Sveitarfélögin eiga að vera jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 28. mars 2022 07:30 Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar