Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 08:31 Skiptar skoðanir voru á því hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið. Stöð 2 Sport Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira