Glímt við þunglyndi frá því að Mourinho var stjórinn Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 14:01 Paul Pogba sneri aftur til Manchester United árið 2016 en finnur sig illa hjá liðinu í dag og er óviss um sitt hlutverk. Getty/Ash Donelon Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur glímt við þunglyndi frá því að hann lék undir stjórn José Mourinho fyrir nokkrum árum og segir sterkefnaða fótboltamenn eiga við erfiðleika að stríða eins og aðrir. Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira