Hver er glæpur forsetans? Signý Jóhannesdóttir skrifar 31. mars 2022 17:30 Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun