Lögregla á Suðurlandi segir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar segir að enn sé ís á reki í vatninu sem hafi safnast saman sunnan til. Vonir standi þó til að hægt verði að fara í verkefnið um miðjan apríl.
Flak TF ABB liggur á botni Ölfusvatnsvíkur í suðurhluta Þingvallavatns. Miklar björgunaraðgerðir stóðu yfir á svæðinu vikuna eftir slysið, en ákveðið var að hætta aðgerðum 11. febrúar vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Þá var þó búið að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins.
Íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn voru um borð í vélinni TF-ABB þegar hún fórst við Þingvallavatn.