Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 14:30 Stefán Teitur Þórðarson er í góðu sambandi við frænda sinn og hrósar hinum tvítuga Oliver Stefánssyni hvernig hann hefur tekist á við allt þetta mótlæti. Samsett/Vísir/Getty Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. Oliver hefur lengi verið í hópi efnilegustu fótboltastráka landsins sem sést á því að hann var kominn á samning hjá sænska stórliðinu. Hann hefur aftur á móti verið afar óheppinn með meiðsli á fyrstu árum ferils síns. Til að reyna koma ferlinum aftur á stað þá hefur Oliver komið á láni til ÍA fyrir komandi sumar og fær þar tækifæri til að hjálpa æskufélaginu og um leið reyna að spila sig í gang. Stefán Teitur fékk spurningu um frænda sinn á blaðamannafundinum í dag og hvort að það væri ekki erfitt að fylgjast með frænda sínum aldrei náð að koma sér almennilega í gang eftir öll þessi meiðsli. „Það er ömurlegt. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum allt of mikið fyrir svona ungan stráka í fótbolta. Að fá blóðtappa þarna og svo allt þetta vesen með meiðslin í mjöðminni og aðgerðina,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson. „Ég vona svo innilega að hann komi sér í gang aftur og fái allan tíma sem hann þarf. Ég veit að hann á mikla möguleika. Við tölum saman á hverjum einasta degi og erum mjög góðir vinir. Ég vona innilega að hann komi sér í gang og fari að standa sig,“ sagði Stefán Teitur. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum í þessari endurkomu og þá sérstaklega hugarfarslega? „Bara frábært og ótrúlegt finnst mér hvernig hann hugsar um þetta. Hann hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt. Þetta hafa auðvitað verið erfiðir tímar fyrir hann. Hann var nýkominn til baka úr meiðslunum og þá kemur þessi blóðtappi og hann þarf að fara í þessa risaaðgerð,“ sagði Stefán Teitur. „Hann tók því bara virkilega vel. Ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta,“ sagði Stefán. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Oliver hefur lengi verið í hópi efnilegustu fótboltastráka landsins sem sést á því að hann var kominn á samning hjá sænska stórliðinu. Hann hefur aftur á móti verið afar óheppinn með meiðsli á fyrstu árum ferils síns. Til að reyna koma ferlinum aftur á stað þá hefur Oliver komið á láni til ÍA fyrir komandi sumar og fær þar tækifæri til að hjálpa æskufélaginu og um leið reyna að spila sig í gang. Stefán Teitur fékk spurningu um frænda sinn á blaðamannafundinum í dag og hvort að það væri ekki erfitt að fylgjast með frænda sínum aldrei náð að koma sér almennilega í gang eftir öll þessi meiðsli. „Það er ömurlegt. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum allt of mikið fyrir svona ungan stráka í fótbolta. Að fá blóðtappa þarna og svo allt þetta vesen með meiðslin í mjöðminni og aðgerðina,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson. „Ég vona svo innilega að hann komi sér í gang aftur og fái allan tíma sem hann þarf. Ég veit að hann á mikla möguleika. Við tölum saman á hverjum einasta degi og erum mjög góðir vinir. Ég vona innilega að hann komi sér í gang og fari að standa sig,“ sagði Stefán Teitur. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum í þessari endurkomu og þá sérstaklega hugarfarslega? „Bara frábært og ótrúlegt finnst mér hvernig hann hugsar um þetta. Hann hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt. Þetta hafa auðvitað verið erfiðir tímar fyrir hann. Hann var nýkominn til baka úr meiðslunum og þá kemur þessi blóðtappi og hann þarf að fara í þessa risaaðgerð,“ sagði Stefán Teitur. „Hann tók því bara virkilega vel. Ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta,“ sagði Stefán. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira