Westbrook reifst við blaðamann eftir stórtap Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2022 16:31 Russell Westbrook var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers í leiknum gegn Dallas Mavericks með 25 stig. getty/Ron Jenkins Los Angeles Lakers steinlá fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt og er ekki lengur í umspilssæti um sæti í úrslitakeppninni. Eftir leikinn reifst Russell Westbrook við blaðamann. Lakers átti aldrei möguleika gegn Dallas í nótt og tapaði, 128-110. Dallas skoraði 82 stig í fyrri hálfleik sem er með mesta sem Lakers hefur fengið á sig eftir að félagið flutti frá Minneapolis til Los Angeles 1960. Westbrook, sem skoraði 25 stig í nótt, varð pirraður á spurningum blaðamanns Los Angeles Times, Brad Turner, eftir leikinn í Dallas. Turner spurði Westbrook hverju Lakers þyrfti að breyta áður en deildarkeppninni lyki. „Engu, maður. Engu,“ sagði Westbrook stuttur í spunann. Hann benti á að Lakers ætti enn leiki eftir eins og hin liðin sem eru í baráttunni um að komast í umspilið. Westbrook spurði svo Turner hverju hann myndi breyta hjá Lakers og hann svaraði að liðið yrði að fara að vinna leiki. „Það er flott. Ertu með svarið til að fara að vinna? Ertu með svarið til að komast á sigurbraut?“ sagði Westbrook. Leikstjórnandinn var þó nokkuð snöggur að jafna sig eftir fundinn og þeir Turner skildu sáttir. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur aðeins unnið fjóra af sautján leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Lakers hefur unnið 31 leik í vetur, tapað 44 leikjum og er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Liðin í 6.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Lakers átti aldrei möguleika gegn Dallas í nótt og tapaði, 128-110. Dallas skoraði 82 stig í fyrri hálfleik sem er með mesta sem Lakers hefur fengið á sig eftir að félagið flutti frá Minneapolis til Los Angeles 1960. Westbrook, sem skoraði 25 stig í nótt, varð pirraður á spurningum blaðamanns Los Angeles Times, Brad Turner, eftir leikinn í Dallas. Turner spurði Westbrook hverju Lakers þyrfti að breyta áður en deildarkeppninni lyki. „Engu, maður. Engu,“ sagði Westbrook stuttur í spunann. Hann benti á að Lakers ætti enn leiki eftir eins og hin liðin sem eru í baráttunni um að komast í umspilið. Westbrook spurði svo Turner hverju hann myndi breyta hjá Lakers og hann svaraði að liðið yrði að fara að vinna leiki. „Það er flott. Ertu með svarið til að fara að vinna? Ertu með svarið til að komast á sigurbraut?“ sagði Westbrook. Leikstjórnandinn var þó nokkuð snöggur að jafna sig eftir fundinn og þeir Turner skildu sáttir. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur aðeins unnið fjóra af sautján leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Lakers hefur unnið 31 leik í vetur, tapað 44 leikjum og er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Liðin í 6.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01