Elín Pálmadóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 10:57 Elín Pálmadóttir starfaði á Morgunblaðinu um margra ára skeið. Blaðamannafélagið Elín Pálmadóttir blaðamaður er látin, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Greint er frá andláti Elínar í Morgunblaðinu í dag, en Elín var handhafi blaðamannaskírteinis númer 1 þegar hún lést. Áður en hún hóf störf sem blaðamaður hafði Elín lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947 og stundaði svo nám í ensku og frönsku bæði í Háskóla Íslands og síðar erlendis. Starfaði hún í utanríkisþjónustunni, meðal annars hjá Sameinuðu þjóðunum og í sendiráðinu í frönsku höfuðborginni París. Um Elínu segir að hún hafi verið bæði kvenréttindakona og borgaraleg í sinni og tekið dyggan þátt í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins. Hún hafi setið í í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1970 til 1978, verið varaþingmaður á árunum 1978 til 1984, og stofnað og verið fyrsti formaður Umhverfismálaráðs Reykjavíkur. Elín skrifaði mikið um umhverfismál og var á meðal frumkvöðla að stofnun Bláfjallafólkvangs og Reykjanesfólkvangs. Hún var heiðruð af öllum helstu náttúruverndarsamtökum landsins árið 2004, hlaut heiðursviðkenningu Blaðamannafélagsins 1992, riddarakross fálkaorðunnar 1995 og var sæmd æðstu heiðursorðu Frakklands, Légion d'honneur, árið 2015. Eftir Elínu liggja einnig nokkrar bækur, meðan annars um Gerði Helgadóttur myndhöggvara og bókin Fransí biskví sem tilnefnd var til íslensku bókmennaraverðlaunanna árið 1990 og fjallaði um franska Íslandssjómenn. Andlát Fjölmiðlar Alþingi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Greint er frá andláti Elínar í Morgunblaðinu í dag, en Elín var handhafi blaðamannaskírteinis númer 1 þegar hún lést. Áður en hún hóf störf sem blaðamaður hafði Elín lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947 og stundaði svo nám í ensku og frönsku bæði í Háskóla Íslands og síðar erlendis. Starfaði hún í utanríkisþjónustunni, meðal annars hjá Sameinuðu þjóðunum og í sendiráðinu í frönsku höfuðborginni París. Um Elínu segir að hún hafi verið bæði kvenréttindakona og borgaraleg í sinni og tekið dyggan þátt í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins. Hún hafi setið í í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1970 til 1978, verið varaþingmaður á árunum 1978 til 1984, og stofnað og verið fyrsti formaður Umhverfismálaráðs Reykjavíkur. Elín skrifaði mikið um umhverfismál og var á meðal frumkvöðla að stofnun Bláfjallafólkvangs og Reykjanesfólkvangs. Hún var heiðruð af öllum helstu náttúruverndarsamtökum landsins árið 2004, hlaut heiðursviðkenningu Blaðamannafélagsins 1992, riddarakross fálkaorðunnar 1995 og var sæmd æðstu heiðursorðu Frakklands, Légion d'honneur, árið 2015. Eftir Elínu liggja einnig nokkrar bækur, meðan annars um Gerði Helgadóttur myndhöggvara og bókin Fransí biskví sem tilnefnd var til íslensku bókmennaraverðlaunanna árið 1990 og fjallaði um franska Íslandssjómenn.
Andlát Fjölmiðlar Alþingi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira