Óheppilegt Atli Þór Fanndal skrifar 8. apríl 2022 17:30 Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Atli Þór Fanndal Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar