Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2022 21:08 Sveinn Karlsson, bifvélavirki á Borðeyri. Einar Árnason Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Í fréttum Stöðvar 2 var SG-bílaverkstæði á Borðeyri heimsótt. Sveinn Karlsson bifvélavirki og Guðný Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, stofnuðu það fyrir 46 árum, aðallega til að sinna viðgerðum fyrir bændur í Hrútafirði og nærsveitum. „Síðan hafa ferðamennirnir bæst hraustlega í og mikið utan vinnutíma,“ segir Sveinn. -Þannig að þú ert bjargvætturinn á þjóðvegunum? „Já, hérna á ákveðnu svæði, Holtavörðuheiðinni og hérna vestur í Húnaþing og eitthvað hérna norður Strandir.“ Sveinn gerir út dráttarbíl frá bílaverkstæðinu á Borðeyri.Einar Árnason Og þar kemur dráttarbíllinn sér vel, en Sveinn segir að þetta séu mest útlendingar, einkum Asíubúar, sem lendi í vandræðum. „Þeir festa sig og fara út af. Það er aðallega þetta.“ -Þannig að þið lifið á klaufskum ferðamönnum? „Meðal annars, já,“ svarar Sveinn og hlær. Og það er ekki alltaf auður vegur á Holtavörðuheiði né skyggnið gott. Þá segir Sveinn að ferðamenn séu furðu oft á ferðinni á nóttinni. „Og margir hafa kannski aldrei séð snjó, hvað þá hálku. Þannig að maður eiginlega dáist að þeim hvað þeir eru harðir að leggja í þetta. Þó að það sé blindbylur, þá bara hverfa þeir út í sortann.“ -Og kannski á litlum „Yarisum“, eins og sagt er? „Meðal annars. Það er allur flotinn í því,“ svarar Sveinn á Borðeyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveinn er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt um Hrútafjörð, sem frumsýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um samfélagið við vestanverðan fjörðinn í sveitinni sem áður var Bæjarhreppur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Húnaþing vestra Samgöngur Umferðaröryggi Bílar Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07 Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27 Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var SG-bílaverkstæði á Borðeyri heimsótt. Sveinn Karlsson bifvélavirki og Guðný Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, stofnuðu það fyrir 46 árum, aðallega til að sinna viðgerðum fyrir bændur í Hrútafirði og nærsveitum. „Síðan hafa ferðamennirnir bæst hraustlega í og mikið utan vinnutíma,“ segir Sveinn. -Þannig að þú ert bjargvætturinn á þjóðvegunum? „Já, hérna á ákveðnu svæði, Holtavörðuheiðinni og hérna vestur í Húnaþing og eitthvað hérna norður Strandir.“ Sveinn gerir út dráttarbíl frá bílaverkstæðinu á Borðeyri.Einar Árnason Og þar kemur dráttarbíllinn sér vel, en Sveinn segir að þetta séu mest útlendingar, einkum Asíubúar, sem lendi í vandræðum. „Þeir festa sig og fara út af. Það er aðallega þetta.“ -Þannig að þið lifið á klaufskum ferðamönnum? „Meðal annars, já,“ svarar Sveinn og hlær. Og það er ekki alltaf auður vegur á Holtavörðuheiði né skyggnið gott. Þá segir Sveinn að ferðamenn séu furðu oft á ferðinni á nóttinni. „Og margir hafa kannski aldrei séð snjó, hvað þá hálku. Þannig að maður eiginlega dáist að þeim hvað þeir eru harðir að leggja í þetta. Þó að það sé blindbylur, þá bara hverfa þeir út í sortann.“ -Og kannski á litlum „Yarisum“, eins og sagt er? „Meðal annars. Það er allur flotinn í því,“ svarar Sveinn á Borðeyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveinn er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt um Hrútafjörð, sem frumsýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um samfélagið við vestanverðan fjörðinn í sveitinni sem áður var Bæjarhreppur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Húnaþing vestra Samgöngur Umferðaröryggi Bílar Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07 Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27 Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16
Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07
Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27
Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04