Fótbolti

Alfons og félagar í undanúrslit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons og félagar eru komnir í undanúrslit bikarsins.
Alfons og félagar eru komnir í undanúrslit bikarsins. Massimo Insabato/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn er Bodø/Glimt vann 4-1 sigur á Lilleström og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar. Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström í leiknum.

Gestirnir frá Lilleström komust nokkuð óvænt yfir á 13. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu fyrir leikhlé. Noregsmeistarar Bodø/Glimt komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og gerði á endanum út um leikinn með tveimur mörkum undir lok leiks.

Hólmbert Aron lék allan leikinn sem fremsti maður hjá Lilleström og nældi framherjinn sér í gult spjald á 67. mínútu. Alfons var á sínum stað í hægri bakverði Noregsmeistaranna.

Ásamt því að vera komið í undanúrslit norska bikarsins þá er Bodø/Glimt einnig komið í 8-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Þar bíður ítalska stórliðið Roma en liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur.


Tengdar fréttir

Patrik Sigurður og Samúel Kári í undanúrslit

Íslendinglið Viking í Noregi komst í dag í undanúrslit norsku bikarkeppninnar með 5-0 útisigri á KFUM Oslo. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson leika með Viking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×