Fótbolti

Shaw og Kane tryggðu Englandi sigur á Sviss

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Enskir fagna í dag.
Enskir fagna í dag. vísir/Getty

Enska landsliðið í fótbolta lagði það svissneska í vináttulandsleik á Wembley í Lundúnum í dag.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, stillti upp áhugaverðu byrjunarliði þar sem leikmenn á borð við Conor Coady, Marc Guehi og Kyle Walker-Peters fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Breel Embolo kom Sviss yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar hann skoraði eftir stoðsendingu Xherdan Shaqiri.

Luke Shaw jafnaði metin fyrir heimamenn þegar hann skoraði eftir undirbúning Conor Gallagher í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Á 78.mínútu fengu enskir dæmda vítaspyrnu. Harry Kane steig á vítapunktinn og tryggði Englandi sigur með marki úr vítaspyrnu. 

Lokatölur 2-1 fyrir Englendinga sem mæta Fílabeinsströndinni í vináttuleik á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×