Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. mars 2022 12:00 Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar