Hlutverk leikskólans er að tryggja börnum gæðamenntun Jónína Hauksdóttir skrifar 13. apríl 2022 16:01 Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir kjörinna fulltrúa um að bjóða sífellt yngri börnum skóladvöl án þess hugsa málin fyllilega til enda hefur aukið á vandann, því fleiri börn kalla á fleiri kennara. Ráðast þarf að rót vandans sem er að fjölga verður leikskólakennurum í starfi áður en hægt er að bjóða yngri börnum skóladvöl. Frekari stækkun skólastigsins núna mun alltaf verða á kostnað gæða í skólastarfi því fagmennska og þekking kennara á þroska og námi barna er sá þáttur sem skapar þau gæði sem börn eiga rétt á. Önnur hugmynd sem kallar á stækkun leikskólastigsins kom fram á dögunum. Að Landspítalinn opni leikskóla sem býður upp á opnunartíma um kvöld og helgar til að þjóna starfsfólki spítalans. Sú hugmynd felur í sér þá hugsun að leikskólar séu til staðar til að þjóna atvinnulífinu. Ef stofnanir eða fyrirtæki vilja eða ætla sér að bjóða sínu starfsfólki upp á vistun fyrir börn sín utan hefðbundins starfstíma leikskóla verður að kalla slíka þjónustu eitthvað allt annað en leikskóla. Samkvæmt lögum um leikskóla snýr hlutverk hans að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið barna og kennsluaðferð kennara á leikskólastiginu. Ágætu frambjóðendur, setjið krafta ykkar og orku í að styðja við leikskólastigið með raunhæfum leiðum svo leikskólar geti sinnt sínum lögbundnu skyldum á sem bestan hátt með hagsmuni barna í fyrirrúmi. Margt er hægt að gera til að bæta námsaðstæður barna og um leið starfsaðstæður kennara. Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess eru reiðubúin til skrafs og ráðagerða þegar kemur að raunhæfum hugmyndum sem snúa að öllum skólastigum og skólagerðum. Nýtið ykkur okkar þekkingu því öll viljum við hag barna landsins sem bestan. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir kjörinna fulltrúa um að bjóða sífellt yngri börnum skóladvöl án þess hugsa málin fyllilega til enda hefur aukið á vandann, því fleiri börn kalla á fleiri kennara. Ráðast þarf að rót vandans sem er að fjölga verður leikskólakennurum í starfi áður en hægt er að bjóða yngri börnum skóladvöl. Frekari stækkun skólastigsins núna mun alltaf verða á kostnað gæða í skólastarfi því fagmennska og þekking kennara á þroska og námi barna er sá þáttur sem skapar þau gæði sem börn eiga rétt á. Önnur hugmynd sem kallar á stækkun leikskólastigsins kom fram á dögunum. Að Landspítalinn opni leikskóla sem býður upp á opnunartíma um kvöld og helgar til að þjóna starfsfólki spítalans. Sú hugmynd felur í sér þá hugsun að leikskólar séu til staðar til að þjóna atvinnulífinu. Ef stofnanir eða fyrirtæki vilja eða ætla sér að bjóða sínu starfsfólki upp á vistun fyrir börn sín utan hefðbundins starfstíma leikskóla verður að kalla slíka þjónustu eitthvað allt annað en leikskóla. Samkvæmt lögum um leikskóla snýr hlutverk hans að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið barna og kennsluaðferð kennara á leikskólastiginu. Ágætu frambjóðendur, setjið krafta ykkar og orku í að styðja við leikskólastigið með raunhæfum leiðum svo leikskólar geti sinnt sínum lögbundnu skyldum á sem bestan hátt með hagsmuni barna í fyrirrúmi. Margt er hægt að gera til að bæta námsaðstæður barna og um leið starfsaðstæður kennara. Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess eru reiðubúin til skrafs og ráðagerða þegar kemur að raunhæfum hugmyndum sem snúa að öllum skólastigum og skólagerðum. Nýtið ykkur okkar þekkingu því öll viljum við hag barna landsins sem bestan. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun