Átökin í verkalýðshreyfingunni Drífa Snædal skrifar 16. mars 2022 08:01 Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. Vinnandi fólk á Íslandi á þá sjálfsögðu kröfu að við sem störfum fyrir verkalýðshreyfinguna komum fram sameinuð og forðumst að týnast í eigin ágreiningi sem oft og tíðum fjallar um völd, persónur og leikendur. En nú er svo komið að ég get ekki setið lengur þegjandi hjá þegar formaður stærsta verkalýðsfélags landsins og stærsta aðildarfélags ASÍ fer ítrekað fram opinberlega og málar Alþýðusambandið upp með þeim neikvæða hætti sem hann hefur gert í tveimur greinum og fleiri viðtölum. VR og átök innan ASÍ Átök og valdabarátta hafa alltaf verið hluti af Alþýðusambandi Íslands, enda koma þar saman félög í umboði ólíkra stétta sem eiga ekki alltaf sömu hagsmuni. En oftar hefur ASÍ borið gæfa til að snúa bökum saman og vinna að þeim sameiginlegu málum sem varða allt okkar félagsfólk og samfélagið í heild. Þannig hafa náðst sigrar sem hafa lagt grunninn að þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og mætti nefna allt frá atvinnuleysistryggingum til vinnuverndar, fæðingarorlofi til skilgreindrar vinnuviku. Enn er þó mikið verk óunnið og við sem stöndum í brúnni berum ríka ábyrgð á að halda áfram baráttunni fyrir kjörum og réttindum vinnandi fólks og almennings alls. Formenn VR hafa stundum hreyft því að ganga úr ASÍ og taka þannig ekki þátt í starfi öflugra heildarsamtaka. Að því hefur þó aldrei orðið, enda ekki ólíklegt að í allsherjaratkvæðagreiðslu myndi félagsfólk meta það sem svo að sterk heildarsamtök þjónuðu hagsmunum þeirra – og samfélagsins – betur. Núverandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, sker sig þó úr með því að hafa hótað úrsögn VR úr ASÍ oftar en ég hef tölu á. Þess á milli hótar hann því að beita valdi sínu til að reyna að skerða tekjustofna ASÍ. Þessar hótanir hafa gjarnan komið í kjölfar þess að formaðurinn er ósáttur við stefnu sambandsins eða ákvarðanatöku í tilteknum málum. En hver er þá hinn málefnalegi ágreiningur? Sannast sagna er hann stundum óljós og hann hefur ekki alltaf verið borinn formlega á borð innan ASÍ. Eftir lesningu á því sem opinberlega hefur komið frá Ragnari eru þó nokkur mál sem hann nefnir og ég vil svara fyrir hér. Samtrygging og málefni lífeyrissjóðanna Í fyrsta lagi eru það lífeyrismál. Þegar lífeyrissjóðakerfinu var komið á laggirnar, með kjarasamningi árið 1969 var staðan sú að vinnandi fólk gat vænst þess að fá 17% af grunnlaunum verkafólks í ellilífeyri úr almannatryggingum. Algengt var að verkafólk hefði hreinlega ekki efni á að hætta að vinna og vann sig jafnvel til dauða. Lífeyriskerfið var byggt upp á samtryggingarhugsjóninni, þ.e. að við ættum sjóðina saman og tryggðum hvert annað. Manneskja sem missir starfsorku vegna slyss eða veikinda á miðri starfsævi ætti þannig réttindi til framfærslu. Ragnar hefur viljað veikja samtryggingarhluta kerfisins og styrkja séreignarhlutann, þar sem lífeyririnn er meira í ætt við bankabók. Ef einhver slasast 35 ára þá á viðkomandi auðvitað minna inni á þeirri bók. Ég – og hingað til meirihlutinn innan ASÍ – höfum hins vegar viljað standa vörð um upprunalegt hlutverk lífeyrissjóðanna sem er að vera samtryggingarsjóðir vinnandi fólks. Vildu lækka mótframlag atvinnurekenda Deilurnar sem áttu sér stað fyrir tveimur árum þegar Vilhjálmur Birgisson sagði af sér sem fyrsti varaforseti ASÍ og Ragnar sagði sig úr miðstjórn sneru einmitt að lífeyrismálum. Þeir vildu draga tímabundið úr mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði – sem samið hafði verið um í kjarasamningum – til að létta fyrirtækjum róðurinn vegna Covid-faraldurins sem þá var rétt nýhafinn og enginn vissi hvernig myndi þróast. Sem forseti ASÍ átti ég í samskiptum við atvinnurekendur fyrir hönd ASÍ en Vilhjálmur og Ragnar áttu greinilega í hliðarsamtölum við fulltrúa atvinnurekenda þar sem rætt var um að skerða mótframlagið. Sjónarmið þeirra nutu ekki meirihluta stuðnings innan ASÍ heldur stóð vilji til að verja kjarasamninga í lengstu lög. Viðbrögð Vilhjálms og Ragnars voru að storma á dyr, en eftir viku af yfirlýsingum og gífuryrðum vildu þeir báðir draga afsögn sína til baka. Þá var búið að afgreiða afsögn Vilhjálms í miðstjórn, kominn var inn nýr fulltrúi í hans stað. Afsögn Ragnars var hins vegar ekki búið að afgreiða þar sem skilaboð sem frá honum bárust voru tvíræð og þegar hann loks staðfesti afsögn sína beið afgreiðslan næsta fundar. Ég rek þetta hér því bæði Ragnar og Vilhjálmur hafa haldið því ítrekað fram að geðþótti og ásælni í fjármagn VR hafi ráðið því að mál þeirra voru afgreidd með ólíkum hætti. Síðan hefur auðvitað komið í ljós að engin ástæða var til að minnka mótframlag atvinnurekenda til lífeyrissjóðanna, nema þá til að þjónkast atvinnurekendum, veikja lífeyrissjóðina og hægja á þeirri vegferð að launafólk á almennum markaði njóti sambærilegra eftirlauna og þau sem starfa fyrir hið opinbera. Eftir miklu var að slægjast því tillaga Ragnars og Vilhjálms hefði sparað atvinnurekendum samanlagt tíu milljarða króna á hverjum ársfjórðungi og tapið verið hið sama fyrir vinnandi fólk. Eitt er víst og það er að atvinnurekendur myndu sannarlega meta það svo að við værum enn langt frá því að geta endurvakið mótframlagið á nýju, enda er alltaf kreppa hjá atvinnurekendum þegar umræðuna um kjör launafólks ber á góma. Hitt er annað og það er að í gagnrýni Ragnars á lífeyrissjóðskerfið má líka finna ýmislegt sem taka má undir, ekki síst þau atriði sem lúta að spennunni sem getur myndast milli hagsmuna sem við eigum sem sjóðsfélagar annars vegar og sem launafólk og neytendur hins vegar. Og það er rétt að of lengi hefur ASÍ forðast lýðræðislega umræðu um þetta kerfi. Til að bregðast við þessu ákvað miðstjórn ASÍ að efna til rökræðufundar um lífeyrismál sem haldinn var í upphafi þessa mánaðar. Tilgangur slíkra funda er að dýpka og kjarna umræðuna, sem síðan getur orðið grundvöllur að frekari stefnumótun. Mikið var lagt í undirbúning fundarins en þegar á hólminn var komið neitaði Ragnar að taka þátt í fundinum og krafði aðra félaga í Landssambandi Verzlunarmanna um að gera slíkt hið sama. Ástæðan var sú að hann móðgaðist yfir tölvupóstsamskiptum sem komu þessum fundi ekkert við. Ég spyr því: Vill hann raunverulega breyta lífeyrissjóðskerfinu og vinna skoðunum sínum fylgi, eða finnst honum nóg að viðhafa gífuryrði í blaðagreinum? Tilfærslukerfin og húsnæðismál Í öðru lagi er Ragnar ósáttur við að innan ASÍ sé vilji til að nýta tilfærslukerfin til að mæta því fólki sem nú lendir í fjárhagsvandræðum vegna vaxtahækkana og ástandsins á húsnæðismarkaði. Hann vill heldur „ráðast að rót vandans“ og stöðva okur bankanna. Þar höfum við talað einum rómi gegn gróðahyggjunni. Ég tel hins vegar að það sé ekki hægt að horfa á fólk missa lífsviðurværið og jafnvel heimili sín á meðan við reynum að knýja bankana til stefnubreytingar. Þá tel ég að það sé engin leið til að líta svo á að það að efla tilfærslukerfin sé af hinu illa, áherslan á þau eru í raun í takt við áhersluna á krónutöluhækkanir umfram prósentuhækkanir. Þetta eru kerfi sem vinna gegn ójöfnuði og beina stuðningi þangað sem hans er þörf. Ég tel að við höfum farið villur vegar í húsnæðsimálum að leyfa þessum kerfum að fjara út. Þess í stað er almenningi gert að nýta eftirlaunasjóði sína til að koma sér þaki yfir höfuð. Sú leið er með innbyggðan ójöfnuð, þar sem hinir tekjuhærri njóta meiri fyrirgreiðslu, og er tæplega sjálfbær til lengdar. Við höfum gengið of langt í að leyfa stjórnvöldum að skera sig úr snörunni með því að seilast í okkar eigin vasa og leggja þannig af opinberan stuðning við lág- og millitekjufjölskyldur í húsnæðismálum. Í þriðja lagi hefur Ragnar nefnt stofnun Blævar – húsnæðisfélags. Ég hef unnið að því að koma Blævi á laggirnar í samstarfi við BSRB og Bjarg og stjórnarmenn í þessum félögum, þar á meðal Ragnar. Með stofnun Blævar er lagður grunnur að nýju formi á húsnæðismarkaði og um það gilda reglur sem við þurfum að hlíta. ASÍ og BSRB hafa samþykkt að gerast bakhjarlar verkefnisins sem að sjálfsögðu þarf að tryggja að tefli ekki hagsmunum samtakanna og aðildarfélaga þeirra í tvísýnu. Ég vísa því á bug að það mál hafi ekki fengið eðlilegan framgang af hálfu ASÍ. SALEK: Hafnað árið 2016 Í fjórða lagi hefur Ragnar nefnt SALEK. Það er rétt að innan ASÍ var ágreiningur um SALEK. Sá ágreiningur var leiddur til lykta á þingi ASÍ árið 2016 þar sem hreyfingin lýsti sig andsnúna þeirri vegferð sem þar var lagt upp með. Sjálf starfaði ég innan Starfsgreinasambandsins á þeim tíma og lagðist á árarnar með þeim sem vöruðu við þeim einföldunum og skerðingum á réttindum launafólks sem SALEK byggði á. Að halda því fram að ASÍ hafi leynt og ljóst unnið að SALEK síðan þá er hreinn uppspuni. Innan ASÍ er andstaða við þær hugmyndir sem þá voru á borðum. Inn í þetta fléttar Ragnar síðan deilur sem urðu innan ASÍ um frumvarp til starfskjaralaga en um ágæti þess vorum við ósammála. Sjónarmið hans urðu hins vegar ofan á og frumvarpið var ekki lagt fram í þeirri mynd sem þá var lagt upp með. Lýðræðið og umboð forseta ASÍ Þetta leiðir svo aftur að umræðunni um lýðræði innan ASÍ. Samtökin styðjast við ákveðna ákvarðanatökuferla og í gegnum þá hefur Ragnar oft lagt gott til og fengið sín stefnumál í gegn. En það er auðvitað ekki algilt, fremur en á við um aðra. Ragnar talar iðulega á þann veg að segi hann eitthvað í krafti embættis síns sem formaður stærsta aðildarfélagsins eigi það einfaldlega að gilda. Hann hefur kallað eftir einföldu meirihlutaræði og farið fram á atkvæðagreiðslur um tillögur sem fólk hefur hreinlega ekki upplýsingar til að taka ákvarðanir um. Hann hefur viljað afgreiða erindi til miðstjórnar með ólíkum hætti eftir því frá hverjum þau koma og kennir lýðræðisskorti um þegar hann fær ekki sínu fram. Ég tel hann oft setja fram einfaldaða mynd af lýðræðinu. Ég tel til dæmis að smærri stéttarfélög á landsbyggðinni hafi líka rödd sem skiptir máli, þótt þau séu með færri félagsmenn. Þannig er lýðræði í mínum huga ekki aðeins atkvæðagreiðsla, heldur líka samtal og tilraunir til að ná samhljómi. Þá hafna ég þeirri túlkun Ragnars á stjórnskipulagi ASÍ að ég sæki umboð mitt til hans eða einstakra formanna innan ASÍ. Umboð mitt sem forseti sæki ég til þings ASÍ. Þar var ég kjörin árið 2018 með 66% greiddra atkvæða og endurkjörin árið 2020 án mótframboðs. Þingið er jafnframt sá staður þar sem stefna ASÍ er mótuð í samfélagi 300 félagsmanna. Hreyfingin þarf að lifa okkur öll Sagan hefur sýnt að verkalýðshreyfingin er sterkust þegar hún stendur saman. Ég tel misráðið að taka þetta ár – ár þar sem kjarasamningar eru lausir og teknar verða veigamiklar ákvarðanir í kjölfar Covid-kreppunnar – í harðvítug innanbúðarátök. En standi vilji til þess mun ég tala fyrir ASÍ sem sterkum og öflugum heildarsamtökum. Ég mun tala fyrir samstöðu og í þágu þeirra hagsmuna sem við sannanlega eigum sameiginlega.Ég mun líka minna ítrekað á að verkalýðshreyfingin þarf að lifa allar þær persónur og leikendur sem nú eru á sviðinu; hreyfingin er miklu stærri en hvert og eitt okkar. Ég veit að þessi afstaða á sterkan hljómgrunn innan aðildarfélaga ASÍ og samfélagsins í heild. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. Vinnandi fólk á Íslandi á þá sjálfsögðu kröfu að við sem störfum fyrir verkalýðshreyfinguna komum fram sameinuð og forðumst að týnast í eigin ágreiningi sem oft og tíðum fjallar um völd, persónur og leikendur. En nú er svo komið að ég get ekki setið lengur þegjandi hjá þegar formaður stærsta verkalýðsfélags landsins og stærsta aðildarfélags ASÍ fer ítrekað fram opinberlega og málar Alþýðusambandið upp með þeim neikvæða hætti sem hann hefur gert í tveimur greinum og fleiri viðtölum. VR og átök innan ASÍ Átök og valdabarátta hafa alltaf verið hluti af Alþýðusambandi Íslands, enda koma þar saman félög í umboði ólíkra stétta sem eiga ekki alltaf sömu hagsmuni. En oftar hefur ASÍ borið gæfa til að snúa bökum saman og vinna að þeim sameiginlegu málum sem varða allt okkar félagsfólk og samfélagið í heild. Þannig hafa náðst sigrar sem hafa lagt grunninn að þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og mætti nefna allt frá atvinnuleysistryggingum til vinnuverndar, fæðingarorlofi til skilgreindrar vinnuviku. Enn er þó mikið verk óunnið og við sem stöndum í brúnni berum ríka ábyrgð á að halda áfram baráttunni fyrir kjörum og réttindum vinnandi fólks og almennings alls. Formenn VR hafa stundum hreyft því að ganga úr ASÍ og taka þannig ekki þátt í starfi öflugra heildarsamtaka. Að því hefur þó aldrei orðið, enda ekki ólíklegt að í allsherjaratkvæðagreiðslu myndi félagsfólk meta það sem svo að sterk heildarsamtök þjónuðu hagsmunum þeirra – og samfélagsins – betur. Núverandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, sker sig þó úr með því að hafa hótað úrsögn VR úr ASÍ oftar en ég hef tölu á. Þess á milli hótar hann því að beita valdi sínu til að reyna að skerða tekjustofna ASÍ. Þessar hótanir hafa gjarnan komið í kjölfar þess að formaðurinn er ósáttur við stefnu sambandsins eða ákvarðanatöku í tilteknum málum. En hver er þá hinn málefnalegi ágreiningur? Sannast sagna er hann stundum óljós og hann hefur ekki alltaf verið borinn formlega á borð innan ASÍ. Eftir lesningu á því sem opinberlega hefur komið frá Ragnari eru þó nokkur mál sem hann nefnir og ég vil svara fyrir hér. Samtrygging og málefni lífeyrissjóðanna Í fyrsta lagi eru það lífeyrismál. Þegar lífeyrissjóðakerfinu var komið á laggirnar, með kjarasamningi árið 1969 var staðan sú að vinnandi fólk gat vænst þess að fá 17% af grunnlaunum verkafólks í ellilífeyri úr almannatryggingum. Algengt var að verkafólk hefði hreinlega ekki efni á að hætta að vinna og vann sig jafnvel til dauða. Lífeyriskerfið var byggt upp á samtryggingarhugsjóninni, þ.e. að við ættum sjóðina saman og tryggðum hvert annað. Manneskja sem missir starfsorku vegna slyss eða veikinda á miðri starfsævi ætti þannig réttindi til framfærslu. Ragnar hefur viljað veikja samtryggingarhluta kerfisins og styrkja séreignarhlutann, þar sem lífeyririnn er meira í ætt við bankabók. Ef einhver slasast 35 ára þá á viðkomandi auðvitað minna inni á þeirri bók. Ég – og hingað til meirihlutinn innan ASÍ – höfum hins vegar viljað standa vörð um upprunalegt hlutverk lífeyrissjóðanna sem er að vera samtryggingarsjóðir vinnandi fólks. Vildu lækka mótframlag atvinnurekenda Deilurnar sem áttu sér stað fyrir tveimur árum þegar Vilhjálmur Birgisson sagði af sér sem fyrsti varaforseti ASÍ og Ragnar sagði sig úr miðstjórn sneru einmitt að lífeyrismálum. Þeir vildu draga tímabundið úr mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði – sem samið hafði verið um í kjarasamningum – til að létta fyrirtækjum róðurinn vegna Covid-faraldurins sem þá var rétt nýhafinn og enginn vissi hvernig myndi þróast. Sem forseti ASÍ átti ég í samskiptum við atvinnurekendur fyrir hönd ASÍ en Vilhjálmur og Ragnar áttu greinilega í hliðarsamtölum við fulltrúa atvinnurekenda þar sem rætt var um að skerða mótframlagið. Sjónarmið þeirra nutu ekki meirihluta stuðnings innan ASÍ heldur stóð vilji til að verja kjarasamninga í lengstu lög. Viðbrögð Vilhjálms og Ragnars voru að storma á dyr, en eftir viku af yfirlýsingum og gífuryrðum vildu þeir báðir draga afsögn sína til baka. Þá var búið að afgreiða afsögn Vilhjálms í miðstjórn, kominn var inn nýr fulltrúi í hans stað. Afsögn Ragnars var hins vegar ekki búið að afgreiða þar sem skilaboð sem frá honum bárust voru tvíræð og þegar hann loks staðfesti afsögn sína beið afgreiðslan næsta fundar. Ég rek þetta hér því bæði Ragnar og Vilhjálmur hafa haldið því ítrekað fram að geðþótti og ásælni í fjármagn VR hafi ráðið því að mál þeirra voru afgreidd með ólíkum hætti. Síðan hefur auðvitað komið í ljós að engin ástæða var til að minnka mótframlag atvinnurekenda til lífeyrissjóðanna, nema þá til að þjónkast atvinnurekendum, veikja lífeyrissjóðina og hægja á þeirri vegferð að launafólk á almennum markaði njóti sambærilegra eftirlauna og þau sem starfa fyrir hið opinbera. Eftir miklu var að slægjast því tillaga Ragnars og Vilhjálms hefði sparað atvinnurekendum samanlagt tíu milljarða króna á hverjum ársfjórðungi og tapið verið hið sama fyrir vinnandi fólk. Eitt er víst og það er að atvinnurekendur myndu sannarlega meta það svo að við værum enn langt frá því að geta endurvakið mótframlagið á nýju, enda er alltaf kreppa hjá atvinnurekendum þegar umræðuna um kjör launafólks ber á góma. Hitt er annað og það er að í gagnrýni Ragnars á lífeyrissjóðskerfið má líka finna ýmislegt sem taka má undir, ekki síst þau atriði sem lúta að spennunni sem getur myndast milli hagsmuna sem við eigum sem sjóðsfélagar annars vegar og sem launafólk og neytendur hins vegar. Og það er rétt að of lengi hefur ASÍ forðast lýðræðislega umræðu um þetta kerfi. Til að bregðast við þessu ákvað miðstjórn ASÍ að efna til rökræðufundar um lífeyrismál sem haldinn var í upphafi þessa mánaðar. Tilgangur slíkra funda er að dýpka og kjarna umræðuna, sem síðan getur orðið grundvöllur að frekari stefnumótun. Mikið var lagt í undirbúning fundarins en þegar á hólminn var komið neitaði Ragnar að taka þátt í fundinum og krafði aðra félaga í Landssambandi Verzlunarmanna um að gera slíkt hið sama. Ástæðan var sú að hann móðgaðist yfir tölvupóstsamskiptum sem komu þessum fundi ekkert við. Ég spyr því: Vill hann raunverulega breyta lífeyrissjóðskerfinu og vinna skoðunum sínum fylgi, eða finnst honum nóg að viðhafa gífuryrði í blaðagreinum? Tilfærslukerfin og húsnæðismál Í öðru lagi er Ragnar ósáttur við að innan ASÍ sé vilji til að nýta tilfærslukerfin til að mæta því fólki sem nú lendir í fjárhagsvandræðum vegna vaxtahækkana og ástandsins á húsnæðismarkaði. Hann vill heldur „ráðast að rót vandans“ og stöðva okur bankanna. Þar höfum við talað einum rómi gegn gróðahyggjunni. Ég tel hins vegar að það sé ekki hægt að horfa á fólk missa lífsviðurværið og jafnvel heimili sín á meðan við reynum að knýja bankana til stefnubreytingar. Þá tel ég að það sé engin leið til að líta svo á að það að efla tilfærslukerfin sé af hinu illa, áherslan á þau eru í raun í takt við áhersluna á krónutöluhækkanir umfram prósentuhækkanir. Þetta eru kerfi sem vinna gegn ójöfnuði og beina stuðningi þangað sem hans er þörf. Ég tel að við höfum farið villur vegar í húsnæðsimálum að leyfa þessum kerfum að fjara út. Þess í stað er almenningi gert að nýta eftirlaunasjóði sína til að koma sér þaki yfir höfuð. Sú leið er með innbyggðan ójöfnuð, þar sem hinir tekjuhærri njóta meiri fyrirgreiðslu, og er tæplega sjálfbær til lengdar. Við höfum gengið of langt í að leyfa stjórnvöldum að skera sig úr snörunni með því að seilast í okkar eigin vasa og leggja þannig af opinberan stuðning við lág- og millitekjufjölskyldur í húsnæðismálum. Í þriðja lagi hefur Ragnar nefnt stofnun Blævar – húsnæðisfélags. Ég hef unnið að því að koma Blævi á laggirnar í samstarfi við BSRB og Bjarg og stjórnarmenn í þessum félögum, þar á meðal Ragnar. Með stofnun Blævar er lagður grunnur að nýju formi á húsnæðismarkaði og um það gilda reglur sem við þurfum að hlíta. ASÍ og BSRB hafa samþykkt að gerast bakhjarlar verkefnisins sem að sjálfsögðu þarf að tryggja að tefli ekki hagsmunum samtakanna og aðildarfélaga þeirra í tvísýnu. Ég vísa því á bug að það mál hafi ekki fengið eðlilegan framgang af hálfu ASÍ. SALEK: Hafnað árið 2016 Í fjórða lagi hefur Ragnar nefnt SALEK. Það er rétt að innan ASÍ var ágreiningur um SALEK. Sá ágreiningur var leiddur til lykta á þingi ASÍ árið 2016 þar sem hreyfingin lýsti sig andsnúna þeirri vegferð sem þar var lagt upp með. Sjálf starfaði ég innan Starfsgreinasambandsins á þeim tíma og lagðist á árarnar með þeim sem vöruðu við þeim einföldunum og skerðingum á réttindum launafólks sem SALEK byggði á. Að halda því fram að ASÍ hafi leynt og ljóst unnið að SALEK síðan þá er hreinn uppspuni. Innan ASÍ er andstaða við þær hugmyndir sem þá voru á borðum. Inn í þetta fléttar Ragnar síðan deilur sem urðu innan ASÍ um frumvarp til starfskjaralaga en um ágæti þess vorum við ósammála. Sjónarmið hans urðu hins vegar ofan á og frumvarpið var ekki lagt fram í þeirri mynd sem þá var lagt upp með. Lýðræðið og umboð forseta ASÍ Þetta leiðir svo aftur að umræðunni um lýðræði innan ASÍ. Samtökin styðjast við ákveðna ákvarðanatökuferla og í gegnum þá hefur Ragnar oft lagt gott til og fengið sín stefnumál í gegn. En það er auðvitað ekki algilt, fremur en á við um aðra. Ragnar talar iðulega á þann veg að segi hann eitthvað í krafti embættis síns sem formaður stærsta aðildarfélagsins eigi það einfaldlega að gilda. Hann hefur kallað eftir einföldu meirihlutaræði og farið fram á atkvæðagreiðslur um tillögur sem fólk hefur hreinlega ekki upplýsingar til að taka ákvarðanir um. Hann hefur viljað afgreiða erindi til miðstjórnar með ólíkum hætti eftir því frá hverjum þau koma og kennir lýðræðisskorti um þegar hann fær ekki sínu fram. Ég tel hann oft setja fram einfaldaða mynd af lýðræðinu. Ég tel til dæmis að smærri stéttarfélög á landsbyggðinni hafi líka rödd sem skiptir máli, þótt þau séu með færri félagsmenn. Þannig er lýðræði í mínum huga ekki aðeins atkvæðagreiðsla, heldur líka samtal og tilraunir til að ná samhljómi. Þá hafna ég þeirri túlkun Ragnars á stjórnskipulagi ASÍ að ég sæki umboð mitt til hans eða einstakra formanna innan ASÍ. Umboð mitt sem forseti sæki ég til þings ASÍ. Þar var ég kjörin árið 2018 með 66% greiddra atkvæða og endurkjörin árið 2020 án mótframboðs. Þingið er jafnframt sá staður þar sem stefna ASÍ er mótuð í samfélagi 300 félagsmanna. Hreyfingin þarf að lifa okkur öll Sagan hefur sýnt að verkalýðshreyfingin er sterkust þegar hún stendur saman. Ég tel misráðið að taka þetta ár – ár þar sem kjarasamningar eru lausir og teknar verða veigamiklar ákvarðanir í kjölfar Covid-kreppunnar – í harðvítug innanbúðarátök. En standi vilji til þess mun ég tala fyrir ASÍ sem sterkum og öflugum heildarsamtökum. Ég mun tala fyrir samstöðu og í þágu þeirra hagsmuna sem við sannanlega eigum sameiginlega.Ég mun líka minna ítrekað á að verkalýðshreyfingin þarf að lifa allar þær persónur og leikendur sem nú eru á sviðinu; hreyfingin er miklu stærri en hvert og eitt okkar. Ég veit að þessi afstaða á sterkan hljómgrunn innan aðildarfélaga ASÍ og samfélagsins í heild. Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun