Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 84-100| Áttundi deildarsigur Þórs Þorlákshafnar í röð Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2022 20:53 Þór Þorlákshöfn vann sannfærandi sigur á KR Vísir/Vilhelm Þór Þorlákshöfn hristi af sér svekkjandi tap í bikarúrslitunum með góðum sigri á KR í Vesturbænum 84-100. Þetta var áttundi sigur Þórs Þorlákshafnar í röð í Subway-deildinni og er Þór í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Leikurinn fór rólega af stað. KR átti fyrsta áhlaup leiksins þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn gerðu sjö stig í röð og var staðan 14-8. Þorvaldur Orri Árnason gerði 9 stig í leiknumVísir/Vilhelm Þrátt fyrir að KR væri betri aðilinn í fyrsta leikhluta gerðu Þórsarar fjögur stig í röð og allt benti til þess að Þór myndi leiða eftir fyrsta fjórðung þar til Carl Lindbrom setti þrist og KR var stigi yfir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Það var ekki mikill hraði í fyrsta leikhluta en Þórsurum tókst að skrúfa upp hraðann í öðrum leikhluta sem hentaði þeim vel og fundu betri takt Íslandsmeistararnir. Áhlaup þeirra voru ekki mikil og gerði KR ágætlega í að missa Þór ekki of langt frá sér. Glynn Watson gerði 21 stig í leiknumVísir/Vilhelm Gestirnir frá Þorlákshöfn voru sjö stigum yfir í hálfleik 36-43. Þórsarar sýndu mikla yfirburði í upphafi síðari hálfleiks og byrjuðu gestirnir á að gera fyrstu sex stigin. Þórsarar voru þá skyndilega komnir 13 stigum yfir og ekkert sem benti til þess að KR myndi komast inn í leikinn þar til Helgi Magnússon, þjálfari KR, tók leikhlé. Leikhlé Helga svínvirkaði og endaði KR þriðja leikhluta á 16-4 áhlaupi og forskot Þórs komið niður í fjögur stig fyrir síðasta fjórðung. KR gerði fyrstu körfuna í fjórða leikhluta og minnkaði forskot Þórs niður í tvö stig en þá var tankurinn tómur hjá heimamönnum. Íslandsmeistararnir gengu á lagið og unnu fjórða leikhluta með tólf stigum. Tilþrif kvöldsins komu í síðustu körfu leiksins þar sem Glynn Watson kastaði boltanum upp á Ronaldas Rutkauskas sem tróð og kom Þórsurum í 100 stig og sextán stiga sigur gestanna staðreynd. Ronaldas Rutkauskas tók 17 fráköst í leiknumVísir/Vilhelm Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þór Þorlákshöfn fór illa með KR undir körfunni. Þór gerði 54 stig inn í teig og tók 16 sóknarfráköst. Breidd Þórs Þorlákshafnar kom síðan í ljós í fjórða leikhluta þar sem Þór rúllaði liðinu á fleiri og betri varamönnum en KR. Hverjir stóðu upp úr? Ronaldas Rutkauskas átti afar góðan leik á báðum endum vallarins. Hann gerði 21 stig, tók 17 fráköst og inn í því voru sex sóknarfráköst. Glynn Watson gerði einnig 21 stig, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR hrundi í fjórða leikhluta. Þór Þorlákshöfn gerði 34 stig á síðustu tíu mínútum leiksins og voru leikmenn KR einfaldlega búnir á því. Hvað gerist næst? Deildarkeppnin mun klárast í lok mars og er næsti leikur KR á sunnudaginn fyrir norðan gegn Þór Akureyri klukkan 19:15. Þór Þorlákshöfn fær Tindastól í heimsókn næsta mánudag klukkan 18:15. Lárus: Áttum í vandræðum með svæðisvörn KR Lárus Jónsson í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með áttunda deildarsigur Þórs í röð. „Mér fannst við frákasta vel og mér fannst við deila boltanum vel. Ég var ánægður með Ronaldas Rutkauskas, Glynn Watson og Tómas Valur stóð sig líka vel,“ sagði Lárus jákvæður eftir leik. Lárusi fannst hans menn ráða illa við svæðisvörn KR á tímabili sem gerði það að verkum að KR minnkaði forskot Þórs niður í tvö stig. „Á þessum tímapunkti fór KR í svæðisvörn, þá fórum við að tapa boltanum og vorum klaufar. Við höfum ekkert verið að spila á móti svæðisvörn í vetur en þegar við fundum betri takt þá fengum við auðveldar körfur“ Lárus var ánægður með hvernig hans lið tók yfir leikinn í fjórða leikhluta og voru það sóknarfráköst Þórs sem skiluðu sér að hans mati. „Sóknarfráköstin gáfu okkur auðveld stig og síðan settum við stórar körfur sem hélt okkur inni í leiknum,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn hristi af sér svekkjandi tap í bikarúrslitunum með góðum sigri á KR í Vesturbænum 84-100. Þetta var áttundi sigur Þórs Þorlákshafnar í röð í Subway-deildinni og er Þór í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Leikurinn fór rólega af stað. KR átti fyrsta áhlaup leiksins þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn gerðu sjö stig í röð og var staðan 14-8. Þorvaldur Orri Árnason gerði 9 stig í leiknumVísir/Vilhelm Þrátt fyrir að KR væri betri aðilinn í fyrsta leikhluta gerðu Þórsarar fjögur stig í röð og allt benti til þess að Þór myndi leiða eftir fyrsta fjórðung þar til Carl Lindbrom setti þrist og KR var stigi yfir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Það var ekki mikill hraði í fyrsta leikhluta en Þórsurum tókst að skrúfa upp hraðann í öðrum leikhluta sem hentaði þeim vel og fundu betri takt Íslandsmeistararnir. Áhlaup þeirra voru ekki mikil og gerði KR ágætlega í að missa Þór ekki of langt frá sér. Glynn Watson gerði 21 stig í leiknumVísir/Vilhelm Gestirnir frá Þorlákshöfn voru sjö stigum yfir í hálfleik 36-43. Þórsarar sýndu mikla yfirburði í upphafi síðari hálfleiks og byrjuðu gestirnir á að gera fyrstu sex stigin. Þórsarar voru þá skyndilega komnir 13 stigum yfir og ekkert sem benti til þess að KR myndi komast inn í leikinn þar til Helgi Magnússon, þjálfari KR, tók leikhlé. Leikhlé Helga svínvirkaði og endaði KR þriðja leikhluta á 16-4 áhlaupi og forskot Þórs komið niður í fjögur stig fyrir síðasta fjórðung. KR gerði fyrstu körfuna í fjórða leikhluta og minnkaði forskot Þórs niður í tvö stig en þá var tankurinn tómur hjá heimamönnum. Íslandsmeistararnir gengu á lagið og unnu fjórða leikhluta með tólf stigum. Tilþrif kvöldsins komu í síðustu körfu leiksins þar sem Glynn Watson kastaði boltanum upp á Ronaldas Rutkauskas sem tróð og kom Þórsurum í 100 stig og sextán stiga sigur gestanna staðreynd. Ronaldas Rutkauskas tók 17 fráköst í leiknumVísir/Vilhelm Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þór Þorlákshöfn fór illa með KR undir körfunni. Þór gerði 54 stig inn í teig og tók 16 sóknarfráköst. Breidd Þórs Þorlákshafnar kom síðan í ljós í fjórða leikhluta þar sem Þór rúllaði liðinu á fleiri og betri varamönnum en KR. Hverjir stóðu upp úr? Ronaldas Rutkauskas átti afar góðan leik á báðum endum vallarins. Hann gerði 21 stig, tók 17 fráköst og inn í því voru sex sóknarfráköst. Glynn Watson gerði einnig 21 stig, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR hrundi í fjórða leikhluta. Þór Þorlákshöfn gerði 34 stig á síðustu tíu mínútum leiksins og voru leikmenn KR einfaldlega búnir á því. Hvað gerist næst? Deildarkeppnin mun klárast í lok mars og er næsti leikur KR á sunnudaginn fyrir norðan gegn Þór Akureyri klukkan 19:15. Þór Þorlákshöfn fær Tindastól í heimsókn næsta mánudag klukkan 18:15. Lárus: Áttum í vandræðum með svæðisvörn KR Lárus Jónsson í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með áttunda deildarsigur Þórs í röð. „Mér fannst við frákasta vel og mér fannst við deila boltanum vel. Ég var ánægður með Ronaldas Rutkauskas, Glynn Watson og Tómas Valur stóð sig líka vel,“ sagði Lárus jákvæður eftir leik. Lárusi fannst hans menn ráða illa við svæðisvörn KR á tímabili sem gerði það að verkum að KR minnkaði forskot Þórs niður í tvö stig. „Á þessum tímapunkti fór KR í svæðisvörn, þá fórum við að tapa boltanum og vorum klaufar. Við höfum ekkert verið að spila á móti svæðisvörn í vetur en þegar við fundum betri takt þá fengum við auðveldar körfur“ Lárus var ánægður með hvernig hans lið tók yfir leikinn í fjórða leikhluta og voru það sóknarfráköst Þórs sem skiluðu sér að hans mati. „Sóknarfráköstin gáfu okkur auðveld stig og síðan settum við stórar körfur sem hélt okkur inni í leiknum,“ sagði Lárus að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum