Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. mars 2022 07:02 Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. Þau áhrif eru ekki minni á skólagöngu ungra stúlkna, kvenna og annarra einstaklinga sem þjást af endó. Alvarleg endómetríósa hefur gríðarlega neikvæð áhrif á lífsgæði og virkni þeirra sem hana fá. Það er enn alvarlegra í ljósi þess að það tekur langan tíma að greina sjúkdóminn, 5 til 7 ár, og þó greining fáist er algerlega óvíst að endókonur geti fengið lækningu með skurðaðgerð og/eða lyfjagjöf. Lífshlaup Elsu Guðmundsdóttur var markað af glímunni við endómetríósis. Hún ritaði einu sinni um reynslu sína og lýsti lífi sínu sem slitróttu en glíman við endó hafði mikil áhrif á tækifæri hennar til náms og þátttöku á vinnumarkaði. Í grein árið 2014 skrifaði Elsa, m.a.: ,,Drífa sig, fara í vinnuna, brosa, vera hress. Taka meiri verkjalyf, loka skrifstofunni á meðan verstu verkirnir ganga yfir, leggjast fram á borðið, lúta líkamanum og bíða. Nú bankar einhver, rísa upp og brosa, ekki láta á sjá, ekki taka of marga veikindadaga, verð að standa mig, klára verkefnið, klára skýrsluna, bíta á jaxlinn og vinna í gegnum verkina. Alltaf veik, „hún er alltaf veik“, heyrist pískrað, líkaminn veikburða, veigalítill, „drífðu þig í líkamsrækt“, „farðu í göngutúra, það er svo hressandi“, sem í lauslegri þýðingu þýðir; hættu að væla, vertu ekki svona mikill aumingi, rífðu þig upp úr þessum vesaldóm.” Elsa féll frá árið 2019. Í hennar nafni hefur Elsusjóður - menntasjóður endókvenna verið stofnaður. Stofnframlag sjóðsins er dánargjöf hennar og stofnandi sjóðsins er Björgólfur Thorsteinsson eftirlifandi maki Elsu. Tilgangur Elsusjóðs er að veita námsstyrki til háskólanema sem eru með endómetríósu, til að draga úr hindrunum þeirra í námi vegna sjúkdómsins. Mig langar að nota þetta tækifæri og hvetja þau sem eru aflögufær, fólk og fyrirtæki, til að leggja þessu mikilvæga málefni lið. Samtök um endómetríósu, stofnandi sjóðsins og stjórnarkonur vona að Elsusjóður haldi minningu Elsu Guðmundsdóttur á lofti og bæti um leið lífsgæði háskólanema sem glíma við þennan illvíga sjúkdóm. Höfundur situr í stjórn Elsusjóðs – menntasjóðs endókvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. Þau áhrif eru ekki minni á skólagöngu ungra stúlkna, kvenna og annarra einstaklinga sem þjást af endó. Alvarleg endómetríósa hefur gríðarlega neikvæð áhrif á lífsgæði og virkni þeirra sem hana fá. Það er enn alvarlegra í ljósi þess að það tekur langan tíma að greina sjúkdóminn, 5 til 7 ár, og þó greining fáist er algerlega óvíst að endókonur geti fengið lækningu með skurðaðgerð og/eða lyfjagjöf. Lífshlaup Elsu Guðmundsdóttur var markað af glímunni við endómetríósis. Hún ritaði einu sinni um reynslu sína og lýsti lífi sínu sem slitróttu en glíman við endó hafði mikil áhrif á tækifæri hennar til náms og þátttöku á vinnumarkaði. Í grein árið 2014 skrifaði Elsa, m.a.: ,,Drífa sig, fara í vinnuna, brosa, vera hress. Taka meiri verkjalyf, loka skrifstofunni á meðan verstu verkirnir ganga yfir, leggjast fram á borðið, lúta líkamanum og bíða. Nú bankar einhver, rísa upp og brosa, ekki láta á sjá, ekki taka of marga veikindadaga, verð að standa mig, klára verkefnið, klára skýrsluna, bíta á jaxlinn og vinna í gegnum verkina. Alltaf veik, „hún er alltaf veik“, heyrist pískrað, líkaminn veikburða, veigalítill, „drífðu þig í líkamsrækt“, „farðu í göngutúra, það er svo hressandi“, sem í lauslegri þýðingu þýðir; hættu að væla, vertu ekki svona mikill aumingi, rífðu þig upp úr þessum vesaldóm.” Elsa féll frá árið 2019. Í hennar nafni hefur Elsusjóður - menntasjóður endókvenna verið stofnaður. Stofnframlag sjóðsins er dánargjöf hennar og stofnandi sjóðsins er Björgólfur Thorsteinsson eftirlifandi maki Elsu. Tilgangur Elsusjóðs er að veita námsstyrki til háskólanema sem eru með endómetríósu, til að draga úr hindrunum þeirra í námi vegna sjúkdómsins. Mig langar að nota þetta tækifæri og hvetja þau sem eru aflögufær, fólk og fyrirtæki, til að leggja þessu mikilvæga málefni lið. Samtök um endómetríósu, stofnandi sjóðsins og stjórnarkonur vona að Elsusjóður haldi minningu Elsu Guðmundsdóttur á lofti og bæti um leið lífsgæði háskólanema sem glíma við þennan illvíga sjúkdóm. Höfundur situr í stjórn Elsusjóðs – menntasjóðs endókvenna
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun