Ný mathöll opnar við Háskóla Íslands Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. mars 2022 20:30 Hafsteinn og Björn Bragi hafa þónokkra reynslu af opnun mathalla. Stöð 2 Háskólanemar munu njóta góðs af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og geta bráðlega heimsótt þar veitingastaði, kaffihús og vínbar í nýrri mathöll sem opnar í maí. Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend
Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira