Ég biðst afsökunar…en áfram gakk og gleymum þessu nú, eins og öllu öðru! Bjarki Eiríksson skrifar 5. apríl 2022 10:01 Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun