Hvernig gefa á ríku fólki meiri peninga Drífa Snædal skrifar 8. apríl 2022 15:30 Einu sinni var sagt að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi. Tilefni ummælanna var að upp komst að þáverandi forsætisráðherra átti sér eitt aflandsfélag til að geyma auð sinn, einhvers staðar verða aurarnir jú að vera. Fleiri eru í þessum vandræðum með peningana sína, koma þeim fyrir í skíðakofum sem kosta milljarða, nýta þá til að arðræna fátækar þjóðir, geyma þá í pósthólfum með fyrirtækjanöfnum á eyjum í karabíska hafinu eða kaupa sér banka. Þrátt fyrir þessa erfiðleika sem fylgja því að eiga peninga (nokkuð sem flest vinnnadi fólk á erfitt með að skilja að fullu) þá skal aldrei vanmeta hugmyndaauðgina við að gefa þeim sem eiga pening meiri peninga. Lykillinn að því er að komast til pólitískra valda, eiga pólitíska fulltrúa sem geta tekið ákvarðanir fyrir ríki og sveitarfélög og gera sem flesta í stjórnmálum samseka með gjörningum. Þegar komist er til valda þá er mikilvægt að vinna grunnvinnuna. Ef ætlunin er til dæmis að gefa ríku fólki meiri peninga í gegnum einkavæðingu á velferðarkerfinu er mikilvægt að fjársvelta það kerfi í nokkur ár fyrst þannig að fólk sem reiðir sig á kerfið kalli sjálft eftir breytingum sem gætu hugsanlega orðið til að bæta kerfið og auka þar með lífsgæði. Breytingar fela síðan í sér að velviljaður kapítalisti býðst til að reka sjoppuna fyrir miklu minni pening en bara á miklu betri hátt, með skilvirknina í fyrirrúmi. Fórnarkostnaðinn ber starfsfólk í gegnum kjararýrnum, skattgreiðendur þar sem kostnaðurinn við milliliðina fer alltaf á endanum upp úr öllu valdi og að lokum notendur þjónustunnar sem þurfa að sætta sig við lakari þjónustu og meiri gjaldtöku. Ef ætlunin er að gefa ríku fólki meiri peninga í gegnum sölu á bönkum eða öðrum arðbærum einingum þarf að byrja á því að koma þeirri hugmynd í kollinn á sem flestum að það sé óheppilegt að almenningur eigi fjármálastofnanir. Næsta skref er svo að bjóða öllum sem geta að kaupa eitthvert smotterí í bankanum og tryggja að þau kaup skili sér í gróða strax næsta dag. Þessi millileikur að gefa almenningi kost á að kaupa hlutabréf er auðvitað sýndarmennska því þessi hlutabréf rata fyrr eða síðar í „réttar hendur“. Þetta þekkjum við mjög vel á undanförnum áratugum. Það þarf því engan að reka í rogastans við að sjá listann yfir kaupendur í Íslandsbanka. Þetta er fólkið sem á að eiga banka á Íslandi, hér eftir alveg eins og áður. Þetta er hluti af því að gera ríkt fólk ríkara. Því þótt það sé „erfitt að eiga peninga á Íslandi“ er hópur fólks sem er alltaf til í að leggja það á sig. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Einu sinni var sagt að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi. Tilefni ummælanna var að upp komst að þáverandi forsætisráðherra átti sér eitt aflandsfélag til að geyma auð sinn, einhvers staðar verða aurarnir jú að vera. Fleiri eru í þessum vandræðum með peningana sína, koma þeim fyrir í skíðakofum sem kosta milljarða, nýta þá til að arðræna fátækar þjóðir, geyma þá í pósthólfum með fyrirtækjanöfnum á eyjum í karabíska hafinu eða kaupa sér banka. Þrátt fyrir þessa erfiðleika sem fylgja því að eiga peninga (nokkuð sem flest vinnnadi fólk á erfitt með að skilja að fullu) þá skal aldrei vanmeta hugmyndaauðgina við að gefa þeim sem eiga pening meiri peninga. Lykillinn að því er að komast til pólitískra valda, eiga pólitíska fulltrúa sem geta tekið ákvarðanir fyrir ríki og sveitarfélög og gera sem flesta í stjórnmálum samseka með gjörningum. Þegar komist er til valda þá er mikilvægt að vinna grunnvinnuna. Ef ætlunin er til dæmis að gefa ríku fólki meiri peninga í gegnum einkavæðingu á velferðarkerfinu er mikilvægt að fjársvelta það kerfi í nokkur ár fyrst þannig að fólk sem reiðir sig á kerfið kalli sjálft eftir breytingum sem gætu hugsanlega orðið til að bæta kerfið og auka þar með lífsgæði. Breytingar fela síðan í sér að velviljaður kapítalisti býðst til að reka sjoppuna fyrir miklu minni pening en bara á miklu betri hátt, með skilvirknina í fyrirrúmi. Fórnarkostnaðinn ber starfsfólk í gegnum kjararýrnum, skattgreiðendur þar sem kostnaðurinn við milliliðina fer alltaf á endanum upp úr öllu valdi og að lokum notendur þjónustunnar sem þurfa að sætta sig við lakari þjónustu og meiri gjaldtöku. Ef ætlunin er að gefa ríku fólki meiri peninga í gegnum sölu á bönkum eða öðrum arðbærum einingum þarf að byrja á því að koma þeirri hugmynd í kollinn á sem flestum að það sé óheppilegt að almenningur eigi fjármálastofnanir. Næsta skref er svo að bjóða öllum sem geta að kaupa eitthvert smotterí í bankanum og tryggja að þau kaup skili sér í gróða strax næsta dag. Þessi millileikur að gefa almenningi kost á að kaupa hlutabréf er auðvitað sýndarmennska því þessi hlutabréf rata fyrr eða síðar í „réttar hendur“. Þetta þekkjum við mjög vel á undanförnum áratugum. Það þarf því engan að reka í rogastans við að sjá listann yfir kaupendur í Íslandsbanka. Þetta er fólkið sem á að eiga banka á Íslandi, hér eftir alveg eins og áður. Þetta er hluti af því að gera ríkt fólk ríkara. Því þótt það sé „erfitt að eiga peninga á Íslandi“ er hópur fólks sem er alltaf til í að leggja það á sig. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar