Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, ítalski boltinn og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Deildarmeistarar Fjölnis hefja leik í úrslitakeppninni í dag.
Deildarmeistarar Fjölnis hefja leik í úrslitakeppninni í dag. Vísir/Bára Dröfn

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sjö beinar útsendingar á þessum fína mánudegi, en þar ber líklega hæst að nefna að úrslitakeppnin í Subway-deild kvenna hefst í dag.

Við hefjum þó leik á Ítalíu þar sem Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa heimsækja Hellas Verona klukkan 16:20 á Stöð 2 Sport 2. Sigur lyftir Alberti og félögum upp úr fallsæti. Klukkan 18:35 er svo komið að leik AC Milan og Bologna á sömu rás.

Það verða svo deildarmeistarar Fjölnis sem ríða á vaðið í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna þegar liðið fær Njarðvík í heimsókn klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. 

Að þeim leik loknum færum við okkur svo yfir á Hlíðarenda þar sem Valskonur taka á móti Haukum klukkan 20:05 og klukkan 22:00 er Subway Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem verður farið yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Rafíþróttirnar eiga svo sinn sess á Stöð 2 eSport, en klukkan 18:30 er Arena-deildin á dagskrá. Það verða svo strákarnir í Gametíví sem leiða okkur inn í nóttina frá klukkan 20:00 með sinn vikulega þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×