Úrslitakeppnin í NBA körfuboltanum er komin á fullt og þaðan verða tveir leikir sýndir beint. Miami Heat tekur á móti Atlanta Hawks og Boston Celtics fær Brooklyn Nets í heimsókn.
Sömuleiðis er komið að úrslitastund í íslenska körfuboltanum og á Sauðárkróki verður rafmögnuð stemning þegar Keflvíkingar heimsækja Skagafjörð í oddaleik en liðin hafa háð harðar rimmur undanfarna daga og ber jafnan lítið í milli.
Þá er seinni undanúrslitaviðureign ensku bikarkeppninnar sýnd beint á Stöð 2 Sport 2 en þar mætast Lundúnarliðin Chelsea og Crystal Palace.