Liverpool og Manchester City hafa verið í sérflokki á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni en báðar viðureignir liðanna þar hafa endað með jafntefli. Í dag verður leikið til þrautar í enska bikarnum og verður leiknum gerð góð skil á Stöð 2 Sport 2.
Sportstöðvar Stöðvar 2 verða stútfullar af hágæðaefni í dag en auk stórleiksins á Wembley verður ítalski boltinn rúllandi í allan dag þar sem alls verða fimm leikir sýndir beint.
Þá er farið að draga til tíðinda í NBA körfuboltanum vestanhafs en í dag hefst úrslitakeppnin og verða tveir leikir sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2.
Þá er ótalið golf sem verður í fullum gangi á Stöð 2 Golf en allar útsendingar dagsins má sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan.