Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 91-63 | KR-ingar komnir í sumarfrí Atli Arason skrifar 12. apríl 2022 22:20 vísir/bára KR er farið í snemmbúið sumarfrí eftir 28 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld, 91-63. Njarðvíkingar unnu alla þrjá leikina í einvíginu og sópuðu KR-ingum úr leik. KR-ingar byrjuðu leikinn í kvöld vel. Gestirnir náðu 5 stiga forskoti eftir tveggja mínútna leik, 2-7. Vesturbæingar náðu þó ekki að halda dampi því Njarðvíkingar svöruðu af krafti og tóku yfir leikinn. Helmingur stiga KR í fyrsta leikhluta kom á fyrstu tveimur mínútunum. Njarðvíkingar hittu vel sóknarlega og lokuðu á KR-inga varnarlega. Njarðvík kláraði fyrsta leikhluta vel og unnu fjórðunginn með 11 stigum, 25-14. Gestirnir sýndu baráttuvilja í öðrum leikhluta. KR gerði sex stiga áhlaup áður en Njarðvíkingar svöruðu með sjö stiga áhlaupi. Leikurinn var heilt yfir í jafnvægi í öðrum leikhluta en KR-ingar náðu að knýja fram tveggja stiga sigur í öðrum fjórðung, 20-22 og Njarðvík fór því með 9 stiga forystu inn í hálfleikinn, 45-36. Gestirnir náðu að minnka muninn mest niður í sex stig en eftir það tóku Njarðvíkingar aftur öll völd á leiknum og gáfu aldrei eftir. Dedrick Basile var frábær í síðari hálfleik og í þriðja leikhluta og skoraði hann tæplega helming allra stiga Njarðvíkur í þriðja leikhluta sem heimamenn unnu 21-13. Njarðvík hélt yfirburðum sínum frá því í þriðja leikhluta áfram þeim fjórða og síðasta. KR-ingar hittu illa í fjórða leikhluta og heimamenn bættu bara hægt og rólega í forskot sitt sem varð mest í öllum leiknum alveg í restina, þegar Fotis Lampropoulos setti niður tvö víti til að koma muninum upp í 28 stig og lokatölur voru 91-63. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík vann frákasta baráttuna bara með 4 fráköstum, 45-41, en heimamenn spiluðu góða vörn á KR sem þvingaði gestina oft í erfið skot. Skotnýting KR utan af velli var 31% úr 66 skotum á meðan skotnýting Njarðvíkur var betri, 44% úr 67 skotum. Hverjir stóðu upp úr? Fotis var með flest framlagsstig, alls 25 punkta. Fotis var stigahæstur með 20 stig ásamt því að rífa niður 12 fráköst. Hjá KR átti hinn 19 ára gamli Þorvaldur Orri enn einn góðan leik. Þorvaldur var stigahæstur hjá gestunum með 14 stig, ásamt því að vera framlagshæstur með 15 framlagspunkta. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fara í undanúrslit þar sem mótherjinn verður Grindavík, Keflavík eða Tindastóll. KR-ingar eru komnir í sumarfrí. „Mun nýta sumarfríið í eitthvað skemmtilegt“ Helgi Már Magnússon er þjálfari KR.Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ósáttur að tímabilið væri búið hjá KR-ingum. „Við því miður brotnuðum í seinni hálfleik þegar þeir ná þessu áhlaupi á okkur. Við vorum að skjóta hræðilega sem gerir þetta allt mjög þungt,“ sagði Helgi í viðtali Vísi eftir leik. „Þeir eru bara rosalega góðir og sérstaklega Haukur sem virðist alltaf vera að komast í betra og betra stand. Maður hafði áhyggjur af honum fyrir hans hönd hvernig skrokkurinn á honum var en hann leit vel út í dag og þeir eru bara rosalega góðir. Við óskum þeim bara til hamingju að vera komnir í undanúrslit.“ Helgi telur að KR hefði vantað einn öflugan leikmann í viðbót í liðið. „Það kemur bersýnilega í ljós í þessari seríu að okkur sárvantar að vera með einhvern svona X-faktor. Einhvern skorara, hvort það sé á póstinum eða einhver sem getur keyrt á hringinn sem andstæðingurinn þarf að tvöfalda á. Við þurftum að treysta rosa mikið á einhverskonar boltaflæði og liðssamvinnu. Við erum ekki með neinn gæja sem getur tekið menn á einn á einn. Til dæmis eitthvað kanaígildi, það er svekkjandi að vera ekki með það.“ Helgi verður áfram með KR liðið á næsta tímabili og kemur tvíefldur til leiks í haust og ætlar að nýta sumarið vel að fara yfir það sem misfórst á sínu fyrsta tímabili í þjálfun. „Ég verð áfram í KR og mun nýta sumarfríið í eitthvað skemmtilegt. Næsta tímabil þá ætlum við bara að læra af þeim mistökum sem við gerðum í vetur og sérstaklega ég sem þjálfari en þetta var mitt fyrsta alvöru tímabil sem þjálfari og ég er búinn að gera fullt af mistökum sjálfur. Ég er samt rosalega ánægður með strákana og liðið, þeir gerðu allt sem þeir gátu og meira en það. Þeir skildu allt eftir á gólfinu og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. „Fínt fyrir öldungadeildina mína að fá auka daga í hvíld“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari NjarðvíkurHulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvík, var fyrst og fremst ánægður með öflugan varnarleik í kvöld og í gegnum seríuna. „Ég er ánægður með vörnina, við héldum þeim í 63 stigum og það er lykilatriði. Ég er ánægður að við náðum að halda Brynjari [Þór Björnssyni] töluvert niðri í seríunni en það var uppleggið í þessari seríu að loka alveg á hann. Hann er náttúrulega hjartað og karakterinn í þessu liði. Þeir þurfa að hafa hann virkan og við reyndum að aftengja hann. Brynjar setti niður þrjá þrista í fyrri hálfleik um leið og við gleymdum okkur en markmiðið heilt yfir var að halda honum niðri,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég held bara að við séum með betra lið en KR í dag. Við vorum klárlega liðið til að veðja á í þessari seríu. KR liðið er samt þannig að þú ert með þvílíka sigurvegara í þessu liði eins og Brynjar [Björnsson], Bjössa [Kristjánsson] og svo Helga [Magnússon] og Jakob [Sigurðarson] að þjálfa liðið. Þeir eru vanir að vinna. KR er líka með mest spennandi og efnilegustu stráka sem finnast í dag og þeir eru heldur betur að springa út. Þannig að maður var ekkert rólegur yfir einu eða neinu. Það var sterkt að vinna og sérstaklega 3-0, það var mikilvægt fyrir okkur að fá smá auka daga í hvíld.“ Njarðvík er komið í undanúrslit og fær smá hvíld fyrir næstu seríu. Benedikt ætlar að njóta þess að fylgjast með hinum einvígunum í 8-liða úrslitum og hefur engan drauma mótherja. „Ég er ekki farinn að spá í því. Ég ætla að fylgjast með hinum leikjunum og sjá hvað býður okkur í næstu umferð. Þetta snýst um hvernig við komum inn í næstu seríu sama hver andstæðingurinn er. Það er bara fínt fyrir öldungadeildina mína að fá auka daga í hvíld fyrir næstu seríu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild karla UMF Njarðvík KR
KR er farið í snemmbúið sumarfrí eftir 28 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld, 91-63. Njarðvíkingar unnu alla þrjá leikina í einvíginu og sópuðu KR-ingum úr leik. KR-ingar byrjuðu leikinn í kvöld vel. Gestirnir náðu 5 stiga forskoti eftir tveggja mínútna leik, 2-7. Vesturbæingar náðu þó ekki að halda dampi því Njarðvíkingar svöruðu af krafti og tóku yfir leikinn. Helmingur stiga KR í fyrsta leikhluta kom á fyrstu tveimur mínútunum. Njarðvíkingar hittu vel sóknarlega og lokuðu á KR-inga varnarlega. Njarðvík kláraði fyrsta leikhluta vel og unnu fjórðunginn með 11 stigum, 25-14. Gestirnir sýndu baráttuvilja í öðrum leikhluta. KR gerði sex stiga áhlaup áður en Njarðvíkingar svöruðu með sjö stiga áhlaupi. Leikurinn var heilt yfir í jafnvægi í öðrum leikhluta en KR-ingar náðu að knýja fram tveggja stiga sigur í öðrum fjórðung, 20-22 og Njarðvík fór því með 9 stiga forystu inn í hálfleikinn, 45-36. Gestirnir náðu að minnka muninn mest niður í sex stig en eftir það tóku Njarðvíkingar aftur öll völd á leiknum og gáfu aldrei eftir. Dedrick Basile var frábær í síðari hálfleik og í þriðja leikhluta og skoraði hann tæplega helming allra stiga Njarðvíkur í þriðja leikhluta sem heimamenn unnu 21-13. Njarðvík hélt yfirburðum sínum frá því í þriðja leikhluta áfram þeim fjórða og síðasta. KR-ingar hittu illa í fjórða leikhluta og heimamenn bættu bara hægt og rólega í forskot sitt sem varð mest í öllum leiknum alveg í restina, þegar Fotis Lampropoulos setti niður tvö víti til að koma muninum upp í 28 stig og lokatölur voru 91-63. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík vann frákasta baráttuna bara með 4 fráköstum, 45-41, en heimamenn spiluðu góða vörn á KR sem þvingaði gestina oft í erfið skot. Skotnýting KR utan af velli var 31% úr 66 skotum á meðan skotnýting Njarðvíkur var betri, 44% úr 67 skotum. Hverjir stóðu upp úr? Fotis var með flest framlagsstig, alls 25 punkta. Fotis var stigahæstur með 20 stig ásamt því að rífa niður 12 fráköst. Hjá KR átti hinn 19 ára gamli Þorvaldur Orri enn einn góðan leik. Þorvaldur var stigahæstur hjá gestunum með 14 stig, ásamt því að vera framlagshæstur með 15 framlagspunkta. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fara í undanúrslit þar sem mótherjinn verður Grindavík, Keflavík eða Tindastóll. KR-ingar eru komnir í sumarfrí. „Mun nýta sumarfríið í eitthvað skemmtilegt“ Helgi Már Magnússon er þjálfari KR.Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ósáttur að tímabilið væri búið hjá KR-ingum. „Við því miður brotnuðum í seinni hálfleik þegar þeir ná þessu áhlaupi á okkur. Við vorum að skjóta hræðilega sem gerir þetta allt mjög þungt,“ sagði Helgi í viðtali Vísi eftir leik. „Þeir eru bara rosalega góðir og sérstaklega Haukur sem virðist alltaf vera að komast í betra og betra stand. Maður hafði áhyggjur af honum fyrir hans hönd hvernig skrokkurinn á honum var en hann leit vel út í dag og þeir eru bara rosalega góðir. Við óskum þeim bara til hamingju að vera komnir í undanúrslit.“ Helgi telur að KR hefði vantað einn öflugan leikmann í viðbót í liðið. „Það kemur bersýnilega í ljós í þessari seríu að okkur sárvantar að vera með einhvern svona X-faktor. Einhvern skorara, hvort það sé á póstinum eða einhver sem getur keyrt á hringinn sem andstæðingurinn þarf að tvöfalda á. Við þurftum að treysta rosa mikið á einhverskonar boltaflæði og liðssamvinnu. Við erum ekki með neinn gæja sem getur tekið menn á einn á einn. Til dæmis eitthvað kanaígildi, það er svekkjandi að vera ekki með það.“ Helgi verður áfram með KR liðið á næsta tímabili og kemur tvíefldur til leiks í haust og ætlar að nýta sumarið vel að fara yfir það sem misfórst á sínu fyrsta tímabili í þjálfun. „Ég verð áfram í KR og mun nýta sumarfríið í eitthvað skemmtilegt. Næsta tímabil þá ætlum við bara að læra af þeim mistökum sem við gerðum í vetur og sérstaklega ég sem þjálfari en þetta var mitt fyrsta alvöru tímabil sem þjálfari og ég er búinn að gera fullt af mistökum sjálfur. Ég er samt rosalega ánægður með strákana og liðið, þeir gerðu allt sem þeir gátu og meira en það. Þeir skildu allt eftir á gólfinu og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. „Fínt fyrir öldungadeildina mína að fá auka daga í hvíld“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari NjarðvíkurHulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvík, var fyrst og fremst ánægður með öflugan varnarleik í kvöld og í gegnum seríuna. „Ég er ánægður með vörnina, við héldum þeim í 63 stigum og það er lykilatriði. Ég er ánægður að við náðum að halda Brynjari [Þór Björnssyni] töluvert niðri í seríunni en það var uppleggið í þessari seríu að loka alveg á hann. Hann er náttúrulega hjartað og karakterinn í þessu liði. Þeir þurfa að hafa hann virkan og við reyndum að aftengja hann. Brynjar setti niður þrjá þrista í fyrri hálfleik um leið og við gleymdum okkur en markmiðið heilt yfir var að halda honum niðri,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég held bara að við séum með betra lið en KR í dag. Við vorum klárlega liðið til að veðja á í þessari seríu. KR liðið er samt þannig að þú ert með þvílíka sigurvegara í þessu liði eins og Brynjar [Björnsson], Bjössa [Kristjánsson] og svo Helga [Magnússon] og Jakob [Sigurðarson] að þjálfa liðið. Þeir eru vanir að vinna. KR er líka með mest spennandi og efnilegustu stráka sem finnast í dag og þeir eru heldur betur að springa út. Þannig að maður var ekkert rólegur yfir einu eða neinu. Það var sterkt að vinna og sérstaklega 3-0, það var mikilvægt fyrir okkur að fá smá auka daga í hvíld.“ Njarðvík er komið í undanúrslit og fær smá hvíld fyrir næstu seríu. Benedikt ætlar að njóta þess að fylgjast með hinum einvígunum í 8-liða úrslitum og hefur engan drauma mótherja. „Ég er ekki farinn að spá í því. Ég ætla að fylgjast með hinum leikjunum og sjá hvað býður okkur í næstu umferð. Þetta snýst um hvernig við komum inn í næstu seríu sama hver andstæðingurinn er. Það er bara fínt fyrir öldungadeildina mína að fá auka daga í hvíld fyrir næstu seríu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum