Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 30. mars 2022 10:30 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu. Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda. Fæðuöryggi á Íslandi Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi frá 2021 segir að eiginlegt fæðuöryggi íslendinga sé háð 4 meginforsendum; að auðlindir til framleiðslu eru til staðar, að þekking og tæki til framleiðslu eru til staðar, að birgðir eru til að af þeim fæðutegundum sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt og, síðast en ekki síst, að aðgengi að aðföngum fyrir innlenda framleiðslu er tryggt. Staðan er þessi. Innlend matvælaframleiðsla er háð innfluttum aðföngum, svo sem hráefni til fóðurgerðar, áburði, fræjum og olíu. Í því ástandi sem birtist okkur í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu er staðan sú að aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu er tvísýnt. Þá sérstaklega að hráefnum til fóðurgerðar og áburði til lengri tíma litið. Viðkvæm staða Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur hins vegar litlar áhyggjur. Hann talar um að nægt framboð sé til staðar á aðföngum og aðeins séu verðhækkanir í kortunum. Sjálfur vona ég að hann hafi rétt fyrir sér, en staðreyndin er sú að ástandið í korn- og ábuðraframleiðslu í heiminu er laklegt. Staðan er viðkvæm og það má ekkert út af bregða svo illa fari. Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi kemur fram að ,,stríð eru sennilega sú tegund „hamfara” sem líklegast er að geti á skjótan hátt stöðvað innflutning á fóðri.“ Korn er undirstaðan í dýrafóðri og Úkraína er stærsti framleiðandi korns í álfunni. Almennt er hátt í 40 milljón tonn af korni framleitt í Úkraínu á ári hverju. Í eðlilegu árferði væru úkraínskir bændur að sá fræjum á akra sína en hafa þurft að vopnast og verjast. Sömuleiðis hefur áburður meira en tvöfaldast í verði þar sem Rússland og Hvíta Rússland, sem bæði eru undir viðskiptaþvingunum, spila stórt hlutverk í aðfangakeðju áburðaframleiðslu. Sú hækkun hefur keðjuverkandi og markþætt áhrif á framboð landbúnaðarafurða, þ.a.m. kornafurðum. Svartar sviðsmyndir Skortur á fóðri hér á landi veldur framleiðslustöðvun í eggja-, alífugla- og svínarækt og dregur úr framleiðslu í nautgriparækt, mjólkuriðnaði og að einhverju marki í sauðfjárrækt. Skortur á áburði hefur aðeins hægari áhrif en mun draga smá saman úr framleiðslu á lambakjöti, nautakjöti og mjólk. Varlega áætlað mun uppskera dragast saman um fjórðung á fyrsta ári áburðarleysis. Sjálfur tel ég skynsamlegt að við tryggjum okkur gagnvart mögulegum skorti á aðföngum, olíu, korni, sáðvöru og áburði. Varabyrgðir sem duga að lágmarki til eins árs. Það er mikilvægt að yfirvöld grípi inn í og komi fram með aðgerðaráætlun sem snýr að því að tryggja aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu ásamt aðgerðum til að bregðast við miklum verðhækkunum við framleiðslu til að tryggja afkomu matvælaframleiðenda. Til framtíðar þurfum við að skapa íslenskum bændum sanngjarnari starfsskilyrði, atvinnugreininni og neytendum til hagsbóta. Á sama tíma þurfum við að auka sjálfbærni í fóðurframleiðslu og nýta þau tækifæri sem felast í aukinni kornframleiðslu hér á landi. Með markvissum aðgerðum getum við framleitt allt að 80% af því kjarnfóðri sem við þurfum til innlendrar matvælaframleiðslu. Ólafi er mikið í mun að benda á hið augljósa í umræðunni, þ.e. að lega landsins á norðurhveli jarðar veldur því að við verðum aldrei sjálfum okkur næg, að við getum ekki borðað allan fiskinn sem við veiðum og að stríðsátökin í Úkraínu marka ekki endalok frjálsra heimsviðskipta. Það er allt satt og rétt og enginn sem heldur öðru fram. Hins vegar er skynsamlegt að nýta þá styrkleika og þau tækifæri til framleiðslu sem landið hefur upp á að bjóða. Að stuðla að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu eykur fæðuöryggi. Um það eru sérfræðingar, þjóðaröryggisráð og alþjóðastofnanir sammála um þó svo að Ólafur Stephensen hafi einhverjar aðrar hugmyndir. Fæðuöryggi þjóðarinnar er nefnilega of mikilvægt til að leyfa sérhagsmunum að grafa undan því til að skara eld að eigin köku. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Öryggis- og varnarmál Matvælaframleiðsla Alþingi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu. Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda. Fæðuöryggi á Íslandi Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi frá 2021 segir að eiginlegt fæðuöryggi íslendinga sé háð 4 meginforsendum; að auðlindir til framleiðslu eru til staðar, að þekking og tæki til framleiðslu eru til staðar, að birgðir eru til að af þeim fæðutegundum sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt og, síðast en ekki síst, að aðgengi að aðföngum fyrir innlenda framleiðslu er tryggt. Staðan er þessi. Innlend matvælaframleiðsla er háð innfluttum aðföngum, svo sem hráefni til fóðurgerðar, áburði, fræjum og olíu. Í því ástandi sem birtist okkur í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu er staðan sú að aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu er tvísýnt. Þá sérstaklega að hráefnum til fóðurgerðar og áburði til lengri tíma litið. Viðkvæm staða Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur hins vegar litlar áhyggjur. Hann talar um að nægt framboð sé til staðar á aðföngum og aðeins séu verðhækkanir í kortunum. Sjálfur vona ég að hann hafi rétt fyrir sér, en staðreyndin er sú að ástandið í korn- og ábuðraframleiðslu í heiminu er laklegt. Staðan er viðkvæm og það má ekkert út af bregða svo illa fari. Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi kemur fram að ,,stríð eru sennilega sú tegund „hamfara” sem líklegast er að geti á skjótan hátt stöðvað innflutning á fóðri.“ Korn er undirstaðan í dýrafóðri og Úkraína er stærsti framleiðandi korns í álfunni. Almennt er hátt í 40 milljón tonn af korni framleitt í Úkraínu á ári hverju. Í eðlilegu árferði væru úkraínskir bændur að sá fræjum á akra sína en hafa þurft að vopnast og verjast. Sömuleiðis hefur áburður meira en tvöfaldast í verði þar sem Rússland og Hvíta Rússland, sem bæði eru undir viðskiptaþvingunum, spila stórt hlutverk í aðfangakeðju áburðaframleiðslu. Sú hækkun hefur keðjuverkandi og markþætt áhrif á framboð landbúnaðarafurða, þ.a.m. kornafurðum. Svartar sviðsmyndir Skortur á fóðri hér á landi veldur framleiðslustöðvun í eggja-, alífugla- og svínarækt og dregur úr framleiðslu í nautgriparækt, mjólkuriðnaði og að einhverju marki í sauðfjárrækt. Skortur á áburði hefur aðeins hægari áhrif en mun draga smá saman úr framleiðslu á lambakjöti, nautakjöti og mjólk. Varlega áætlað mun uppskera dragast saman um fjórðung á fyrsta ári áburðarleysis. Sjálfur tel ég skynsamlegt að við tryggjum okkur gagnvart mögulegum skorti á aðföngum, olíu, korni, sáðvöru og áburði. Varabyrgðir sem duga að lágmarki til eins árs. Það er mikilvægt að yfirvöld grípi inn í og komi fram með aðgerðaráætlun sem snýr að því að tryggja aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu ásamt aðgerðum til að bregðast við miklum verðhækkunum við framleiðslu til að tryggja afkomu matvælaframleiðenda. Til framtíðar þurfum við að skapa íslenskum bændum sanngjarnari starfsskilyrði, atvinnugreininni og neytendum til hagsbóta. Á sama tíma þurfum við að auka sjálfbærni í fóðurframleiðslu og nýta þau tækifæri sem felast í aukinni kornframleiðslu hér á landi. Með markvissum aðgerðum getum við framleitt allt að 80% af því kjarnfóðri sem við þurfum til innlendrar matvælaframleiðslu. Ólafi er mikið í mun að benda á hið augljósa í umræðunni, þ.e. að lega landsins á norðurhveli jarðar veldur því að við verðum aldrei sjálfum okkur næg, að við getum ekki borðað allan fiskinn sem við veiðum og að stríðsátökin í Úkraínu marka ekki endalok frjálsra heimsviðskipta. Það er allt satt og rétt og enginn sem heldur öðru fram. Hins vegar er skynsamlegt að nýta þá styrkleika og þau tækifæri til framleiðslu sem landið hefur upp á að bjóða. Að stuðla að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu eykur fæðuöryggi. Um það eru sérfræðingar, þjóðaröryggisráð og alþjóðastofnanir sammála um þó svo að Ólafur Stephensen hafi einhverjar aðrar hugmyndir. Fæðuöryggi þjóðarinnar er nefnilega of mikilvægt til að leyfa sérhagsmunum að grafa undan því til að skara eld að eigin köku. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun