Ásatrúarfólki misboðið vegna samanburðar lögmanns við Zuista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 14:10 Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður Einars Ágústssonar, líkti Zuisma við Ásatrúarfélagið í dómsal í gær. vísir/Vilhelm Ásatrúarfélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málflutnings Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns Einars Ágústssonar. Félagið segist halda úti menningarstarfsemi allan ársins hring en ekki koma einstaka sinnum saman til að drekka bjór eins og Jón hafi haldið fram. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum, stofnenda trúfélagsins Zuism, lauk nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bræðurnir eru ákærðir fyrir blekkingar og stórfelld fjársvik og sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Bræðurnir hafa neitað sök. Málflutningur verjenda bræðranna byggir meðal annars á því að félagið hafi uppfyllt skilyrði um skráð trúfélög og að starfsemi Zuism á Íslandi hafi ekki verið frábrugðin starfsemi annarra trúfélaga. Jón Bjarni Kristjánsson verjandi Einars sagði fyrir dómi það ekki vera rétt að Zuism hafi ekki náð fótfestu hér á landi eða að starfsemi félagsins hafi ekki verið virk og stöðug. Nefndi hann sem dæmi Ásatrúarfélagið og sagði að samkvæmt vefsíðu félagsins væri það fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir en ekki endilega reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo væri mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór. Hann benti á að þetta minnti óneitanlega á Bjór og bæn, sem hafi lengi verið vinsælustu viðburðir Zuism. Jón sagði mikilvægt að gæta jafnræðis milli trúfélaga. Ásatrúarfólki misboðið Í yfirlýsingu sem fréttastofu hefur borist frá Ásatrúarfélaginu segir að félagsmönnum sé misboðið vegna málflutnings Jóns Bjarna. Forsvarsmenn félagsins segja greinilegt að Jón hafi enga þekkingu á starfsemi Ásatrúarfélagsins. „Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drenskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt að félagið haldi úti mikilli þjónustu við félaga sína, sjái um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með þeirri umönnun og vinnslu sem tilheyri. „Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Telja sig yfir Zuisma hafin en vilja gæta sannmælis Þá segir að blót séu haldin um land allt með fyrirfram skipulögðum hætti, til dæmis Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boði goðarnir sjálfir til bóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilji og þurfa þyki. „Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins, sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en það vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. “ Trúmál Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum, stofnenda trúfélagsins Zuism, lauk nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bræðurnir eru ákærðir fyrir blekkingar og stórfelld fjársvik og sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Bræðurnir hafa neitað sök. Málflutningur verjenda bræðranna byggir meðal annars á því að félagið hafi uppfyllt skilyrði um skráð trúfélög og að starfsemi Zuism á Íslandi hafi ekki verið frábrugðin starfsemi annarra trúfélaga. Jón Bjarni Kristjánsson verjandi Einars sagði fyrir dómi það ekki vera rétt að Zuism hafi ekki náð fótfestu hér á landi eða að starfsemi félagsins hafi ekki verið virk og stöðug. Nefndi hann sem dæmi Ásatrúarfélagið og sagði að samkvæmt vefsíðu félagsins væri það fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir en ekki endilega reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo væri mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór. Hann benti á að þetta minnti óneitanlega á Bjór og bæn, sem hafi lengi verið vinsælustu viðburðir Zuism. Jón sagði mikilvægt að gæta jafnræðis milli trúfélaga. Ásatrúarfólki misboðið Í yfirlýsingu sem fréttastofu hefur borist frá Ásatrúarfélaginu segir að félagsmönnum sé misboðið vegna málflutnings Jóns Bjarna. Forsvarsmenn félagsins segja greinilegt að Jón hafi enga þekkingu á starfsemi Ásatrúarfélagsins. „Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drenskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt að félagið haldi úti mikilli þjónustu við félaga sína, sjái um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með þeirri umönnun og vinnslu sem tilheyri. „Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Telja sig yfir Zuisma hafin en vilja gæta sannmælis Þá segir að blót séu haldin um land allt með fyrirfram skipulögðum hætti, til dæmis Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boði goðarnir sjálfir til bóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilji og þurfa þyki. „Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins, sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en það vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. “
Trúmál Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01