Samtaka samfélag Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 08:00 Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun