Núna er rétti tíminn Natan Kolbeinsson skrifar 16. mars 2022 07:31 Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Evrópusambandið Natan Kolbeinsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun