Sport

Dagskráin í dag: Fótbolti, handbolti, körfubolti, golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik heimsækir Stjörnuna í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í kvöld.
Breiðablik heimsækir Stjörnuna í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 á þessum fyrsta degi aprílmánaðar, en alls eru ellefu beinar útsendingar í boði.

Stöð 2 Sport

Úrslitin ráðast í Lengjubikar kvenna þegar Stjarnan tekur á móti Breiðablik á Samsung-vellinum klukkan 19:05 áður en Subway Körfuboltakvöld er á dagskrá klukkan 21:15.

Stöð 2 Sport 2

Enska 1. deildin á sviðið á Stöð 2 Sport 2, en klukkan 18:40 hefst bein útsending frá viðureign Hull og Huddersfield.

Stöð 2 Sport 3

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia taka á móti Lenovo Tenerife í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 18:50.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 16:55 hefst bein útsending frá leik Häcken og Hammarby í sænska kvennafótboltanum og klukkan 19:20 tekur Afturelding á móti Valsmönnum í Olís-deild karla í handbolta.

Stöð 2 Golf

Það er nóg af golfi í boði í dag og við hefjum leik klukkan 10:00 á South African Women's Open-mótinu á LET-mótaröðinni. Klukkan 16:00 er svo komið að The Chevron Classic á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20:00 er það Valero Texas Open á PGA-mótaröðinni sem tekur við. Við endum svo golfdaginn á annari umferð af The Chevron Classic frá klukkan 23:00.

Stöð 2 eSport

Ljósleiðaradeildin í CS:GO er á sínum stað á föstudagskvöldi og hefst bein útsending á slaginu klukkan 20:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×