Stefán Hrafn hættur hjá Landspítalanum og kominn til HR Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2022 13:19 Stefán Hrafn Hagalín er mættur á þriðja vinnustaðinn á innan við mánuði og gerir grín að því í færslu sinni sem ber titilinn „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Stefán Hrafn Hagalín hefur látið af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir stutt stopp á velferðarsviði borgarinnar og ráðið sig til starfa sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hætti hjá Landspítalanum í febrúar. Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan. Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan.
Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29