Vinnuvika barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 23. mars 2022 14:30 Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið tekið miklum breytingum. Árið 1989 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaður á Íslandi. Sáttmálinn var svo lögfestur hér á landi árið 2013. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á menntun, hvíld og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má mismuna börnum hvað varðar réttindi sáttmálans eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Þrátt fyrir aukna vitund um réttindi barna og bann við mismunun þeirra má þó víða í samfélaginu finna þessa mismunun sem að sumu leyti eru leifar fyrri tíma, leifar annars samfélags. Hér verður tæpt á því sem viðvíkur vinnutíma barna. Skóladagur grunnskólabarna byrjar yfirleitt upp úr klukkan átta að morgni og stendur fram eftir degi, þó mislangt eftir aldri barnanna. Eftir skóladaginn fara yngstu börnin gjarnan í frístund til um klukkan fjögur eða fimm. Sum þeirra eiga þess kost að sækja tómstundir sínar úr frístundinni en önnur þurfa að sækja tómstundir eftir að skóladegi líkur, gjarnan milli klukkan 16 og 19. Vonandi munu öll börn á grunnskólaaldri geta sinnt öllum tómstundum sínum innan hefðbundins vinnudags áður en langt um líður. Er heim er komið er svo heimavinnan eftir, auka vinna sem bætt er á börnin til að sinna eftir að skóladegi lýkur. Fleiri stærðfræðidæmi, meiri lestur, spurningar, sögur, ritgerðir og fleira. Jafnvel þarf að ljúka því sem ekki tókst að ljúka í skólanum. Þetta skal vinna eftir langan vinnudag. Örþreyttir foreldrar og börn leggjast yfir vinnuna meðan á matseld stendur. Jafnvel tekur heimavinnan það mikinn toll að svefntími barnanna skerðist. Foreldrar eiga mis auðvelt með að hjálpa börnum sínum með heimanám, enda er bakgrunnur þeirra, menntun og forsendur misjafnar. Þarna skapast mikil mismunun meðal barna, mismunun sem er ólögleg samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau börn sem eiga hve erfiðast með að ljúka vinnu sinni eiga jafnvel erfiðast með að fá aðstoð heima. Ég geri ekki ráð fyrir að launafólk yrði sátt ef að eftir hvern vinnudag þyrfti ávallt að sinna ákveðnum verkefnum heima, svo sem að lesa tvær skýrslur í hverri viku, færa bókhald fyrir einn mánuð eða svara tölvupósti einungis heima. Hin aukna vitund um að skilja að frítíma og vinnu hefur ekki alls staðar náð til barna og fjölskyldna þeirra. Barnheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja skólasamfélagið á Íslandi að gefa börnum frí eftir að skóladegi lýkur. Samtökin hvetja alla skóla til að afnema heimavinnu og að allt það nám sem börnin eiga að sinna fari fram innan skólans. Í skólanum eiga börn að fá þá aðstoð sem þeim ber til að sinna námi sínu. Vitað er að víða hefur þessi forna hefð verið afnumin og það ber að þakka. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið tekið miklum breytingum. Árið 1989 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaður á Íslandi. Sáttmálinn var svo lögfestur hér á landi árið 2013. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á menntun, hvíld og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má mismuna börnum hvað varðar réttindi sáttmálans eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Þrátt fyrir aukna vitund um réttindi barna og bann við mismunun þeirra má þó víða í samfélaginu finna þessa mismunun sem að sumu leyti eru leifar fyrri tíma, leifar annars samfélags. Hér verður tæpt á því sem viðvíkur vinnutíma barna. Skóladagur grunnskólabarna byrjar yfirleitt upp úr klukkan átta að morgni og stendur fram eftir degi, þó mislangt eftir aldri barnanna. Eftir skóladaginn fara yngstu börnin gjarnan í frístund til um klukkan fjögur eða fimm. Sum þeirra eiga þess kost að sækja tómstundir sínar úr frístundinni en önnur þurfa að sækja tómstundir eftir að skóladegi líkur, gjarnan milli klukkan 16 og 19. Vonandi munu öll börn á grunnskólaaldri geta sinnt öllum tómstundum sínum innan hefðbundins vinnudags áður en langt um líður. Er heim er komið er svo heimavinnan eftir, auka vinna sem bætt er á börnin til að sinna eftir að skóladegi lýkur. Fleiri stærðfræðidæmi, meiri lestur, spurningar, sögur, ritgerðir og fleira. Jafnvel þarf að ljúka því sem ekki tókst að ljúka í skólanum. Þetta skal vinna eftir langan vinnudag. Örþreyttir foreldrar og börn leggjast yfir vinnuna meðan á matseld stendur. Jafnvel tekur heimavinnan það mikinn toll að svefntími barnanna skerðist. Foreldrar eiga mis auðvelt með að hjálpa börnum sínum með heimanám, enda er bakgrunnur þeirra, menntun og forsendur misjafnar. Þarna skapast mikil mismunun meðal barna, mismunun sem er ólögleg samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau börn sem eiga hve erfiðast með að ljúka vinnu sinni eiga jafnvel erfiðast með að fá aðstoð heima. Ég geri ekki ráð fyrir að launafólk yrði sátt ef að eftir hvern vinnudag þyrfti ávallt að sinna ákveðnum verkefnum heima, svo sem að lesa tvær skýrslur í hverri viku, færa bókhald fyrir einn mánuð eða svara tölvupósti einungis heima. Hin aukna vitund um að skilja að frítíma og vinnu hefur ekki alls staðar náð til barna og fjölskyldna þeirra. Barnheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja skólasamfélagið á Íslandi að gefa börnum frí eftir að skóladegi lýkur. Samtökin hvetja alla skóla til að afnema heimavinnu og að allt það nám sem börnin eiga að sinna fari fram innan skólans. Í skólanum eiga börn að fá þá aðstoð sem þeim ber til að sinna námi sínu. Vitað er að víða hefur þessi forna hefð verið afnumin og það ber að þakka. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun