Hlutverk leikskólans er að tryggja börnum gæðamenntun Jónína Hauksdóttir skrifar 13. apríl 2022 16:01 Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir kjörinna fulltrúa um að bjóða sífellt yngri börnum skóladvöl án þess hugsa málin fyllilega til enda hefur aukið á vandann, því fleiri börn kalla á fleiri kennara. Ráðast þarf að rót vandans sem er að fjölga verður leikskólakennurum í starfi áður en hægt er að bjóða yngri börnum skóladvöl. Frekari stækkun skólastigsins núna mun alltaf verða á kostnað gæða í skólastarfi því fagmennska og þekking kennara á þroska og námi barna er sá þáttur sem skapar þau gæði sem börn eiga rétt á. Önnur hugmynd sem kallar á stækkun leikskólastigsins kom fram á dögunum. Að Landspítalinn opni leikskóla sem býður upp á opnunartíma um kvöld og helgar til að þjóna starfsfólki spítalans. Sú hugmynd felur í sér þá hugsun að leikskólar séu til staðar til að þjóna atvinnulífinu. Ef stofnanir eða fyrirtæki vilja eða ætla sér að bjóða sínu starfsfólki upp á vistun fyrir börn sín utan hefðbundins starfstíma leikskóla verður að kalla slíka þjónustu eitthvað allt annað en leikskóla. Samkvæmt lögum um leikskóla snýr hlutverk hans að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið barna og kennsluaðferð kennara á leikskólastiginu. Ágætu frambjóðendur, setjið krafta ykkar og orku í að styðja við leikskólastigið með raunhæfum leiðum svo leikskólar geti sinnt sínum lögbundnu skyldum á sem bestan hátt með hagsmuni barna í fyrirrúmi. Margt er hægt að gera til að bæta námsaðstæður barna og um leið starfsaðstæður kennara. Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess eru reiðubúin til skrafs og ráðagerða þegar kemur að raunhæfum hugmyndum sem snúa að öllum skólastigum og skólagerðum. Nýtið ykkur okkar þekkingu því öll viljum við hag barna landsins sem bestan. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir kjörinna fulltrúa um að bjóða sífellt yngri börnum skóladvöl án þess hugsa málin fyllilega til enda hefur aukið á vandann, því fleiri börn kalla á fleiri kennara. Ráðast þarf að rót vandans sem er að fjölga verður leikskólakennurum í starfi áður en hægt er að bjóða yngri börnum skóladvöl. Frekari stækkun skólastigsins núna mun alltaf verða á kostnað gæða í skólastarfi því fagmennska og þekking kennara á þroska og námi barna er sá þáttur sem skapar þau gæði sem börn eiga rétt á. Önnur hugmynd sem kallar á stækkun leikskólastigsins kom fram á dögunum. Að Landspítalinn opni leikskóla sem býður upp á opnunartíma um kvöld og helgar til að þjóna starfsfólki spítalans. Sú hugmynd felur í sér þá hugsun að leikskólar séu til staðar til að þjóna atvinnulífinu. Ef stofnanir eða fyrirtæki vilja eða ætla sér að bjóða sínu starfsfólki upp á vistun fyrir börn sín utan hefðbundins starfstíma leikskóla verður að kalla slíka þjónustu eitthvað allt annað en leikskóla. Samkvæmt lögum um leikskóla snýr hlutverk hans að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið barna og kennsluaðferð kennara á leikskólastiginu. Ágætu frambjóðendur, setjið krafta ykkar og orku í að styðja við leikskólastigið með raunhæfum leiðum svo leikskólar geti sinnt sínum lögbundnu skyldum á sem bestan hátt með hagsmuni barna í fyrirrúmi. Margt er hægt að gera til að bæta námsaðstæður barna og um leið starfsaðstæður kennara. Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess eru reiðubúin til skrafs og ráðagerða þegar kemur að raunhæfum hugmyndum sem snúa að öllum skólastigum og skólagerðum. Nýtið ykkur okkar þekkingu því öll viljum við hag barna landsins sem bestan. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun