Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. mars 2022 12:00 Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar