Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Vestur­bæ og á Sauð­ár­krók, um­spil fyrir HM í Katar og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal mæta Tyrklandi í kvöld.
Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal mæta Tyrklandi í kvöld. Tim Clayton/Getty Images

Alls eru 12 beinar útsendingar á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Tveir stórleikir í Subway-deild karla í körfubolta, Körfuboltakvöld, Seinni bylgjan og umspilið um sæti á HM í knattspyrnu hefst.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Farið verður yfir síðustu leiki í Subway-deild kvenna í þætti dagsins.

Klukkan 18.05 er komið að leik KR og Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla. KR-ingar þurfa á sigri að halda en þeir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Klukkan 20.05 er leikur Tindastóls og Keflavíkur í sömu deild á dagskrá.

Klukkan 22.00 eru Tilþrifin á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.35 er leikur Evrópumeistara Ítala og Norður-Makedóníu í undankeppni HM á dagskrá. Sigurvegarinn fer í úrslitaleik um sæti á HM í Katar síðar á þessu ári.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.35 er leikur Portúgal og Tyrklands á dagskrá í undankeppni HM á dagskrá. Sigurvegarinn fer í úrslitaleik um sæti á HM í Katar síðar á þessu ári.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.30 er Seinni bylgjan karla á dagskrá. Þar verður farið yfir síðustu umferð í Olís-deild karla í handbolta.

Klukkan 22.30 er JTBC Classic-mótið á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Golf

Klukkan 09.00 hefst Meistaramótið í Katar. Það er hluti af DP heimstúrnum. Klukkan 18.00 er svo WCG Match Play á dagskrá.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 19.30 er Frís á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×