Ólafur Örvar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, vakti athygli á þessu í hópnum Subway spjallið á Facebook í gær. Bað hann þá sem þekktu til um nöfn þessara stuðningsmanna sem stóðu sig svona vel í því að skila gestastúkunni hreinni og fínni eftir leik.
Stuðningsmennirnir fundust og skilja má á umræðunni að frímiðar bíði þeirra félagana fyrir leik fjögur sem fer fram í Keflavík næstkomandi fimmtudag. Hlekkur á umræðuna er hér að neðan.
https://www.facebook.com/groups/167490266932362/posts/1710147692666604