Overmars fljótur að finna sér nýtt starf þrátt fyrir óviðeigandi hegðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 17:31 Marc Overmars var ekki lengi atvinnulaus en færir sig yfir frá Hollandi til Belgíu. Getty/Gerrit van Keulen Hollenska knattspyrnugoðsögnin Marc Overmars var ekki lengi að finna sér nýtt starf í fótboltaheiminum þrátt fyrir að hafa yfirgefið Ajax með skömm fyrir aðeins meira en mánuði síðan. Overmars er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp FC. Hinn 48 ára gamli Overmars missti starfið sitt hjá Ajax eftir að hafa orðið uppvís að því að sendi óviðeigandi skilaboð og myndir til kvenkyns starfsmanna félagsins. Antwerp appoint Marc Overmars despite inappropriate behaviour at Ajax https://t.co/SP5dygtZXC— Guardian sport (@guardian_sport) March 21, 2022 Overmars sendi skilaboðin á fjölmargar konur innan félagsins en hefur viðkennt að hegðun hans hafi verið óásættanleg. Þegar Royal Antwerp kynnti Overmars til leiks þá sagði hann að tekið hafi verið á hans málum hjá Ajax og að þetta mál hafi ekki haft áhrif á viðræður hans við belgíska félagið. „Það sem gerðist hjá Ajax mun ekki gerast aftur. Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er nýr kafli fyrir mig. Falleg áskorun hjá félagi sem ég tel að eigi tækifæri til að vaxa,“ sagði Marc Overmars. Sven Jaecques, framkvæmdastjóri Antwerp, sagðist ekki hafa rætt um ráðningu Overmars við kvenkyns starfsmenn félagsins og talaði um að það væri mikilvægt að gefa fólki annað tækifæri. Overmars spilaði með Ajax frá 1992 til 1997 og gerðist síðan tæknilegur ráðgjafi árið 2012. Hann var með samning til ársins 2026 þegar hann var látinn fara. Overmars er þekktastur fyrir árin síns hjá Arsenal (1997-2000) og Barcelona (2000-04) en hann lék alls 86 landsleiki fyrir Hollendinga frá 1993 til 2004. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira
Overmars er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp FC. Hinn 48 ára gamli Overmars missti starfið sitt hjá Ajax eftir að hafa orðið uppvís að því að sendi óviðeigandi skilaboð og myndir til kvenkyns starfsmanna félagsins. Antwerp appoint Marc Overmars despite inappropriate behaviour at Ajax https://t.co/SP5dygtZXC— Guardian sport (@guardian_sport) March 21, 2022 Overmars sendi skilaboðin á fjölmargar konur innan félagsins en hefur viðkennt að hegðun hans hafi verið óásættanleg. Þegar Royal Antwerp kynnti Overmars til leiks þá sagði hann að tekið hafi verið á hans málum hjá Ajax og að þetta mál hafi ekki haft áhrif á viðræður hans við belgíska félagið. „Það sem gerðist hjá Ajax mun ekki gerast aftur. Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er nýr kafli fyrir mig. Falleg áskorun hjá félagi sem ég tel að eigi tækifæri til að vaxa,“ sagði Marc Overmars. Sven Jaecques, framkvæmdastjóri Antwerp, sagðist ekki hafa rætt um ráðningu Overmars við kvenkyns starfsmenn félagsins og talaði um að það væri mikilvægt að gefa fólki annað tækifæri. Overmars spilaði með Ajax frá 1992 til 1997 og gerðist síðan tæknilegur ráðgjafi árið 2012. Hann var með samning til ársins 2026 þegar hann var látinn fara. Overmars er þekktastur fyrir árin síns hjá Arsenal (1997-2000) og Barcelona (2000-04) en hann lék alls 86 landsleiki fyrir Hollendinga frá 1993 til 2004.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira