Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2022 09:20 Karl Wernersson er meðal þeirra sem sóttur var til saka eftir bankahrunið. Aðsend Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ „Ég hef hingað til ákveðið að halda mig til hlés í fjölmiðlum hvað varðar ofsóknir yfirvalda á hendur mér vegna meintra bókhaldsbrota árin fyrir hrun. Mál vegna þessa hafa nú tekið 14 ár á þessu ári með viðeigandi óvissu fyrir alla aðila. Á þeim tíma hafa fallið dómar og áfrýjanir hafa orðið að frekari dómum. Ég hef setið í fangelsi, verið á áfangaheimili og verið í stofufangelsi.“ Þá vísar hann til máls sem hann vann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem brot íslenska ríkisins var viðurkennt í máli þar sem Karl var dæmdur til fangelsisvistar. „Í kjölfar þessarar niðurstöðu hjá Mannréttindadómstól Evrópu og Endurupptökudómi og í kjölfar þess að sakamálið er aftur komið til meðferðar hjá Hæstarétti, virðist yfirvöldum þykja viðeigandi að hefja ofsóknirnar upp á nýtt með húsleit á heimili mínu, vinnustað mínum og heimili fjölskyldumeðlima ásamt fleiri aðilum,“ segir Karl í yfirlýsingu sinni. Sátt náðist í málinu og viðurkenndi íslenska ríkið að Karl og fjórir aðrir hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt málin niður. Greiðir íslenska ríkið Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Wernerssyni 1,8 milljónir króna í bætur. Telur tímasetninguna enga tilviljun Telur Karl að tilgangurinn með húsleitunum sé að aðstoða þrotabú sitt vegna dómsmála sem það reki nú í dómskerfinu. „Ekki er talið nóg að þrotabúið reyni að sækja fjármuni heldur ákveður yfirvaldið að rétt sé, þegar von er á dómi á næstu dögum, að hefja sakamálarannsókn.“ Hann dregur í efa að það sé tilviljun að hafin sé sakamálarannsókn á grundvelli eldri kæru nokkrum dögum fyrir dómsniðurstöðu í tengdu einkamáli. „Er þörf á húsleit vegna viðskipta sem eru 8 ára gömul? Eða er kannski verið að reyna að hafa áhrif á dómara sem eru þessa dagana að kveða upp dóm? Eru mannréttindi bara sumra en ekki annarra? Hvenær sættir yfirvaldið sig við að tilefnið var ekkert og nú sé nóg komið af stöðugum inngripum inn í líf fólks? Eru 14 ár í ofsóknum ekki nóg?“ Hlaut dóm í Milestone-málinu Karl hlaut dóm í Milestone-málinu svokallaða, ásamt Margréti Guðjónsdóttur og Sigurþóri Charles Guðmundssyni. Þau voru sýknuð í héraðsdómi en Hæstiréttur sakfelldi þau og dæmdi í fangelsi. Karl var einn aðaleigenda Milestone. Í málinu var Karli gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegu fjárhagstjóni með því að láta það fjármagna efndir á samningum sem voru Milestone óviðkomandi en um var að ræða greiðslur til Ingunnar Wernersdóttur, systur Karls. Kvörtun hinna sakfelldu til Mannréttindadómstóls Evrópu byggði meðal annars á þeim rökum að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á vitnisburð sakborninga og vitna, heldur endurmetið það sem fram kom við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þá gerði Karl athugasemd við hlutabréfaeign fjögurra dómara við réttinn, þeirra Gretu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Viðars Más Matthíassonar. Karl vildi ekki ræða við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Dómsmál Lögreglumál Hrunið Milestone-málið Tengdar fréttir Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10 Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Ég hef hingað til ákveðið að halda mig til hlés í fjölmiðlum hvað varðar ofsóknir yfirvalda á hendur mér vegna meintra bókhaldsbrota árin fyrir hrun. Mál vegna þessa hafa nú tekið 14 ár á þessu ári með viðeigandi óvissu fyrir alla aðila. Á þeim tíma hafa fallið dómar og áfrýjanir hafa orðið að frekari dómum. Ég hef setið í fangelsi, verið á áfangaheimili og verið í stofufangelsi.“ Þá vísar hann til máls sem hann vann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem brot íslenska ríkisins var viðurkennt í máli þar sem Karl var dæmdur til fangelsisvistar. „Í kjölfar þessarar niðurstöðu hjá Mannréttindadómstól Evrópu og Endurupptökudómi og í kjölfar þess að sakamálið er aftur komið til meðferðar hjá Hæstarétti, virðist yfirvöldum þykja viðeigandi að hefja ofsóknirnar upp á nýtt með húsleit á heimili mínu, vinnustað mínum og heimili fjölskyldumeðlima ásamt fleiri aðilum,“ segir Karl í yfirlýsingu sinni. Sátt náðist í málinu og viðurkenndi íslenska ríkið að Karl og fjórir aðrir hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt málin niður. Greiðir íslenska ríkið Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Wernerssyni 1,8 milljónir króna í bætur. Telur tímasetninguna enga tilviljun Telur Karl að tilgangurinn með húsleitunum sé að aðstoða þrotabú sitt vegna dómsmála sem það reki nú í dómskerfinu. „Ekki er talið nóg að þrotabúið reyni að sækja fjármuni heldur ákveður yfirvaldið að rétt sé, þegar von er á dómi á næstu dögum, að hefja sakamálarannsókn.“ Hann dregur í efa að það sé tilviljun að hafin sé sakamálarannsókn á grundvelli eldri kæru nokkrum dögum fyrir dómsniðurstöðu í tengdu einkamáli. „Er þörf á húsleit vegna viðskipta sem eru 8 ára gömul? Eða er kannski verið að reyna að hafa áhrif á dómara sem eru þessa dagana að kveða upp dóm? Eru mannréttindi bara sumra en ekki annarra? Hvenær sættir yfirvaldið sig við að tilefnið var ekkert og nú sé nóg komið af stöðugum inngripum inn í líf fólks? Eru 14 ár í ofsóknum ekki nóg?“ Hlaut dóm í Milestone-málinu Karl hlaut dóm í Milestone-málinu svokallaða, ásamt Margréti Guðjónsdóttur og Sigurþóri Charles Guðmundssyni. Þau voru sýknuð í héraðsdómi en Hæstiréttur sakfelldi þau og dæmdi í fangelsi. Karl var einn aðaleigenda Milestone. Í málinu var Karli gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegu fjárhagstjóni með því að láta það fjármagna efndir á samningum sem voru Milestone óviðkomandi en um var að ræða greiðslur til Ingunnar Wernersdóttur, systur Karls. Kvörtun hinna sakfelldu til Mannréttindadómstóls Evrópu byggði meðal annars á þeim rökum að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á vitnisburð sakborninga og vitna, heldur endurmetið það sem fram kom við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þá gerði Karl athugasemd við hlutabréfaeign fjögurra dómara við réttinn, þeirra Gretu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Viðars Más Matthíassonar. Karl vildi ekki ræða við fréttastofu þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Lögreglumál Hrunið Milestone-málið Tengdar fréttir Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10 Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04
Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra. 17. maí 2018 16:10
Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55