Samtaka samfélag Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 08:00 Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar