína á hverjum degi, þótt það verði sorgbitið þegar hún fer, en eiga á hættu að barnið fái það á tilfinninguna að það sé gleymt og svikið. Talið er hagkvæmast að móðirin fylgi ungbarninu á sjúkrahúsið og búi þar ef kostur er. Ef það er ekki hægt er bezt að móðirin sé hjá barninu allan daginn. Foreldrar vilja gera allt til þess að mega heimsækja börnin. Rannsóknin sýndi enn fremur að foreldrar setja allt á annan endann til þess að geta heimsótt börn sín. Margir foreldranna komu langt að og töpuðu miklu fé með vinnutapi og flutningskostnaði til þess að heimsækja börnin. Þá sjaldan ,að mæður gátu ekki komið, stafaði af því að ungbarn var á heimilinu, veikur heimilisfaðir eða móðirin var sjálf veik. Þá komu afar og ömmur eða aðrir nánir ættingjar. Það kom sem sagt í ljós að aldrei þarfnast börnin foreldra sinna meira en þegar þau eru veik, og það er alrangt að skilja veikt barn algerlega frái föður sínum og móður. Í bók sinni, Um ættleiðingu, Rvík, 1964, bls. 109–111, kemst höfundurinn, prófessor Símon Jóh. Ágústsson, svo að orði: Nútíma rannsóknarmenn hafa leitt að því mjög sterk rök, að allt frá þriggja mánaða aldri og einkum úr því að barnið er 6 mánaða, er það í hættu, þegar það er vanrækt tilfinningalega. Skaðsamlegar afleiðingar fyrir barnið hefur úr því tilfinningaleg vanræksla, sem stendur lengur en þrjá mánuði og ef hún stendur lengur en eitt ár, má búast við því, að barnið kunni að bera hennar menjar alla ævi. Hér er átt við börn á aldrinum sex mánaða til tveggja ára. Án hæfilega fjölbreyttra ytri skynhrifa og félagslegrar örvunar sljóvgast og visnar sálarlíf barnsins. Þessi örvun fer fram á margvíslegan hátt: með líkamlegri nálægð og snertingu móðurinnar ... . Ef barnið fer að miklu leyti á mis við þessa örvun, einkum úr því að það er þriggja mánaða, hefur það skaðsamleg áhrif á allan sálarþroska þess og persónugerð ... . Mikið vandhæfi er á að reka vöggustofur á þann hátt, að börn fái þar næga örvun. Þeim er yfirleitt ekki sinnt nóg, svo að þau skortir hvatningu, sem mannlegur félagsskapur og umhverfi annars veitir þeim í góðum og sæmilegum fjölskyldum. Oft er aukið á þessa einangrun með óheppilegu og úreltu fyrirkomulagi ... . Fjölmargar rannsóknir á börnum, sem lengi hafa verið á vöggustofum reknum á þennan hátt, hafa ótvírætt leitt í ljós, að einangrun, skortur á örvun og félagstengslum við aðra, stórheftir allan andlegan þroska þeirra. Kemur það fram á ýmsan hátt: sem deyfð, áhugaleysi, þunglyndi og tilfinningasljóleiki. Enn fremur segir sami höfundur: ,,... má fullyrða, að of fábreytt umhverfi, þar sem ungbarnið skortir skynjunarörvun og er ekki í eðlilegum félagstengslum við móður sína (staðgengil hennar) og síðar við annað fólk, sé mjög óhagstætt öllum andlegum þroska þess. Ef á þetta brestur mikið sakir afskiptaleysis og einangrunar, er andlegur þroski barna að miklu leyti kyrktur í fæðingunni og persónugerð þeirra raskast. Slík meðferð ungbarna er sama eðlis og hinn óhugnanlegi „heilaþvottur,“ sem flestir eiga ekki nógu sterk orð til að fordæma. Það er því ljóst að vitneskjan um skaðsemi starfshátta vöggustofanna var ljós hér á landi en ekkert var aðhafst. Þessi óeðlilega meðferð á börnunum leiddi til alvarlegra truflana á tengslum þeirra við annað fólk. Börnin fóru m.a. á mis við nauðsynlega örvun, félagsmótun, atferlisstjórnun og síðast en ekki síst, bráðnauðsynlega hlýju og ást. Það er brýnt að rannsaka hvað olli því að fjölmörg börn voru sköðuð til langframa þrátt fyrir fyrirliggjandi vitneskju um skaðsemi starfsháttanna. Svara þarf þeirri spurningu hvers vegna gagnrýni var kæfð og hvers vegna börnin fengu aldrei að njóta vafans? 3. Hvernig þrifust börn á meðan þau voru vistuð á vöggustofum borgarinnar? Sem fyrr segir þá var ofuráhersla var lögð á hreinlæti á vöggustofunum. Markmiðið var að fyrirbyggja líkamleg veikindi barnanna. Miðað við þess tíma mælikvarða þá fengu börnin bestu mögulegu næringu. Því vekur það athygli hve illa börn þrifust almennt á meðan vistun þeirra stóð. Mjög algengt var börnin voru of létt við útskrift og undir viðmiðunarkúrfu. Þekkt var að börn þyngdust í upphafi vistunar, enda stundum vannærð við innritun, en síðan lá þyngdarkúrfan niður á við. Rannsóknir hafa staðfest að alvarlegar tengslaraskanir barna valda því að þau þrífast mun verr en ella. Í versta falli „slökkva þau á sér“, vilja ekki nærast og deyja. Við upphaf starfsemi vöggustofa borgarinnar árið 1949 hafði þegar verið sýnt fram á að það þarf að sinna ungbörnum tilfinningalega því annars veslast þau upp og skaðast varanlega (sjá Spitz 1945 o.fl. neðar). Öndunarfærasýkingar voru óvenju algengar meðal vöggustofubarnanna. Þekkt er að sum þeirra urðu fyrir óafturkræfum lungnaskaða vegna lungnabólgu sem erfitt reyndist að uppræta. Þar bætti ekki úr skák að börnin lágu á mikið bakinu og voru í lengstu lög ekki flutt á sjúkrahús. Vegna ónáttúrlegs og dauðhreinsaðs umhverfis þá þroskaðist ónæmiskerfi barnanna ekki sem skyldi. Einnig skorti mótefni sem börn fá að öllu jöfnu með móðurmjólkinni. Þá var hreyfingu verulega áfátt og því styrktust ekki vöðvar og lungu sem skyldi. Börnin komust sjaldnar en ella í tæri við bakteríur og veirur en þegar það skeði þá var líkami þeirra síður í stakk búinn til að takast á við óværuna. Vöggustofubörn voru eftir á í líkamlegum þroska vegna viðvarandi rúmlegu fyrstu mánuði ævinnar. Örvun var engin og því þroskuðust hvorki gróf- né fínhreyfingar sem skyldi. Vegna alvarlegrar tengslaröskunar þá var skorti upp á eðlilegan málþroska barnanna og þekkt var að þau voru ótalandi við tveggja ára aldur. Fjölmörg dæmi eru um óafturkræfan augnskaða sem börnin urðu fyrir vegna skorts á sjónrænu áreiti. Mörg þeirra urðu rang- eða tileygð og sjónskekkja var algeng af sömu sökum. Önnur skaðleg áhrif vistunar á vöggustofum var skortur á trausti sem er undirstaða tengslamyndunar hjá börnum. Traust barna gat ekki myndast vegna algjörs skorts á persónulegum tengslum við ákveðnar manneskjur. Þessu meðferð á börnunum leiddi áfallastreituröskunar en nánar verður vikið að því síðar. 4. Hversu mörg börn voru ættleidd eða vistuð í fóstur frá vöggustofum borgarinnar og á hvaða forsendum? Auðvitað var stundum nauðsynlegt að vista börn á vöggustofum þar sem engin önnur úrræði voru fyrir hendi. Jafnframt var öðru hverju talið nauðsynlegt að svipta óhæfa foreldra forræði yfir börnum sínum og vista þau á vöggustofum. En fyrir kom að foreldrar sviptir börnum sínum fyrir litlar eða engar sakir. Jafnan voru þetta foreldrar í krappri stöðu, svo sem ungar einstæðar mæður eða fátækar með veikt bakland. Þá var alls óvíst hvort börn og mæður yrðu sameinuð á ný því á vöggustofunum var sýslað með börn til fósturs og ættleiðinga. Þetta var alkunna á þessum tíma enda löngu fyrir daga ættleiðinga erlendis frá. Fyrir barnlaus hjón lá beint við að freista gæfunnar hjá vöggustofum borgarinnar. Góð sambönd greiddu fyrir möguleika á barni en um þræði héldu forstöðukona hverju sinni og Barnavernd Reykjavíkur. Þegar barnlaus hjón höfðu „fest sér barn“ þá var stundum hart gengið fram, með fulltingi félagsmálayfirvalda, til að fá foreldra til að afsala sér barni sínu. Auðvitað lentu börn oft hjá ástríku fólki og var ættleiðingin þeim til gæfu. Eftir stendur að endrum og sinnum voru foreldrar sviptir börnum sínum fyrir það eitt að vera félagslega illa stödd. Þá réð úrslitum yfirgengilegt valdaójafnvægi og valdníðsla. Mæður vöggustofubarna voru sem fyrr segir flestar úr lægri þrepum samfélagsins og urðu fyrir fordómum og valdníðslu. Þar var starfsfólk vöggustofanna engin undantekning en meðal þess ríktu einnig fordómar gagnvart mæðrunum. Sneri það meðal annars að meintu lauslæti þeirra og að þær bæru þá mögulega með sér óværu. Eða eins og starfskona orðaði það: „Maður vissi ekkert hvað þær væru að bera með sér eða hjá hverjum þær sænguðu.“ Heimildarmaður segir ummælin enduróma þau viðhorf sem ríktu almennt meðal starfsfólks. Af þessum ástæðum var meðal annars talið eðlilegt að mæður fengu aðeins að sjá börn sín úr fjarlægð í gegnum gler. Fyrir liggur að á árunum 1950–1970 voru um 2% fæddra barna á Íslandi ættleidd. Spyrja má hvaða hvati lá að baki þeirri áherslu sem lögð var á að koma börnunum í fóstur eða til ættleiðinga. Það var ekki um auðugan garð að gresja fyrir barnlaus hjón því framboð á börnum var minna en eftirspurn. Vegna þessa skapaðist þrýstingur sem félagsmálayfirvöld tóku þátt í að létta. Í heimildum frá félagsmálayfirvöldum kom meðal annars fram að vistun barns á einkaheimili væri fjárhagslega hagkvæmt fyrir borgina. Segja má að fyrir barnlaus hjón og félagsmálayfirvöld hafi samvinna verið beggja hagur. Það blasir við að ef börnin færu á sjálfbært einkaheimili þá losnaði borgin við kostnað. Hvort heldur sem börnin væru áfram á stofnun eða hjá foreldrum sem þyrftu stuðning við framfærslu barna sinna til lengri tíma. Því þarf að skoða hvort fjárhagslegir hagsmunir borgaryfirvalda hafi átt þátt í að ráða örlögum vöggustofubarna og foreldra þeirra. Fyrrnefndur Símon Jóh. Ágústsson tók saman tölur yfir ættlæðingar á mismunandi tímabilum. Á árunum 1952–1958 voru 500 börn ættleidd og á tímabilinu 1959–1962 voru 388 börn ættleidd. Samtals voru því 888 börn ættleidd á 10 ára tímabili 1952–1962. Á tímabilinu 1960–1970 voru 843 börn ættleidd. Til samanburðar þá má nefna að á 30 ára tímabili 1990–2020 voru 205 börn frumættleidd og að langmestu leyti frá útlöndum. Í janúar árið 1963 hélt Hákon Gunnarsson erindi um ættleiðingar hjá Kvenréttindafélagi Íslands. Ástæða þess var að félagskonur höfðu áhyggjur af óeðlilega miklum fjölda ættleiðinga hér á landi. Á þessum tíma voru sem fyrr segir um 2% fæddra barna á Íslandi ættleidd. Fram kom að bág félagsleg staða mæðra ætti ekki að leiða til þess að þær þyrftu að afsala sér barni sínu. Einnig kom fram gagnrýni á lög um ættleiðingar. Eitt kynlegt ákvæði í lögunum var að kjörforeldrar gátu skilað barni, sem þeir höfðu ættleitt, ef þau töldu einhverja vankanta vera á barninu. Slíkt var einmitt þekkt á vöggustofunum þar sem kjörforeldrar skiluðu börnum og völdu sér annað í staðinn. Í lok fundar var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Fundur Kvenréttindafélags íslands, haldinn 15. janúar 1963, telur ættleiðingar varhugaverðar af siðferðilegum, ættfræðilegum og félagslegum ástæðum. Fundurinn hvetur því löggjafann og allan almenning til að vinna gegn ættleiðingu og stöðva þá óheillaþróun, sem hér hefur orðið í því efni undanfarið.“ Auk ættleiðinga var nokkuð um að börn færu í fóstur en um það skortir heimildir. Það þarf að rannsaka hve mörg börn fóru í fóstur og á hvaða forsendum. Ofangreind tölfræði yfir ættleidd börn hér á landi styður þá tilgátu að óeðlilega mörg börn hafi verið ættleidd frá vöggustofum borgarinnar. Mikilvægt er að rannsaka hve mörg þessi börn voru og á hvaða forsendum þau voru ættleidd í raun. 5. Hversu mörg börn létust á vöggustofum borgarinnar og hver var dánarorsökin? Dr. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, benti á þá staðreynd árið 1967 að dauðsföll vöggustofubarna væru mun algengari en meðal barna sem ólust við eðlilegar/hefðbundnar aðstæður. Austurríski barnageðlæknirinn og sálgreinirinn René Spitz framkvæmdi kunna rannsókn árið 1945. Niðurstaðan var sú að börn eiga á hættu deyja ef þau fá ekki næga tilfinningalega örvun og ást, jafnvel þó þau hafi gott húsaskjól, nægan mat og séu hrein og strokinn. Vöggustofubörn sem ólust upp í slíkum aðstæðum komu mun verr út en þau sem lifðu við erfiðar aðstæður eins og t.d. í fangelsum með mæðrum sínum. Í rannsókn Spitz kom m.a. fram að um 37% þeirra barna sem ólust upp á vöggustofum létu lífið fyrir tveggja ára aldur á meðan ekkert af börnunum í fangelsum lést. Börnin sem ólust upp í fangelsi voru síður líkleg til að fá sýkingar, voru líkamlega heilbrigð og þroski þeirra eðlilegur. Þá voru þau einnig vitsmuna- og tilfinningalega eðlileg. Á móti þá voru börnin sem ólust upp á vöggustofum mun líklegri til að fá sýkingar, áttu erfitt með að þyngjast, sýndu merki um tilfinningalegar raskanir, þroskaraskanir og fatlanir. Spitz dró þá ályktun út frá niðurstöðum sínum að það væri ekki aðeins heilsuspillandi að njóta ekki umhyggju móður, heldur gæti það verið banvænt að alast ekki upp við ást og umhyggju. Á vöggustofum var það einmitt skortur á þessum grunnþörfum barna, enda yfirlýst stefna, sem varð þeim að aldurtila en ekki umhverfið. James Robertsson og John Bowlby komust að sömu niðurstöðum árið 1952 og því er ljóst að sláandi niðurstöður rannsókna á skaðsemi vöggustofa voru vel kunnar á starfstíma þeirra hér á landi. Gert var ráð fyrir dauðsföllum á vöggustofum borgarinnar því vöggustofubörn dóu hér á landi sem annars staðar. Dánarorsakir hafa verið af fyrrnefndum ástæðum en einnig kom annað til. Samkvæmt heimildarmanni kom fyrir að börn voru flutt á vöggustofurnar beint af fæðingardeild. Stundum voru börnin mikið fötluð eða alvarlega veik og ekki hugað líf. Á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins var skírnarfontur svo að börnin yrðu skírð áður en þau dóu og líkherbergi á fyrstu hæð hússins. Þá vaknar spurningin hvers vegna mikið fötluð eða veik börn voru flutt á vöggustofuna í stað þess að fá viðeigandi umönnun á sjúkrahúsi? Það verður ekki hjá því komist að rannsaka dauðsföll vöggustofubarna og raunverulegar dánarorsakir. Skoða þarf dánartíðni og bera saman við tíðni andláta hjá börnin sem ólust upp við eðlilegar/hefðbundnar aðstæður. Auðvitað hefur læknir skrifað dánarvottorð barnanna en fullyrða má að sjaldnast var þar nefnd raunveruleg ástæða dauða þeirra. 6. Hvað varð um börn sem vistuð voru á vöggustofum borgarinnar og hvernig vegnaði þeim í lífinu? Fyrir liggur að fjölmörg vöggustofubörn áttu erfitt uppdráttar í lífinu vegna þess skaða sem þau urðu fyrir. Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, hefur rannsakað frumbernskuna og m.a. gefið út tvær bækur um efnið, Árin sem enginn man og Fyrstu 1000 dagarnir. Eftirfarandi umfjöllun byggir á erindi sem hún flutti á fræðslu- og samstöðufundi Réttlætis. Það er óumdeilt að frumbernskan er mikilvægasti tími ævinnar. Þá er heilinn í mótun og hvernig það tekst til veltur á nánasta umhverfi barnsins. Ungabörn eru algjörlega ósjálfbjarga og alfarið háð umhyggju fullorðinna til að komast af. Hlutverk fullorðins umönnunaraðila er ekki aðeins að fæða og klæða barnið heldur þarf hann að veita því stöðuga umhyggju og athygli svo að það finni til öryggis og þroskist eðlilega. Að öðrum kosti myndast streita og ótti hjá barninu en það hefur áhrif á hormónaframleiðslu líkamans sem hefur áhrif á mótun og virkni heilans. Þannig mótar reynslan sjálf heilann og stýrir því hvernig taugar tengjast og taugabrautir myndast. Áhrifamesta leiðin til að draga úr ótta barns og veita því verndar- og öryggistilfinningu er að það eigi nánd við aðra manneskju. Sú þarf að vera næm og reiðubúinn til að bregðast við margvíslegum þörfum barnsins og gleðjast yfir tilveru þess. Frá fyrsta andardrætti eru börn félagsverur sem þarfnast náinna samskipta ekki síður en næringar. Samskipti eru uppspretta vellíðunar, öryggis og þroska. Með samskiptum fá börn fyrstu kynni af heiminum og læra að þekkja sig. Samhliða því sem heilinn mótast byrjar hugarheimur barnsins að taka á sig mynd. Barn sem fær ávallt svar við kalli sínu og hlýtt viðmót þróar með sér þá hugmynd að það sjálft sé athygli vert og að heimurinn sé að jafnaði góður. Barnið byggir upp traust til annarra og upplifir að það sjálft geti haft áhrif. Hvað ef barn elst upp við að fullorðna fólkið sé ekki það skjól sem það þarfnast, hefur ekki áhuga eða hreinlega ýtir því frá sér? Þegar grátur skilar engu eða leiðir til hranalegra viðbragða, jafnvel ofbeldis? Hvað ef enginn gleðst yfir barni sem lærir að láta lítið fyrir sér fara eða bjarga sér upp á eigin spýtur? Óhjákvæmilega fá börn í slíkum aðstæðum önnur skilaboð um sig sjálf og það hefur bæði áhrif á sjálfsmyndina og viðhorf þeirra til annarra. Grunnstefið verður: „Ég skipti ekki máli og fólki er sama um mig.“ Það sem verra er að barnið telur sig sjálft vera ábyrgt fyrir framkomu hinna fullorðnu. Það liggur í hlutarins eðli að það hefur mjög mikil áhrif á sjálfsmyndina þegar sú ómeðvitaða hugmynd tekur sér bólfestu í hugarheimi barns að það sé einfaldlega ekki gott. Þetta er einmitt þekkt meðal fullorðinna sem hafa upplifað vanrækslu eða ofbeldi sem börn. Sem börn leituðu þau síður til fullorðinna þegar eitthvað bjátaði á vegna þess að þau treystu þeim ekki. Þau voru þá að sjálfsögðu verr í stakk búin til að verjast einelti og ofbeldi. Af þeim sökum verða bjargráð þeirra oft því marki brennd að veita skammvinna lausn og skapa meiri vanda en þau eiga að leysa. Til dæmis með því að leita í mat, tölvuleiki, kynlíf, áfengi og vímuefni eins fljótt og aðstæður leyfa. Það er staðreynd að mörg vöggustofubarnanna misstu fótanna í lífinu þar sem þau kunnu ekki að takast á við áfallastreituröskun, tilfinningalegan sársauka, höfnun og óskilgreindan ótta. Fjölmörg þeirra leituðu í áfengi og fíkniefni og mörg létust af þeim völdum. Einnig liggur fyrir að mörg barnanna glímdu sálræna kvilla/geðraskanir og hluti þeirra tók eigið líf. Þau sem lifa hafa mörg glímt við brotna sjálfsmynd, félagslega einangrun og ýmis konar sjúkdóma og fullyrða má að tíðnin er mun hærri hjá þeim en gengur og gerist. Það er afar brýnt að rannsaka hvað varð um vöggustofubörnin hvernig þeim vegnaði í lífinu í víðum skilningi. Það mætti gera með því tölfræðigreina menntun, líkamlega heilsu, geðheilsu, áfengis eða fíkniefnaneyslu, sjálfsvíg og meðalaldur með samanburð við börn sem fengu hefðbundið uppeldi. Reykjavík 14. mars 2022 Fyrir hönd Réttlætis, Árni H. KristjánssonHrafn JökulssonTómas V. AlbertssonViðar Eggertsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nauðsynlegar spurningar í fyrirhugaðri rannsókn Reykjavíkurborgar á starfsemi vöggustofa að mati Réttlætis Eins og kunnugt er þá hefur Reykjavíkurborg samþykkt að ráðast í rannsókn á starfsemi vöggustofa á tímabilinu 1949–1973*. Þau markmið sem Borgarráð kynnti sem grundvöll rannsóknar, sem nefnd er athugun, á starfsemi vöggustofa borgarinnar eru að mati Réttlætis öldungis ófullnægjandi. Raunar verður alls ekki séð að „athugun“ sem grundvallast á uppgefnum markmiðum skili niðurstöðum sem mestu máli skipta. Ef texti markmiða er skoðaður þá kemur í ljós að orðið „rannsókn“ er aldrei nefnt. Þess í stað eru orðin „athugun“, „að lýsa“ og „leitast við“ notuð og það er ekki hægt að túlka öðruvísi en að grunnt verði kafað. Þá ber eftirfarandi markmið með sér algjört skilningsleysi á starfsháttum vöggustofa borgarinnar: „Að leitast við að staðreyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri meðferð...“ Það er óumdeild staðreynd, studd með mörgum rannsóknum, að starfshættir þeir sem tíðkuðust á vöggustofum borgarinnar buðu ekki upp á annað en skaðlega og illa meðferð á öllum börnum sem þar voru vistuð. Þetta atriði er útgangspunktur og þarf því ekki að rannsaka sérstaklega. Vegna þess hve markmið borgaryfirvalda eru illa skilgreind og eftir því ómarkviss þá vill Réttlæti leggja áherslu á að rannsóknin þarf að svara eftirfarandi spurningum: Hverjar voru ástæður þess að börn voru vistuð á vöggustofum borgarinnar? Hver var ástæða þess að stórskaðlegir starfshættir, sem gengu þvert gegn fyrirliggjandi rannsóknum, heilbrigðri skynsemi og mannlegu eðli, voru við lýði á vöggustofum borgarinnar? Hvernig þrifust börn á meðan þau voru vistuð á vöggustofum borgarinnar? Hversu mörg börn voru ættleidd eða vistuð í fóstur frá vöggustofum borgarinnar og á hvaða forsendum? Hversu mörg börn létust á vöggustofum borgarinnar og hver var dánarorsökin? Hvað varð um börn sem vistuð voru á vöggustofum borgarinnar og hvernig vegnaði þeim í lífinu? Inn í ofangreindar grundvallarspurningar fléttast aðrar spurningar sem máli skipta. Hér að neðan fylgja spurningarnar með ítarlegum rökstuðningi fyrir nauðsyn þeirra. Að þessu sögðu þá er það von Réttlætis að borgaryfirvöld taki fullt tillit til ábendinganna svo að úr verði alvöru rannsókn. *Loks vill Réttlæti ítreka nauðsyn þess að víkka rannsóknina til ársins 1979. Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins var vissulega starfrækt til ársins 1973 en var þá breytt í upptökuheimili fyrir 23 börn, frá 3 mánaða til 12 ára aldurs. Fyrir liggur að á upptökuheimilinu var vöggustofa sem rekin var til ársins 1979. Hún var rekin af og á ábyrgð Reykjavíkurborgar rétt eins og Vöggustofan að Hlíðarenda og Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins. Ástæða þess að rannsóknin var í upphafi miðuð við tímabilið 1949–1973 var einfaldlega sú að ofangreindar upplýsingar lágu þá ekki fyrir. Þorbjörg Guðrún Sigurðardóttir veitti þessari vöggustofu forstöðu til ársins 1975 eins og fram kemur í viðtali við hana í Fréttablaðinu 2. mars 2022 (sjá neðar). Þar staðfestir Þorbjörg skelfilega starfshætti sem enn voru við lýði. Töluverður fjöldi barna var vistaður á vöggustofu upptökuheimilisins á tímabilinu 1973–1979. Þessi börn urðu fyrir skaða eins og önnur börn sem vistuð voru fyrri vöggustofum borgarinnar og því óverjandi að taka þau út fyrir sviga. 1. Hverjar voru ástæður þess að börn voru vistuð á vöggustofum borgarinnar? Það liggur fyrir að börn voru aðallega vistuð á vöggustofum fyrir milligöngu Barnaverndar Reykjavíkur. Oftast nær lágu bágar félagslegar aðstæður mæðra til grundvallar vistun barna þeirra. Einatt var um að ræða börn ungra, fátækra, einhleypra eða veikra mæðra úr lægri þrepum samfélagsins sem álitið var að gætu ekki alið önn fyrir börnum sínum. Fátækt og einnig ungur aldur mæðra með veikt bakland var því talin vera gild ástæða til að svipta þær börnum sínum. Einnig eru þekkt dæmi þess að prestar hafi haft milligöngu um vistun barna. Þá höfðu ungar og fátækar mæður leitað til þeirra í vandræðum sínum og var þá ráðlagt í góðri trú að vista börn sín á vöggustofu. Þá höfðu forstöðukonur hverju sinni vald til rannsaka aðstæður á heimilum og ákveða hvort börn skyldi tekin úr umsjón foreldra. Auður Jónsdóttir, forstöðukona á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, sagði í blaðaviðtali að börn væru eingöngu tekin af einhleypum mæðrum eða frá heimilum þar sem voru veikindi og barnaverndarnefnd taldi að koma þyrfti börnum fyrir. Loks má nefna að þegar Thorvaldsensfélagið færði Reykjavíkurborg vöggustofuna að Dyngjuvegi 18 að gjöf árið 1963 fylgdi sú kvöð að félagið hefði forræði yfir fimm rúmum á vöggustofunni. Þessi furðulega kvöð var við lýði til ársins 1967. Skoða þarf sérstaklega starfshætti Barnaverndar Reykjavíkur enda leiddu þeir stundum til þess að mæður misstu börn sín að ósekju er þau voru vistuð á vöggustofum. Hvernig mátti það vera að mæður voru sviptar börnum sínum fyrir það eitt að vera ungar, einstæðar, fátækar og með veikt bakland? Óumdeild er að flestar þessara mæðra voru úr lægri þrepum samfélagsins. Andstætt voru fulltrúar Barnaverndar og félagsmálayfirvalda sem voru úr efri þrepum samfélagsins og oft pólitískt skipaðir. Því þarf að skoða hvort fordómar og pólitík hafi haft áhrif á örlög mæðra í bágri stöðu og börn þeirra. Þá þarf að tölfræðigreina fjölda þeirra barna sem vistuð voru á vöggustofunum 1949–1979. Alls munu 510 börn hafa verið vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda á starfstíma hennar 1949– 1963. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur yfir fjölda barna er vistuð voru á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á starfstíma hennar 1963–1973. Talið er að um 100 börn hafi verið vistuð þar árlega fram undir lok sjöunda áratugarins. Þá skortir allar upplýsingar um hve mörg börn voru vistuð á vöggustofudeild Upptökuheimilisins að Dyngjuvegi 18 á starfstíma þess 1973–1979. Hver var heildarfjöldi barna er vistuð voru á vöggustofum borgarinnar á starfstíma þeirra? Hver var heildarfjöldi barna á hverri vöggustofu fyrir sig? Hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofu á ári hverju og hvert var árlegt meðaltal? 2. Hver var ástæða þess að stórskaðlegir starfshættir, sem gengu þvert gegn fyrirliggjandi rannsóknum, heilbrigðri skynsemi og mannlegu eðli, voru við lýði á vöggustofum borgarinnar? Það var auðvitað nauðsynlegt að bregðast við félagslegum vandamálum sem bitnuðu á velferð hvítvoðunga. Félagsmálayfirvöld töldu sig leysa þau með því að fjarlægja börnin af heimilum sínum. Á vöggustofum var í raun ekki farið eftir einhverri ákveðinni eða niðurnjörvaðri hugmyndafræði en viðmið voru úrelt og aðallega sótt til sjúkrahúsa. Á vöggustofum var í forsvari hverju sinni hjúkrunarkona, sem jafnframt var forstöðukona, og einn ábyrgur læknir. Starfskonur voru almennt ófaglærðar en klæddust sem hjúkrunarkonur í hvítum sloppum og með kappa á höfði. Vöggustofur voru því reknar sem heilbrigðisstofnanir enda var allt innanhúss málað hvítt, húsgögn fá, veggir auðir og allt dauðhreinsað. Ofuráhersla var lögð á kerfisbundna reglusemi, kyrrð og að húsnæðið væri tandurhreint í því skyni að fyrirbyggja líkamleg veikindi. Umhirða barnanna var vélræn eftir klukku og örvun á vitsmuna- og tilfinningaþroska barnanna var alls ekki á dagskrá. Þvert á móti þá var starfskonum forboðið að sinna öðru en líkamlegum þörfum barnanna til að fyrirbyggja tengsl. Þorbjörg Guðrún Sigurðardóttir veitti Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins forstöðu 1972–1975. Hún sagði í fyrrnefndu viðtali, við Fréttablaðið 2. mars 2022, að sér hafi blöskrað það sem við henni blasti er hún hóf störf. Þorbjörg kynntist vöggustofunni fyrst þegar hún var við nám í Fóstruskólanum árið 1964. Þá fóru nokkrir nemar og unnu á vöggustofunni í fáeina daga. Þeim varð svo mikið um að sjá hvernig starfshættir voru að þær kvörtuðu við dr. Sigurjón Björnsson, sálfræðing, sem var þá einn af kennurum Fóstruskólans. Hann fór lengra með málið og fékk það meðal annars tekið fyrir í borgarstjórn árið 1967. Mikilvægasti hluti viðtalsins er þegar Þorbjörg lýsir starfsháttum: Þetta var þannig að við máttum ekki hugga börnin ef þau grétu. Við áttum að gefa þeim pela á fjögurra klukkustunda fresti og skipta á þeim, en ekki að skipta okkur af þeim annars. Síðan var okkur uppálagt að baða börnin en það mátti aðeins taka fimm mínútur. Það var allt á þennan veg. Börnin áttu mjög bágt, þau voru hrædd við snertingu og mjög inn í sér. ... Síðan kom ég aftur að heimilinu árið 1972 og þá sem forstöðukona eins og áður segir. Þá beitti ég mér fyrir breytingum en mætti mikilli andstöðu. Ég lét mála allt í glaðari litum, keypti leikföng handa börnunum og passaði það að ef komið var með systkini á vöggustofuna að þau væru ekki skilin að. Ég fann fljótlega mun á börnunum því að þau fengu aðeins meiri örvun og umhyggju og ég fann að starfsfólkið, meira að segja læknirinn sem var mjög mótfallinn þessu, sá framfarirnar. Þarna talar fyrrum forstöðukona og vitnisburður hennar er afar mikilvægur því hún staðfestir það sem Réttlæti hefur haldið fram. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá eldri lækni þá vildu læknar á þessu tímabili helst ekki heimsóknir til barna á sjúkrahúsum. Rétt eins og á sjúkrahúsum þá var samneyti barna og foreldra talið óæskilegt á vöggustofum. Þar voru þau þó í raun stranglega bönnuð. Mikillar tregðu gætti í þessum efnum hér á landi enda voru heimsóknir til inniliggjandi barna á sjúkrahúsum ekki gefnar frjálsar fyrr en 1977. Þetta skýtur skökku við þar sem sýnt hafði verið fram á skaðsemi þess að einangra börn frá mæðrum sínum fyrir síðari heimsstyrjöld. Síðan staðfestu vel kunnar rannsóknir, René Spitz frá 1945 og James Robertsson og John Bowlby frá 1952 (sjá nánar neðar), skaðsemi þess að svipta börn eðlilegum tengslum við mæður sínar og raunar öll tengsl við fólk. Niðurstaða þeirra varð til þess að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi vistana barna í Bretlandi og víðar. Þá vaknar spurningin hvort engum hér á landi hafi verið kunnugt um skaðsemina? Lítið er um heimildir en þó kemur fram í blaðagrein í Þjóðviljanum frá 25. apríl 1956 að vitneskja var vissulega til staðar um skaðsemi starfshátta eins og tíðkuðust vöggustofum. Þar segir m.a.: Það er útbreidd skoðun að lítil börn séu fljót að gleyma og þótt þau finni sárt til aðskilnaðarins frá foreldrunum þegar þau þurfa að fara á sjúkrahús, þá gleymi þau óþægindunum svo fljótt að það komi ekki að sök. Í mörgum löndum er þessi skoðun nú talin úrelt. Í Sovétríkjunum fer móðirin með á sjúkrahúsið þegar litla barnið verður veikt. Í Bandaríkjunum er víða byrjað á því sama eða þá að foreldrarnir eru hvattir til að heimsækja barnið eins oft og unnt er. Einnig í Englandi vex þessu máli fylgi og þar hefur verið gerð rannsókn til að fylgjast nákvæmlega með viðbrögðum barnanna. ... Niðurstöður rannsóknanna eru því þessar: Leyfðar eru daglegar heimsóknir foreldra, jafnvel til allra yngstu barna, vegna þess að það styrkir sambandið milli móður og barns. Það er miklu betra að barnið sjái móður sína á hverjum degi, þótt það verði sorgbitið þegar hún fer, en eiga á hættu að barnið fái það á tilfinninguna að það sé gleymt og svikið. Talið er hagkvæmast að móðirin fylgi ungbarninu á sjúkrahúsið og búi þar ef kostur er. Ef það er ekki hægt er bezt að móðirin sé hjá barninu allan daginn. Foreldrar vilja gera allt til þess að mega heimsækja börnin. Rannsóknin sýndi enn fremur að foreldrar setja allt á annan endann til þess að geta heimsótt börn sín. Margir foreldranna komu langt að og töpuðu miklu fé með vinnutapi og flutningskostnaði til þess að heimsækja börnin. Þá sjaldan ,að mæður gátu ekki komið, stafaði af því að ungbarn var á heimilinu, veikur heimilisfaðir eða móðirin var sjálf veik. Þá komu afar og ömmur eða aðrir nánir ættingjar. Það kom sem sagt í ljós að aldrei þarfnast börnin foreldra sinna meira en þegar þau eru veik, og það er alrangt að skilja veikt barn algerlega frái föður sínum og móður. Í bók sinni, Um ættleiðingu, Rvík, 1964, bls. 109–111, kemst höfundurinn, prófessor Símon Jóh. Ágústsson, svo að orði: Nútíma rannsóknarmenn hafa leitt að því mjög sterk rök, að allt frá þriggja mánaða aldri og einkum úr því að barnið er 6 mánaða, er það í hættu, þegar það er vanrækt tilfinningalega. Skaðsamlegar afleiðingar fyrir barnið hefur úr því tilfinningaleg vanræksla, sem stendur lengur en þrjá mánuði og ef hún stendur lengur en eitt ár, má búast við því, að barnið kunni að bera hennar menjar alla ævi. Hér er átt við börn á aldrinum sex mánaða til tveggja ára. Án hæfilega fjölbreyttra ytri skynhrifa og félagslegrar örvunar sljóvgast og visnar sálarlíf barnsins. Þessi örvun fer fram á margvíslegan hátt: með líkamlegri nálægð og snertingu móðurinnar ... . Ef barnið fer að miklu leyti á mis við þessa örvun, einkum úr því að það er þriggja mánaða, hefur það skaðsamleg áhrif á allan sálarþroska þess og persónugerð ... . Mikið vandhæfi er á að reka vöggustofur á þann hátt, að börn fái þar næga örvun. Þeim er yfirleitt ekki sinnt nóg, svo að þau skortir hvatningu, sem mannlegur félagsskapur og umhverfi annars veitir þeim í góðum og sæmilegum fjölskyldum. Oft er aukið á þessa einangrun með óheppilegu og úreltu fyrirkomulagi ... . Fjölmargar rannsóknir á börnum, sem lengi hafa verið á vöggustofum reknum á þennan hátt, hafa ótvírætt leitt í ljós, að einangrun, skortur á örvun og félagstengslum við aðra, stórheftir allan andlegan þroska þeirra. Kemur það fram á ýmsan hátt: sem deyfð, áhugaleysi, þunglyndi og tilfinningasljóleiki. Enn fremur segir sami höfundur: ,,... má fullyrða, að of fábreytt umhverfi, þar sem ungbarnið skortir skynjunarörvun og er ekki í eðlilegum félagstengslum við móður sína (staðgengil hennar) og síðar við annað fólk, sé mjög óhagstætt öllum andlegum þroska þess. Ef á þetta brestur mikið sakir afskiptaleysis og einangrunar, er andlegur þroski barna að miklu leyti kyrktur í fæðingunni og persónugerð þeirra raskast. Slík meðferð ungbarna er sama eðlis og hinn óhugnanlegi „heilaþvottur,“ sem flestir eiga ekki nógu sterk orð til að fordæma. Það er því ljóst að vitneskjan um skaðsemi starfshátta vöggustofanna var ljós hér á landi en ekkert var aðhafst. Þessi óeðlilega meðferð á börnunum leiddi til alvarlegra truflana á tengslum þeirra við annað fólk. Börnin fóru m.a. á mis við nauðsynlega örvun, félagsmótun, atferlisstjórnun og síðast en ekki síst, bráðnauðsynlega hlýju og ást. Það er brýnt að rannsaka hvað olli því að fjölmörg börn voru sköðuð til langframa þrátt fyrir fyrirliggjandi vitneskju um skaðsemi starfsháttanna. Svara þarf þeirri spurningu hvers vegna gagnrýni var kæfð og hvers vegna börnin fengu aldrei að njóta vafans? 3. Hvernig þrifust börn á meðan þau voru vistuð á vöggustofum borgarinnar? Sem fyrr segir þá var ofuráhersla var lögð á hreinlæti á vöggustofunum. Markmiðið var að fyrirbyggja líkamleg veikindi barnanna. Miðað við þess tíma mælikvarða þá fengu börnin bestu mögulegu næringu. Því vekur það athygli hve illa börn þrifust almennt á meðan vistun þeirra stóð. Mjög algengt var börnin voru of létt við útskrift og undir viðmiðunarkúrfu. Þekkt var að börn þyngdust í upphafi vistunar, enda stundum vannærð við innritun, en síðan lá þyngdarkúrfan niður á við. Rannsóknir hafa staðfest að alvarlegar tengslaraskanir barna valda því að þau þrífast mun verr en ella. Í versta falli „slökkva þau á sér“, vilja ekki nærast og deyja. Við upphaf starfsemi vöggustofa borgarinnar árið 1949 hafði þegar verið sýnt fram á að það þarf að sinna ungbörnum tilfinningalega því annars veslast þau upp og skaðast varanlega (sjá Spitz 1945 o.fl. neðar). Öndunarfærasýkingar voru óvenju algengar meðal vöggustofubarnanna. Þekkt er að sum þeirra urðu fyrir óafturkræfum lungnaskaða vegna lungnabólgu sem erfitt reyndist að uppræta. Þar bætti ekki úr skák að börnin lágu á mikið bakinu og voru í lengstu lög ekki flutt á sjúkrahús. Vegna ónáttúrlegs og dauðhreinsaðs umhverfis þá þroskaðist ónæmiskerfi barnanna ekki sem skyldi. Einnig skorti mótefni sem börn fá að öllu jöfnu með móðurmjólkinni. Þá var hreyfingu verulega áfátt og því styrktust ekki vöðvar og lungu sem skyldi. Börnin komust sjaldnar en ella í tæri við bakteríur og veirur en þegar það skeði þá var líkami þeirra síður í stakk búinn til að takast á við óværuna. Vöggustofubörn voru eftir á í líkamlegum þroska vegna viðvarandi rúmlegu fyrstu mánuði ævinnar. Örvun var engin og því þroskuðust hvorki gróf- né fínhreyfingar sem skyldi. Vegna alvarlegrar tengslaröskunar þá var skorti upp á eðlilegan málþroska barnanna og þekkt var að þau voru ótalandi við tveggja ára aldur. Fjölmörg dæmi eru um óafturkræfan augnskaða sem börnin urðu fyrir vegna skorts á sjónrænu áreiti. Mörg þeirra urðu rang- eða tileygð og sjónskekkja var algeng af sömu sökum. Önnur skaðleg áhrif vistunar á vöggustofum var skortur á trausti sem er undirstaða tengslamyndunar hjá börnum. Traust barna gat ekki myndast vegna algjörs skorts á persónulegum tengslum við ákveðnar manneskjur. Þessu meðferð á börnunum leiddi áfallastreituröskunar en nánar verður vikið að því síðar. 4. Hversu mörg börn voru ættleidd eða vistuð í fóstur frá vöggustofum borgarinnar og á hvaða forsendum? Auðvitað var stundum nauðsynlegt að vista börn á vöggustofum þar sem engin önnur úrræði voru fyrir hendi. Jafnframt var öðru hverju talið nauðsynlegt að svipta óhæfa foreldra forræði yfir börnum sínum og vista þau á vöggustofum. En fyrir kom að foreldrar sviptir börnum sínum fyrir litlar eða engar sakir. Jafnan voru þetta foreldrar í krappri stöðu, svo sem ungar einstæðar mæður eða fátækar með veikt bakland. Þá var alls óvíst hvort börn og mæður yrðu sameinuð á ný því á vöggustofunum var sýslað með börn til fósturs og ættleiðinga. Þetta var alkunna á þessum tíma enda löngu fyrir daga ættleiðinga erlendis frá. Fyrir barnlaus hjón lá beint við að freista gæfunnar hjá vöggustofum borgarinnar. Góð sambönd greiddu fyrir möguleika á barni en um þræði héldu forstöðukona hverju sinni og Barnavernd Reykjavíkur. Þegar barnlaus hjón höfðu „fest sér barn“ þá var stundum hart gengið fram, með fulltingi félagsmálayfirvalda, til að fá foreldra til að afsala sér barni sínu. Auðvitað lentu börn oft hjá ástríku fólki og var ættleiðingin þeim til gæfu. Eftir stendur að endrum og sinnum voru foreldrar sviptir börnum sínum fyrir það eitt að vera félagslega illa stödd. Þá réð úrslitum yfirgengilegt valdaójafnvægi og valdníðsla. Mæður vöggustofubarna voru sem fyrr segir flestar úr lægri þrepum samfélagsins og urðu fyrir fordómum og valdníðslu. Þar var starfsfólk vöggustofanna engin undantekning en meðal þess ríktu einnig fordómar gagnvart mæðrunum. Sneri það meðal annars að meintu lauslæti þeirra og að þær bæru þá mögulega með sér óværu. Eða eins og starfskona orðaði það: „Maður vissi ekkert hvað þær væru að bera með sér eða hjá hverjum þær sænguðu.“ Heimildarmaður segir ummælin enduróma þau viðhorf sem ríktu almennt meðal starfsfólks. Af þessum ástæðum var meðal annars talið eðlilegt að mæður fengu aðeins að sjá börn sín úr fjarlægð í gegnum gler. Fyrir liggur að á árunum 1950–1970 voru um 2% fæddra barna á Íslandi ættleidd. Spyrja má hvaða hvati lá að baki þeirri áherslu sem lögð var á að koma börnunum í fóstur eða til ættleiðinga. Það var ekki um auðugan garð að gresja fyrir barnlaus hjón því framboð á börnum var minna en eftirspurn. Vegna þessa skapaðist þrýstingur sem félagsmálayfirvöld tóku þátt í að létta. Í heimildum frá félagsmálayfirvöldum kom meðal annars fram að vistun barns á einkaheimili væri fjárhagslega hagkvæmt fyrir borgina. Segja má að fyrir barnlaus hjón og félagsmálayfirvöld hafi samvinna verið beggja hagur. Það blasir við að ef börnin færu á sjálfbært einkaheimili þá losnaði borgin við kostnað. Hvort heldur sem börnin væru áfram á stofnun eða hjá foreldrum sem þyrftu stuðning við framfærslu barna sinna til lengri tíma. Því þarf að skoða hvort fjárhagslegir hagsmunir borgaryfirvalda hafi átt þátt í að ráða örlögum vöggustofubarna og foreldra þeirra. Fyrrnefndur Símon Jóh. Ágústsson tók saman tölur yfir ættlæðingar á mismunandi tímabilum. Á árunum 1952–1958 voru 500 börn ættleidd og á tímabilinu 1959–1962 voru 388 börn ættleidd. Samtals voru því 888 börn ættleidd á 10 ára tímabili 1952–1962. Á tímabilinu 1960–1970 voru 843 börn ættleidd. Til samanburðar þá má nefna að á 30 ára tímabili 1990–2020 voru 205 börn frumættleidd og að langmestu leyti frá útlöndum. Í janúar árið 1963 hélt Hákon Gunnarsson erindi um ættleiðingar hjá Kvenréttindafélagi Íslands. Ástæða þess var að félagskonur höfðu áhyggjur af óeðlilega miklum fjölda ættleiðinga hér á landi. Á þessum tíma voru sem fyrr segir um 2% fæddra barna á Íslandi ættleidd. Fram kom að bág félagsleg staða mæðra ætti ekki að leiða til þess að þær þyrftu að afsala sér barni sínu. Einnig kom fram gagnrýni á lög um ættleiðingar. Eitt kynlegt ákvæði í lögunum var að kjörforeldrar gátu skilað barni, sem þeir höfðu ættleitt, ef þau töldu einhverja vankanta vera á barninu. Slíkt var einmitt þekkt á vöggustofunum þar sem kjörforeldrar skiluðu börnum og völdu sér annað í staðinn. Í lok fundar var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Fundur Kvenréttindafélags íslands, haldinn 15. janúar 1963, telur ættleiðingar varhugaverðar af siðferðilegum, ættfræðilegum og félagslegum ástæðum. Fundurinn hvetur því löggjafann og allan almenning til að vinna gegn ættleiðingu og stöðva þá óheillaþróun, sem hér hefur orðið í því efni undanfarið.“ Auk ættleiðinga var nokkuð um að börn færu í fóstur en um það skortir heimildir. Það þarf að rannsaka hve mörg börn fóru í fóstur og á hvaða forsendum. Ofangreind tölfræði yfir ættleidd börn hér á landi styður þá tilgátu að óeðlilega mörg börn hafi verið ættleidd frá vöggustofum borgarinnar. Mikilvægt er að rannsaka hve mörg þessi börn voru og á hvaða forsendum þau voru ættleidd í raun. 5. Hversu mörg börn létust á vöggustofum borgarinnar og hver var dánarorsökin? Dr. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, benti á þá staðreynd árið 1967 að dauðsföll vöggustofubarna væru mun algengari en meðal barna sem ólust við eðlilegar/hefðbundnar aðstæður. Austurríski barnageðlæknirinn og sálgreinirinn René Spitz framkvæmdi kunna rannsókn árið 1945. Niðurstaðan var sú að börn eiga á hættu deyja ef þau fá ekki næga tilfinningalega örvun og ást, jafnvel þó þau hafi gott húsaskjól, nægan mat og séu hrein og strokinn. Vöggustofubörn sem ólust upp í slíkum aðstæðum komu mun verr út en þau sem lifðu við erfiðar aðstæður eins og t.d. í fangelsum með mæðrum sínum. Í rannsókn Spitz kom m.a. fram að um 37% þeirra barna sem ólust upp á vöggustofum létu lífið fyrir tveggja ára aldur á meðan ekkert af börnunum í fangelsum lést. Börnin sem ólust upp í fangelsi voru síður líkleg til að fá sýkingar, voru líkamlega heilbrigð og þroski þeirra eðlilegur. Þá voru þau einnig vitsmuna- og tilfinningalega eðlileg. Á móti þá voru börnin sem ólust upp á vöggustofum mun líklegri til að fá sýkingar, áttu erfitt með að þyngjast, sýndu merki um tilfinningalegar raskanir, þroskaraskanir og fatlanir. Spitz dró þá ályktun út frá niðurstöðum sínum að það væri ekki aðeins heilsuspillandi að njóta ekki umhyggju móður, heldur gæti það verið banvænt að alast ekki upp við ást og umhyggju. Á vöggustofum var það einmitt skortur á þessum grunnþörfum barna, enda yfirlýst stefna, sem varð þeim að aldurtila en ekki umhverfið. James Robertsson og John Bowlby komust að sömu niðurstöðum árið 1952 og því er ljóst að sláandi niðurstöður rannsókna á skaðsemi vöggustofa voru vel kunnar á starfstíma þeirra hér á landi. Gert var ráð fyrir dauðsföllum á vöggustofum borgarinnar því vöggustofubörn dóu hér á landi sem annars staðar. Dánarorsakir hafa verið af fyrrnefndum ástæðum en einnig kom annað til. Samkvæmt heimildarmanni kom fyrir að börn voru flutt á vöggustofurnar beint af fæðingardeild. Stundum voru börnin mikið fötluð eða alvarlega veik og ekki hugað líf. Á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins var skírnarfontur svo að börnin yrðu skírð áður en þau dóu og líkherbergi á fyrstu hæð hússins. Þá vaknar spurningin hvers vegna mikið fötluð eða veik börn voru flutt á vöggustofuna í stað þess að fá viðeigandi umönnun á sjúkrahúsi? Það verður ekki hjá því komist að rannsaka dauðsföll vöggustofubarna og raunverulegar dánarorsakir. Skoða þarf dánartíðni og bera saman við tíðni andláta hjá börnin sem ólust upp við eðlilegar/hefðbundnar aðstæður. Auðvitað hefur læknir skrifað dánarvottorð barnanna en fullyrða má að sjaldnast var þar nefnd raunveruleg ástæða dauða þeirra. 6. Hvað varð um börn sem vistuð voru á vöggustofum borgarinnar og hvernig vegnaði þeim í lífinu? Fyrir liggur að fjölmörg vöggustofubörn áttu erfitt uppdráttar í lífinu vegna þess skaða sem þau urðu fyrir. Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, hefur rannsakað frumbernskuna og m.a. gefið út tvær bækur um efnið, Árin sem enginn man og Fyrstu 1000 dagarnir. Eftirfarandi umfjöllun byggir á erindi sem hún flutti á fræðslu- og samstöðufundi Réttlætis. Það er óumdeilt að frumbernskan er mikilvægasti tími ævinnar. Þá er heilinn í mótun og hvernig það tekst til veltur á nánasta umhverfi barnsins. Ungabörn eru algjörlega ósjálfbjarga og alfarið háð umhyggju fullorðinna til að komast af. Hlutverk fullorðins umönnunaraðila er ekki aðeins að fæða og klæða barnið heldur þarf hann að veita því stöðuga umhyggju og athygli svo að það finni til öryggis og þroskist eðlilega. Að öðrum kosti myndast streita og ótti hjá barninu en það hefur áhrif á hormónaframleiðslu líkamans sem hefur áhrif á mótun og virkni heilans. Þannig mótar reynslan sjálf heilann og stýrir því hvernig taugar tengjast og taugabrautir myndast. Áhrifamesta leiðin til að draga úr ótta barns og veita því verndar- og öryggistilfinningu er að það eigi nánd við aðra manneskju. Sú þarf að vera næm og reiðubúinn til að bregðast við margvíslegum þörfum barnsins og gleðjast yfir tilveru þess. Frá fyrsta andardrætti eru börn félagsverur sem þarfnast náinna samskipta ekki síður en næringar. Samskipti eru uppspretta vellíðunar, öryggis og þroska. Með samskiptum fá börn fyrstu kynni af heiminum og læra að þekkja sig. Samhliða því sem heilinn mótast byrjar hugarheimur barnsins að taka á sig mynd. Barn sem fær ávallt svar við kalli sínu og hlýtt viðmót þróar með sér þá hugmynd að það sjálft sé athygli vert og að heimurinn sé að jafnaði góður. Barnið byggir upp traust til annarra og upplifir að það sjálft geti haft áhrif. Hvað ef barn elst upp við að fullorðna fólkið sé ekki það skjól sem það þarfnast, hefur ekki áhuga eða hreinlega ýtir því frá sér? Þegar grátur skilar engu eða leiðir til hranalegra viðbragða, jafnvel ofbeldis? Hvað ef enginn gleðst yfir barni sem lærir að láta lítið fyrir sér fara eða bjarga sér upp á eigin spýtur? Óhjákvæmilega fá börn í slíkum aðstæðum önnur skilaboð um sig sjálf og það hefur bæði áhrif á sjálfsmyndina og viðhorf þeirra til annarra. Grunnstefið verður: „Ég skipti ekki máli og fólki er sama um mig.“ Það sem verra er að barnið telur sig sjálft vera ábyrgt fyrir framkomu hinna fullorðnu. Það liggur í hlutarins eðli að það hefur mjög mikil áhrif á sjálfsmyndina þegar sú ómeðvitaða hugmynd tekur sér bólfestu í hugarheimi barns að það sé einfaldlega ekki gott. Þetta er einmitt þekkt meðal fullorðinna sem hafa upplifað vanrækslu eða ofbeldi sem börn. Sem börn leituðu þau síður til fullorðinna þegar eitthvað bjátaði á vegna þess að þau treystu þeim ekki. Þau voru þá að sjálfsögðu verr í stakk búin til að verjast einelti og ofbeldi. Af þeim sökum verða bjargráð þeirra oft því marki brennd að veita skammvinna lausn og skapa meiri vanda en þau eiga að leysa. Til dæmis með því að leita í mat, tölvuleiki, kynlíf, áfengi og vímuefni eins fljótt og aðstæður leyfa. Það er staðreynd að mörg vöggustofubarnanna misstu fótanna í lífinu þar sem þau kunnu ekki að takast á við áfallastreituröskun, tilfinningalegan sársauka, höfnun og óskilgreindan ótta. Fjölmörg þeirra leituðu í áfengi og fíkniefni og mörg létust af þeim völdum. Einnig liggur fyrir að mörg barnanna glímdu sálræna kvilla/geðraskanir og hluti þeirra tók eigið líf. Þau sem lifa hafa mörg glímt við brotna sjálfsmynd, félagslega einangrun og ýmis konar sjúkdóma og fullyrða má að tíðnin er mun hærri hjá þeim en gengur og gerist. Það er afar brýnt að rannsaka hvað varð um vöggustofubörnin hvernig þeim vegnaði í lífinu í víðum skilningi. Það mætti gera með því tölfræðigreina menntun, líkamlega heilsu, geðheilsu, áfengis eða fíkniefnaneyslu, sjálfsvíg og meðalaldur með samanburð við börn sem fengu hefðbundið uppeldi. Reykjavík 14. mars 2022 Fyrir hönd Réttlætis, Árni H. KristjánssonHrafn JökulssonTómas V. AlbertssonViðar Eggertsson
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar