Fótbolti

Veð­bankar telja Neymar og fé­laga lík­legasta til að vinna HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
20 ár eru síðan Brasilía varð síðast heimsmeistari. Tekst þeim að endurtaka leikinn í ár?
20 ár eru síðan Brasilía varð síðast heimsmeistari. Tekst þeim að endurtaka leikinn í ár? Buda Mendes/Getty Images

Nú þegar búið er að draga í riðla á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu hafa veðbankar tekið saman hvaða þjóðir eru líklegasta til að fara langt. Þrjár Evrópuþjóðir og tvær frá Suður-Ameríku tróna á toppi listans.

Samkvæmt veðbönkum er 18,5 prósent líkur á því að Brasilía verði heimsmeistari í Katar síðar á þessu ári. Þar á eftir koma England og ríkjandi heimsmeistarar Frakklands með 16,1 prósent líkur.

Sigur Spánar á Íslandi gerir það að verkum að 12,5 prósent líkur eru að Spánverjar verði heimsmeistarar. Mögulega hefur gott gengi almennt einnig áhrif á þessa spá. Þá eru 11,9 prósent líkur að Lionel Messi lyfti bikarnum margrómaða á því sem verður líklega hans síðasta heimsmeistaramót.

Næstu fimm þjóðir koma allar frá Evrópu og má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×