Sýknaður eftir að myndband lögreglu fannst ekki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 13:54 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í gær, þann 25. mars. Vísir/Vilhelm Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi stóð hann við bifreið vinkonu sinnar þegar lögreglumenn kölluðu til hans og hann taldi að um almennt eftirlit lögreglu væri að ræða. Vinkona mannsins hafi skroppið inn í blokkina að sækja eitthvað og hann kvaðst hafa verið að bíða eftir henni, sem væri ökumaður bílsins. Hann hafi aðeins verið að bíða fyrir utan bílinn þegar lögregla kom á vettvang og sagðist ekki hafa haft í hyggju að keyra bílinn. Lögreglumenn kváðust lítið muna eftir málinu fyrir dómi en sögðu hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur. Vettvangsskýrsla hefði aldrei verið rituð ef vafi væri þar á og framburður mannsins stæðist því alls ekki. Þeir töldu að vinkonan hafi setið í farþegasæti en maðurinn keyrt bílinn. Lykilsönnunargagn farið forgörðum Héraðsdómari sagði óumdeilt að ákærði hafi verið sviptur ökuréttindum þegar lögregla kom að tali við hann umrætt kvöld. Ákærði neitaði því ekki. Til grundvallar málsins lægi hins vegar vettvangsskýrsla lögreglumanna þar sem á vantaði að fyllt væri út í staðlaða reiti á þartilgerðu blaði. Héraðsdómari sagði ljóst að lögreglumönnum hefði verið hægur vandi að útfylla eyðublaðið af meiri nákvæmni. Þá kvað héraðsdómari að ráða mætti af vettvangsskýrslu að meint brot mannsins hafi verið tekið upp á myndband. Upptakan fannst þó hvergi hjá lögreglu og dómari taldi að lykilsönnunargagn í málinu hafi farið forgörðum. Héraðsdómari sagði meðal annars að vegna annmarka á lögreglurannsókn bæri að skýra allan vafa ákærða í hag. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og íslenskra ríkinu bar að greiða manninum 418.500 krónur í málsvarnarlaun. Dómsmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi stóð hann við bifreið vinkonu sinnar þegar lögreglumenn kölluðu til hans og hann taldi að um almennt eftirlit lögreglu væri að ræða. Vinkona mannsins hafi skroppið inn í blokkina að sækja eitthvað og hann kvaðst hafa verið að bíða eftir henni, sem væri ökumaður bílsins. Hann hafi aðeins verið að bíða fyrir utan bílinn þegar lögregla kom á vettvang og sagðist ekki hafa haft í hyggju að keyra bílinn. Lögreglumenn kváðust lítið muna eftir málinu fyrir dómi en sögðu hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur. Vettvangsskýrsla hefði aldrei verið rituð ef vafi væri þar á og framburður mannsins stæðist því alls ekki. Þeir töldu að vinkonan hafi setið í farþegasæti en maðurinn keyrt bílinn. Lykilsönnunargagn farið forgörðum Héraðsdómari sagði óumdeilt að ákærði hafi verið sviptur ökuréttindum þegar lögregla kom að tali við hann umrætt kvöld. Ákærði neitaði því ekki. Til grundvallar málsins lægi hins vegar vettvangsskýrsla lögreglumanna þar sem á vantaði að fyllt væri út í staðlaða reiti á þartilgerðu blaði. Héraðsdómari sagði ljóst að lögreglumönnum hefði verið hægur vandi að útfylla eyðublaðið af meiri nákvæmni. Þá kvað héraðsdómari að ráða mætti af vettvangsskýrslu að meint brot mannsins hafi verið tekið upp á myndband. Upptakan fannst þó hvergi hjá lögreglu og dómari taldi að lykilsönnunargagn í málinu hafi farið forgörðum. Héraðsdómari sagði meðal annars að vegna annmarka á lögreglurannsókn bæri að skýra allan vafa ákærða í hag. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og íslenskra ríkinu bar að greiða manninum 418.500 krónur í málsvarnarlaun.
Dómsmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira