Hvernig verður Ísland kolefnishlutlaust? Birta Kristín Helgadóttir skrifar 1. apríl 2022 10:31 Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun