Mannúð og friður Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2022 07:30 Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt, þegar þjóðríki þessa heims taka upp vopn og ráðast inn í annað land, að við finnum okkur máttvana. Við eigum ekki sprengjur eða vopn, við erum ekki með her. Það er í mínum huga fagnaðarerindi að við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og það er mikilvægt að við finnum kröftum okkar viðnám og beinum viljanum til að hjálpa í rétta átt. Fyrir herlausa þjóð þýðir það að veita mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og aðstoða á hvern þann hátt sem við best getum. Á þann hátt nýtum við styrkleika okkar eins og við best kunnum og höfum gert þegar hörmungar hafa dunið á víðsvegar um heiminn. Stríðið sem nú geisar í Úkraínu af hálfu Rússneskra stjórnvalda hefur verið vatn á myllu hernaðarsinna hér á landi, það hefur engum dulist. Umræðan er á alla vegu, um NATÓ, um netöryggisógnir og um þjóðaröryggisstefnu Íslendinga. Allt borið fram í einum graut og engu nær en að víglínan standi hér rétt við þröskuldinn hjá okkur. Það er þessi tilhneiging að finna lægsta samnefnara, finna punktinn sem að má ýta á sem að snertir okkur öll. Þannig má fjalla um netöryggismál vegna stríðsins í Úkraínu af því að það er snertiflötur Íslendinga við stríðið, það er möguleg þjóðarógn, eða hvað? Það var á síðasta kjörtímabili að öryggishugtakið í þjóðaröryggisstefnu Íslendinga var útvíkkað, kaldhæðnislega á vakt VG. Það er þó ekki gert til að koma hér upp varnarliði eða skjóta rakettum, það var til þess að ná utan um öryggisógnir sem þessar. Það er einmitt til stefna um netöryggismál, hvernig við komum vörnum við ef innviðum landsins er raunverulega ógnað. Ógnir sem við þurfum að vera meðvituð um og viðbúin öllum stundum snúa að veðri og vindum, að jarðskjálftum og hinum ýmsu sviðsmyndum loftslagsvár. Hræðsluáróður og útúrsnúningar á stöðu stríðs í Úkraínu til þess að rökstyðja aðildarviðræður við Evrópusambandið eða gefa eftir okkar herlausa landsvæði til uppbygginga fyrir NATO á ekki að viðgangast. Við ættum heldur að klára að friðlýsa íslenska landhelgi fyrir kjarnavopnum - og alltaf og alls staðar tala fyrir mannúð og friði. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt, þegar þjóðríki þessa heims taka upp vopn og ráðast inn í annað land, að við finnum okkur máttvana. Við eigum ekki sprengjur eða vopn, við erum ekki með her. Það er í mínum huga fagnaðarerindi að við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og það er mikilvægt að við finnum kröftum okkar viðnám og beinum viljanum til að hjálpa í rétta átt. Fyrir herlausa þjóð þýðir það að veita mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og aðstoða á hvern þann hátt sem við best getum. Á þann hátt nýtum við styrkleika okkar eins og við best kunnum og höfum gert þegar hörmungar hafa dunið á víðsvegar um heiminn. Stríðið sem nú geisar í Úkraínu af hálfu Rússneskra stjórnvalda hefur verið vatn á myllu hernaðarsinna hér á landi, það hefur engum dulist. Umræðan er á alla vegu, um NATÓ, um netöryggisógnir og um þjóðaröryggisstefnu Íslendinga. Allt borið fram í einum graut og engu nær en að víglínan standi hér rétt við þröskuldinn hjá okkur. Það er þessi tilhneiging að finna lægsta samnefnara, finna punktinn sem að má ýta á sem að snertir okkur öll. Þannig má fjalla um netöryggismál vegna stríðsins í Úkraínu af því að það er snertiflötur Íslendinga við stríðið, það er möguleg þjóðarógn, eða hvað? Það var á síðasta kjörtímabili að öryggishugtakið í þjóðaröryggisstefnu Íslendinga var útvíkkað, kaldhæðnislega á vakt VG. Það er þó ekki gert til að koma hér upp varnarliði eða skjóta rakettum, það var til þess að ná utan um öryggisógnir sem þessar. Það er einmitt til stefna um netöryggismál, hvernig við komum vörnum við ef innviðum landsins er raunverulega ógnað. Ógnir sem við þurfum að vera meðvituð um og viðbúin öllum stundum snúa að veðri og vindum, að jarðskjálftum og hinum ýmsu sviðsmyndum loftslagsvár. Hræðsluáróður og útúrsnúningar á stöðu stríðs í Úkraínu til þess að rökstyðja aðildarviðræður við Evrópusambandið eða gefa eftir okkar herlausa landsvæði til uppbygginga fyrir NATO á ekki að viðgangast. Við ættum heldur að klára að friðlýsa íslenska landhelgi fyrir kjarnavopnum - og alltaf og alls staðar tala fyrir mannúð og friði. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar