Körfuboltinn er fyrirferðamikill á sportrásunum í dag.Fyrsti leikur dagsins er viðuregn Real Betis og Valencia í spænsku ACB-deildinni klukkan 16:50 á Stöð 2 Sport 3, en Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia geta lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri gegn botnliðinu.
Átta liða úrslit úrslitakeppninnar hérna heima halda svo áfram, en klukkan 18:05 hefst bein útsending frá viðureign Njarðvíkur og KR á Stöð 2 Sport 4. Njarðvíkingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri, en KR-ingar þurfa sárlega á sigri að halda ef þeir ætla sér ekki að fara snemma í sumarfrí.
Klukkan 19:45 er svo komið að upphitun fyrir síðari leik kvöldsins á Stöð 2 Sport. Við skiptum svo yfir til Þorlákshafnar klukkan 20:10 þar sem Íslandsmeistarar Þórs taka á móti Grindvíkingum, en staðan er 1-1 í því einvígi. Að leik loknum er Subway Körfuboltakvöld svo á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.
Körfuboltaveislan er þó ekki búin eftir það því klukkan 23:00 mætast Brooklyn Nets og Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og klukkan 01:30 eftir miðnætti hefst viðureign Minnesota Timberwolves og Los Angeles Clippers á Stöð 2 Sport 3.
Þá má ekki gleyma Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem heldur áfram á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18:15 hefst upphitun fyrir leik Bayern München og Villareal og útsending frá leiknum sjálfum hefst svo klukkan 18:50. Meistaradeildarmörkin verða svo á sínum stað klukkan 21:00.
Dagskrá dagsins í heild sinni má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.