Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 08:55 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Ap/Thibault Camus Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. Í gær gaf ríkisstjórnin út að hún ætlaði að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og vonaðist til að lokað yrði fyrir gasinnflutning frá ríkinu í maí. Hann sagði áætlun stjórnvalda vera þá róttækustu í Evrópu. Hann kallaði eftir því að önnur Evrópusambandsríki stígi stærri skref til að verða óháðari innflutningi frá Rússlandi og hætta þar með að fjármagna stríðsrekstur Rússa. Virkja viðbúnaðarstig af ótta við að missa rússneskt gas Stjórnvöld í Þýskalandi hafa virkjað lægsta viðbúnaðarstig vegna stöðu gasbirgða og hvatt íbúa til að spara orku af ótta við að rússnesk stjórnvöld muni standa við hótanir um að stöðva útflutning á gasi ef ríki borga ekki með rúblum. Um er að ræða lægsta viðbúnaðarstig af þremur og hefur orkumálaráðuneytið komið á fót sérstöku viðbragðsteymi sem fylgist náið með stöðunni. Ríki á Vesturlöndum hafa hafnað kröfum Rússa um greiðslur í rúblum og sagt að slíkt myndi grafa undir efnahagsþvingunum þeirra vegna stríðsins í Úkraínu. Biðlar til heimila Robert Habeck, orkumálaráðherra og varakanslari Þýskalands, sagði að virkjun viðbúnaðarstigsins væri varúðarráðstöfun og að Rússar hafi staðið við skuldbindingar sínar fram að þessu. Á sama tíma biðlaði hann til heimila og fyrirtækja að draga úr gasnotkun sinni. Hann sagði von á því að stjórnvöld í Kreml muni kynna nýjar reglur um greiðslur fyrir gas á fimmtudag. Þjóðverjar hafa dregið úr gasinnflutningi frá Rússlandi eftir að stríðið hófst og sagði Habeck að hlutfall gass sem komi nú frá ríkinu sé nú komið úr 55% í 40%. Hann sagði að Þýskaland væri undirbúið ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Slík aðgerð myndi þó hafa umtalsverð áhrif og kallaði ráðherrann eftir því að neytendur minnki notkun sína til að draga úr hættunni á gasskorti. Pólland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Í gær gaf ríkisstjórnin út að hún ætlaði að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og vonaðist til að lokað yrði fyrir gasinnflutning frá ríkinu í maí. Hann sagði áætlun stjórnvalda vera þá róttækustu í Evrópu. Hann kallaði eftir því að önnur Evrópusambandsríki stígi stærri skref til að verða óháðari innflutningi frá Rússlandi og hætta þar með að fjármagna stríðsrekstur Rússa. Virkja viðbúnaðarstig af ótta við að missa rússneskt gas Stjórnvöld í Þýskalandi hafa virkjað lægsta viðbúnaðarstig vegna stöðu gasbirgða og hvatt íbúa til að spara orku af ótta við að rússnesk stjórnvöld muni standa við hótanir um að stöðva útflutning á gasi ef ríki borga ekki með rúblum. Um er að ræða lægsta viðbúnaðarstig af þremur og hefur orkumálaráðuneytið komið á fót sérstöku viðbragðsteymi sem fylgist náið með stöðunni. Ríki á Vesturlöndum hafa hafnað kröfum Rússa um greiðslur í rúblum og sagt að slíkt myndi grafa undir efnahagsþvingunum þeirra vegna stríðsins í Úkraínu. Biðlar til heimila Robert Habeck, orkumálaráðherra og varakanslari Þýskalands, sagði að virkjun viðbúnaðarstigsins væri varúðarráðstöfun og að Rússar hafi staðið við skuldbindingar sínar fram að þessu. Á sama tíma biðlaði hann til heimila og fyrirtækja að draga úr gasnotkun sinni. Hann sagði von á því að stjórnvöld í Kreml muni kynna nýjar reglur um greiðslur fyrir gas á fimmtudag. Þjóðverjar hafa dregið úr gasinnflutningi frá Rússlandi eftir að stríðið hófst og sagði Habeck að hlutfall gass sem komi nú frá ríkinu sé nú komið úr 55% í 40%. Hann sagði að Þýskaland væri undirbúið ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Slík aðgerð myndi þó hafa umtalsverð áhrif og kallaði ráðherrann eftir því að neytendur minnki notkun sína til að draga úr hættunni á gasskorti.
Pólland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira