Stöð 2 Sport
Klukkan 15.00 hefst Landsmótið í golfhermum.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 12.20 hefst útsending frá leik Crystal Palace og Everton í 8-liða úrslitum FA-bikarsins. Klukkan 14.50 er komið að leik Southampton og Manchester City í sömu keppni.
Klukkan 17.35 er dregið í undanúrslit FA-bikarsins. Strax í kjölfarið er leikur Nottingam Forest og Liverpool en það er síðasti leikur 8-liða úrslitanna.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 11.20 hefst beint útsending frá leik Íslendingaliðs Venezia og Sampdoria í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klukkan 13.50 hefst bein útsending frá leik Juventus og Salernitana í sömu deild.
Klukkan 16.50 er borgarslagurinn um Róm á dagskrá en þar mætast Roma og Lazio.
Klukkan 19.30 er komið að leik Houston Rockets og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 10.00 hefst bein útsending frá Aramco Saudi Ladies International-mótinu í golfi en það er hluti af LET-mótaröðinni.
Klukkan 15.50 er Íslendingaslagur á dagskrá þegar Martin Hermannsson og félagar í Valencia taka á móti Tryggva Snæ Hlinasyni og félögum hans í Zaragoza í spænska körfuboltanum.
Klukkan 19.35 er leikur Bologna og Atalanta í Serie A á dagksrá.
Stöð 2 Golf
Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Steyn City Championship-mótinu en það er hluti af DP-heimstúrnum. Klukkan 17.00 er Valspar Championship á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 11.00 heldur BLAST Premier áfram. Úrslitin hefjast svo klukkan 18.00.