Fyrir hverja er foreldrafræðsla? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 29. mars 2022 09:00 Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn. Sett saman vöggu, útbúið barnaherbergi, prjónað heimfarasett eða hafa keypt svo lítil föt að ómögulegt er að ímynda sér að nokkur mannvera muni passa í þau. Svo kemur þessi litla mannvera í heiminn og heimurinn snýst á hvolf. Aðstæður foreldra eru misjafnar, sumir svífa um á bleiku skýi í kjölfar fæðingar, aðrir ganga í gegnum veikindi, upplifa erfiðar tilfinningar, sumir hafa stórt stuðningsnet, aðrir ekki og einhverjir fá jafnvel ekki tækifæri til þess að mynda tengingu við nýburann sinn. Það sem allir foreldrar eiga þó sameiginlegt er að lífið er breytt til frambúðar. Nú er lítil ósjálfbjarga mannvera algjörlega upp á foreldrana komin. Og hvað nú? Það er afar áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki tíðkast hér á landi að foreldrar sækist eftir fræðslu um ýmsa þætti í tengslum við uppeldi, stærsta hlutverkið sem við fáum í lífinu. Allir vilja að börnum sínum líði vel og að þeim farnist vel í framtíðinni. Tækifæri og aðstæður foreldra eru auðvitað misjafnar og þekking og reynsla þeirra mismikil þegar í aðstæðurnar er komið. Það er því miður stundum þannig að foreldrar upplifa að það sé ,,tabú” að sækja sér fræðslu um þroska barna, uppeldi, samskipti og svo margt fleira sem foreldrar fást við. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig viðhorfin þín eru gagnvart foreldrafræðslu? Foreldrar virðast oft á tíðum halda að með því að sækja sér fræðslu viðurkenni þeir vanmátt sinn, að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Þarna liggur stór misskilningur – það er einmitt merki um mikinn styrk að viða að sér þekkingu, læra um mismunandi uppeldisaðferðir, læra af fagaðilum og öðrum foreldrum. Uppeldi er nefnilega samvinnuverkefni, að því koma ekki bara foreldrar heldur líka ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsmenn leikskóla og skóla, íþróttafélögin, vinir og vandamenn, jafnvel fagaðilar. Með tilkomu nýrrar námsleiðar hjá Háskóla Íslands, Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, er að stækka ný starfsstétt hér á landi. Foreldra- og uppeldisráðgjöfum fer fjölgandi og er markmið þeirra að styðja við og styrkja foreldra í krefjandi hlutverki sínu. Þessir nýju fagaðilar eru komnir til að vera og eitt af fyrstu verkefnum þeirra er að hvetja til hugarfarsbreytingar. Ef við hjálpumst að, öll sem eitt, getum við breytt þessu hugarfari, að foreldrafræðsla sé ,,tabú“. Foreldrafræðsla er fyrir alla. Alla þá sem vilja auka eigin vellíðan og vellíðan barna sinna. Kraftaverkið okkar getur verið svo nýtt að klístrið sé varla runnið af. Kraftaverkið getur líka verið að ganga í gegnum áskoranir unglingsáranna eða að feta fyrstu skref fullorðinsáranna og allt þar á milli. Innan foreldrafræðslu er pláss fyrir alla foreldra, óháð aldri barnanna. Fræðumst, lærum og ræðum saman til þess að fyrirbyggja vanda. Við þurfum ekki að bíða eftir því að áskoranirnar í uppeldinu verði svo stórar að þær virðist óyfirstíganlegar. Verum skrefinu á undan. Ákvarðanir sem við tökum núna hafa áhrif á framtíð okkar og barnanna okkar. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn. Sett saman vöggu, útbúið barnaherbergi, prjónað heimfarasett eða hafa keypt svo lítil föt að ómögulegt er að ímynda sér að nokkur mannvera muni passa í þau. Svo kemur þessi litla mannvera í heiminn og heimurinn snýst á hvolf. Aðstæður foreldra eru misjafnar, sumir svífa um á bleiku skýi í kjölfar fæðingar, aðrir ganga í gegnum veikindi, upplifa erfiðar tilfinningar, sumir hafa stórt stuðningsnet, aðrir ekki og einhverjir fá jafnvel ekki tækifæri til þess að mynda tengingu við nýburann sinn. Það sem allir foreldrar eiga þó sameiginlegt er að lífið er breytt til frambúðar. Nú er lítil ósjálfbjarga mannvera algjörlega upp á foreldrana komin. Og hvað nú? Það er afar áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki tíðkast hér á landi að foreldrar sækist eftir fræðslu um ýmsa þætti í tengslum við uppeldi, stærsta hlutverkið sem við fáum í lífinu. Allir vilja að börnum sínum líði vel og að þeim farnist vel í framtíðinni. Tækifæri og aðstæður foreldra eru auðvitað misjafnar og þekking og reynsla þeirra mismikil þegar í aðstæðurnar er komið. Það er því miður stundum þannig að foreldrar upplifa að það sé ,,tabú” að sækja sér fræðslu um þroska barna, uppeldi, samskipti og svo margt fleira sem foreldrar fást við. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig viðhorfin þín eru gagnvart foreldrafræðslu? Foreldrar virðast oft á tíðum halda að með því að sækja sér fræðslu viðurkenni þeir vanmátt sinn, að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Þarna liggur stór misskilningur – það er einmitt merki um mikinn styrk að viða að sér þekkingu, læra um mismunandi uppeldisaðferðir, læra af fagaðilum og öðrum foreldrum. Uppeldi er nefnilega samvinnuverkefni, að því koma ekki bara foreldrar heldur líka ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsmenn leikskóla og skóla, íþróttafélögin, vinir og vandamenn, jafnvel fagaðilar. Með tilkomu nýrrar námsleiðar hjá Háskóla Íslands, Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, er að stækka ný starfsstétt hér á landi. Foreldra- og uppeldisráðgjöfum fer fjölgandi og er markmið þeirra að styðja við og styrkja foreldra í krefjandi hlutverki sínu. Þessir nýju fagaðilar eru komnir til að vera og eitt af fyrstu verkefnum þeirra er að hvetja til hugarfarsbreytingar. Ef við hjálpumst að, öll sem eitt, getum við breytt þessu hugarfari, að foreldrafræðsla sé ,,tabú“. Foreldrafræðsla er fyrir alla. Alla þá sem vilja auka eigin vellíðan og vellíðan barna sinna. Kraftaverkið okkar getur verið svo nýtt að klístrið sé varla runnið af. Kraftaverkið getur líka verið að ganga í gegnum áskoranir unglingsáranna eða að feta fyrstu skref fullorðinsáranna og allt þar á milli. Innan foreldrafræðslu er pláss fyrir alla foreldra, óháð aldri barnanna. Fræðumst, lærum og ræðum saman til þess að fyrirbyggja vanda. Við þurfum ekki að bíða eftir því að áskoranirnar í uppeldinu verði svo stórar að þær virðist óyfirstíganlegar. Verum skrefinu á undan. Ákvarðanir sem við tökum núna hafa áhrif á framtíð okkar og barnanna okkar. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun