Gestirnir frá Lilleström komust nokkuð óvænt yfir á 13. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu fyrir leikhlé. Noregsmeistarar Bodø/Glimt komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og gerði á endanum út um leikinn með tveimur mörkum undir lok leiks.
Hólmbert Aron lék allan leikinn sem fremsti maður hjá Lilleström og nældi framherjinn sér í gult spjald á 67. mínútu. Alfons var á sínum stað í hægri bakverði Noregsmeistaranna.
Ásamt því að vera komið í undanúrslit norska bikarsins þá er Bodø/Glimt einnig komið í 8-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Þar bíður ítalska stórliðið Roma en liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur.