Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 19:41 Þessi mynd fer í sögubækurnar. (AP Photo/Chris Pizzello) Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. Það vakti gríðarlega athygli í nótt þegar Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum. Sá síðarnefndi hafði sagt brandara um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd á tíunda áratug síðustu aldar. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Snemma í morgun gaf Bandaríska kvikmyndaakademían út stutta yfirlýsingu á Twitter, þar sem fram kom að akademían gæti ekki samþykkt ofbeldi af neinu tagi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Í kvöld sendi hún frá sér ítarlegri yfirlýsingu, þar sem hegðun Smith var fordæmd og því heitið að formleg rannsókn færi fram á uppákomunni. „Akademían fordæmir gjörðir Hr. Smith á verðlaunaathöfninni,“ er haft eftir talsmanni hennar á vef Variety. „Við höfum hafið formlega rannsókn á atvikinu og munum kanna frekar hvaða afleiðingar það mun hafa miðað við reglur og siðareglur okkar og þau lög sem eru í gildi í Kaliforníu,“ er einnig haft eftir talsmanninum. Will Smith var kampakátur með styttuna frægu, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir leik hans í kvikmyndinni King Richard.AP Líklegt þykir að Smith muni þurfa að gjalda fyrir kinnhestinn á einhvern hátt, en í frétt Variety segir að ólíklegt sé að Óskarverðlaunin, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki, skömmu eftir kinnhestinn, verði tekin af honum. Komið hefur fram að Chris Rock ætli sér ekki að kæra kinnhestinn til lögreglu. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í nótt þegar Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum. Sá síðarnefndi hafði sagt brandara um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd á tíunda áratug síðustu aldar. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Snemma í morgun gaf Bandaríska kvikmyndaakademían út stutta yfirlýsingu á Twitter, þar sem fram kom að akademían gæti ekki samþykkt ofbeldi af neinu tagi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Í kvöld sendi hún frá sér ítarlegri yfirlýsingu, þar sem hegðun Smith var fordæmd og því heitið að formleg rannsókn færi fram á uppákomunni. „Akademían fordæmir gjörðir Hr. Smith á verðlaunaathöfninni,“ er haft eftir talsmanni hennar á vef Variety. „Við höfum hafið formlega rannsókn á atvikinu og munum kanna frekar hvaða afleiðingar það mun hafa miðað við reglur og siðareglur okkar og þau lög sem eru í gildi í Kaliforníu,“ er einnig haft eftir talsmanninum. Will Smith var kampakátur með styttuna frægu, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir leik hans í kvikmyndinni King Richard.AP Líklegt þykir að Smith muni þurfa að gjalda fyrir kinnhestinn á einhvern hátt, en í frétt Variety segir að ólíklegt sé að Óskarverðlaunin, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki, skömmu eftir kinnhestinn, verði tekin af honum. Komið hefur fram að Chris Rock ætli sér ekki að kæra kinnhestinn til lögreglu.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28