Þegar enginn er upplýstur Guðmundur Ragnarsson skrifar 19. mars 2022 16:30 Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun