Sigurður Ingi og Hot Fuzz Þórarinn Hjartarson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar