Landsliðsþjálfari Norðmanna á móti gervigrasi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 13:30 Stale Solbakken var ekkert að fela sínar skoðanir á gervigrasvöllum Norðmanna. EPA-EFE/Ali Zare Hæstráðandi í norska fótboltalandsliðinu og eftirmaður Lars Lagerbäck segir norskan fótbolta hafa tapað milljörðum íslenskra króna á því að spila svona mikið á gervigrasi. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, er með mjög sterkar skoðanir þegar kemur að því að leika á náttúrulegu grasi eða gervigrasi. Hann er líka alveg til í að láta þær í ljós í viðtölum við norska fjölmiðla eins og kom í ljós í gær. Ståle Solbakken om økningen av kunstgressbaner i norsk toppfotball: "Fotball skal spilles på gress. Det er underlaget hvor alle spillere vil spille (...). Jeg skjønner ikke hvorfor det ikke er en stor prioriteringssak når hele verden spiller på gress." pic.twitter.com/S3IE9C0Wrp— Fotball Norge (@FotballNO) March 21, 2022 Solbakken hefur kallað saman norska landsliðið í þessum landsleikjaglugga og ræddi þar stöðu norska fótboltans við blaðamenn. Solbakken er á því að það sé ástæða fyrir því að Noregur eigi ekki fleiri leikmenn eins og súperframherjann Erling Braut Haaland. Jú hann kennir gervigrasinu um. Solbakken er harður á því að ef að leikir í norsku úrvalsdeildinni hefðu farið fram á grasi en ekki gervigrasi þá hefði Noregur búið til fleiri stjörnuleikmenn eins og Haaland. Ståle Solbakken har selvsagt helt rett.Fotball på kunstgress er et annet spill!!! Hele Europa ler av oss Skulle vært påbudt i alle fall i øverst divisjon.Men unntak i Tromsø og Bodø!!https://t.co/ZGNRteV8my— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) March 21, 2022 „Noregur hefur tapað hundruð milljóna norskra króna í peningum frá sölu leikmanna vegna gervigrassins af því að það hefur hindrað okkur í búa til leikmenn. Það er á hreinu,“ sagði Ståle Solbakken í viðtali sem Dagbladet segir meðal annars frá. „Það er allt öðruvísi leikur á gervigrasi en á náttúrulegu grasi. Ég tel að leiðtogar félaganna hafi sofnað á verðinum. Þjálfara í Noregi hafa sofnað á verðinum. Blaðamenn hafa sofnað á verðinum. Fótbolti á að vera spilaður á grasi,“ sagði Solbakken. „Þú verður að gera eins og þeir gera hjá Lillestrøm. Að vera með langtímamarkmið í gangi. Ég skil vel að þetta snýst um fjármál. Það sem ég skil ekki af hverju þetta er ekki í forgangi. Allur heimurinn spilar á grasi. Þar er keppt. Gras er því mikilvægt til að þjálfa upp annars konar leikmenn eins og miðjumenn og framherja. Við getum ekki aðeins átt skapandi miðjumenn sem eru góðir með boltann,“ sagði Solbakken. Blaðamaður norska dagblaðsins stóðst þó ekki freistinguna og sagði að eftir viðtalið þá hafi Solbakken farið með norska landsliðið á æfingu, á gervigrasi. Fotball skal spilles på naturgress og ikke kunstgress, mener landslagstrener Ståle Solbakken. @RBKfotball @LillestromSK @FKHaugesund @sfjfotball @FKJerv @kjernencom @kanarifansen https://t.co/dVSzd1biQP— Dagbladet Sport (@db_sport) March 21, 2022 Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, er með mjög sterkar skoðanir þegar kemur að því að leika á náttúrulegu grasi eða gervigrasi. Hann er líka alveg til í að láta þær í ljós í viðtölum við norska fjölmiðla eins og kom í ljós í gær. Ståle Solbakken om økningen av kunstgressbaner i norsk toppfotball: "Fotball skal spilles på gress. Det er underlaget hvor alle spillere vil spille (...). Jeg skjønner ikke hvorfor det ikke er en stor prioriteringssak når hele verden spiller på gress." pic.twitter.com/S3IE9C0Wrp— Fotball Norge (@FotballNO) March 21, 2022 Solbakken hefur kallað saman norska landsliðið í þessum landsleikjaglugga og ræddi þar stöðu norska fótboltans við blaðamenn. Solbakken er á því að það sé ástæða fyrir því að Noregur eigi ekki fleiri leikmenn eins og súperframherjann Erling Braut Haaland. Jú hann kennir gervigrasinu um. Solbakken er harður á því að ef að leikir í norsku úrvalsdeildinni hefðu farið fram á grasi en ekki gervigrasi þá hefði Noregur búið til fleiri stjörnuleikmenn eins og Haaland. Ståle Solbakken har selvsagt helt rett.Fotball på kunstgress er et annet spill!!! Hele Europa ler av oss Skulle vært påbudt i alle fall i øverst divisjon.Men unntak i Tromsø og Bodø!!https://t.co/ZGNRteV8my— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) March 21, 2022 „Noregur hefur tapað hundruð milljóna norskra króna í peningum frá sölu leikmanna vegna gervigrassins af því að það hefur hindrað okkur í búa til leikmenn. Það er á hreinu,“ sagði Ståle Solbakken í viðtali sem Dagbladet segir meðal annars frá. „Það er allt öðruvísi leikur á gervigrasi en á náttúrulegu grasi. Ég tel að leiðtogar félaganna hafi sofnað á verðinum. Þjálfara í Noregi hafa sofnað á verðinum. Blaðamenn hafa sofnað á verðinum. Fótbolti á að vera spilaður á grasi,“ sagði Solbakken. „Þú verður að gera eins og þeir gera hjá Lillestrøm. Að vera með langtímamarkmið í gangi. Ég skil vel að þetta snýst um fjármál. Það sem ég skil ekki af hverju þetta er ekki í forgangi. Allur heimurinn spilar á grasi. Þar er keppt. Gras er því mikilvægt til að þjálfa upp annars konar leikmenn eins og miðjumenn og framherja. Við getum ekki aðeins átt skapandi miðjumenn sem eru góðir með boltann,“ sagði Solbakken. Blaðamaður norska dagblaðsins stóðst þó ekki freistinguna og sagði að eftir viðtalið þá hafi Solbakken farið með norska landsliðið á æfingu, á gervigrasi. Fotball skal spilles på naturgress og ikke kunstgress, mener landslagstrener Ståle Solbakken. @RBKfotball @LillestromSK @FKHaugesund @sfjfotball @FKJerv @kjernencom @kanarifansen https://t.co/dVSzd1biQP— Dagbladet Sport (@db_sport) March 21, 2022
Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira