Skólauppbygging til framtíðar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. apríl 2022 06:31 Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er best að fara. Því viljum við í Viðreisn staldra við, rýna þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og meta þá reynslu sem fengin er með núverandi skipulagi. Við höfum valfrelsi hér í Garðabæ, sem byggir á því að foreldrar geta valið grunnskóla, óháð því hverfi sem búið er í. Valfrelsi sem byggir á umhverfi gamla Garðabæjar þegar aðeins einn unglingaskóli var starfandi og tveir grunnskólar með nemendum frá 1. - 7. bekk. Við í Viðreisn styðjum alvöru valfrelsi sem styður við jafnvægi í samsetningu nemenda í skólunum okkar. Í dag blasir við ójafnvægi, sérstaklega á milli unglingadeilda í bænum, sem eru í dag í þremur skólum. Við höfum einn unglingaskóla, Garðaskóla sem var lengi safnskóli fyrir alla unglinga í Garðabæ þegar einungis þrír grunnskólar voru starfandi í sveitarfélaginu. Nú er öldin önnur og sjö grunnskólar eru starfandi. Þar af eru tveir ætlaðir nemendum frá 1.-10. bekk og einn sjálfstætt starfandi, þar sem nemendur eru frá 5 ára og upp í 7. bekk. Þess utan er hér starfandi alþjóðaskóli fyrir grunnskólanemendur. Einn skóli sprunginn en aðra vantar nemendur Í greiningu um samsetningu nemenda eftir stuðningsþörf kemur fram að samsetning nemenda á milli skóla er ólík. Við sjáum líka að það er bara einn skóli sem býr við það mikla eftirspurn að húsnæðið er fyrir löngu sprungið, á meðan aðrir skólar ná ekki að fylla það rými sem þeir hafa, því aðsóknin er ekki nóg. Þetta er veruleiki sem við verðum að bregðast við. Við í Viðreisn viljum tryggja farsælt skólaumhverfi í öllum skólunum okkar fyrir öll börn og ungmenni og skapa umhverfi sem styður við jafnvægi þegar kemur að samsetningu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Ástæður þessa ójafnvægis sem fyrst og fremst skapast á milli unglingadeilda eru margar. Þær þarf að rýna og finna jákvæðar og uppbyggilegar lausnir á þeim vanda sem ójafnvægið endurspeglar. Til lengri tíma gengur núverandi kerfi einfaldlega ekki upp. Hvorki fyrir skólasamfélagið okkar í heild sinni né rekstrarlega. Garðabær er að stækka hraðar og meira en áður hefur þekkst. Á þessu kjörtímabili hefur Garðbæingum fjölgað um u.þ.b. 4 þúsund íbúa en áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Við slíkri þróun þarf að bregðast í tíma en ekki eftir að fólk er flutt í bæinn, eins og við höfum dæmin um. Við í Viðreisn viljum samtal við íbúa um framtíðina og vega og meta sjónarmið íbúa þegar kemur að uppbyggingu skólasamfélagsins til framtíðar. Við viljum alvöru valfrelsi þar sem valið byggir á fjölbreyttum og sterkum skólum fyrir öll börn þar sem nemendasamsetning verður ekki sérkenni einstaka skóla. Til þess að svo megi verða verður að huga að skipulagi félagsstarfs á mið- og unglingastigi, aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi hvort sem starfið er fært nær skólanum sjálfum eða skjótar samgönguleiðir eru tryggðar á milli áfangastaða. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Skóla - og menntamál Grunnskólar Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er best að fara. Því viljum við í Viðreisn staldra við, rýna þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og meta þá reynslu sem fengin er með núverandi skipulagi. Við höfum valfrelsi hér í Garðabæ, sem byggir á því að foreldrar geta valið grunnskóla, óháð því hverfi sem búið er í. Valfrelsi sem byggir á umhverfi gamla Garðabæjar þegar aðeins einn unglingaskóli var starfandi og tveir grunnskólar með nemendum frá 1. - 7. bekk. Við í Viðreisn styðjum alvöru valfrelsi sem styður við jafnvægi í samsetningu nemenda í skólunum okkar. Í dag blasir við ójafnvægi, sérstaklega á milli unglingadeilda í bænum, sem eru í dag í þremur skólum. Við höfum einn unglingaskóla, Garðaskóla sem var lengi safnskóli fyrir alla unglinga í Garðabæ þegar einungis þrír grunnskólar voru starfandi í sveitarfélaginu. Nú er öldin önnur og sjö grunnskólar eru starfandi. Þar af eru tveir ætlaðir nemendum frá 1.-10. bekk og einn sjálfstætt starfandi, þar sem nemendur eru frá 5 ára og upp í 7. bekk. Þess utan er hér starfandi alþjóðaskóli fyrir grunnskólanemendur. Einn skóli sprunginn en aðra vantar nemendur Í greiningu um samsetningu nemenda eftir stuðningsþörf kemur fram að samsetning nemenda á milli skóla er ólík. Við sjáum líka að það er bara einn skóli sem býr við það mikla eftirspurn að húsnæðið er fyrir löngu sprungið, á meðan aðrir skólar ná ekki að fylla það rými sem þeir hafa, því aðsóknin er ekki nóg. Þetta er veruleiki sem við verðum að bregðast við. Við í Viðreisn viljum tryggja farsælt skólaumhverfi í öllum skólunum okkar fyrir öll börn og ungmenni og skapa umhverfi sem styður við jafnvægi þegar kemur að samsetningu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Ástæður þessa ójafnvægis sem fyrst og fremst skapast á milli unglingadeilda eru margar. Þær þarf að rýna og finna jákvæðar og uppbyggilegar lausnir á þeim vanda sem ójafnvægið endurspeglar. Til lengri tíma gengur núverandi kerfi einfaldlega ekki upp. Hvorki fyrir skólasamfélagið okkar í heild sinni né rekstrarlega. Garðabær er að stækka hraðar og meira en áður hefur þekkst. Á þessu kjörtímabili hefur Garðbæingum fjölgað um u.þ.b. 4 þúsund íbúa en áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Við slíkri þróun þarf að bregðast í tíma en ekki eftir að fólk er flutt í bæinn, eins og við höfum dæmin um. Við í Viðreisn viljum samtal við íbúa um framtíðina og vega og meta sjónarmið íbúa þegar kemur að uppbyggingu skólasamfélagsins til framtíðar. Við viljum alvöru valfrelsi þar sem valið byggir á fjölbreyttum og sterkum skólum fyrir öll börn þar sem nemendasamsetning verður ekki sérkenni einstaka skóla. Til þess að svo megi verða verður að huga að skipulagi félagsstarfs á mið- og unglingastigi, aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi hvort sem starfið er fært nær skólanum sjálfum eða skjótar samgönguleiðir eru tryggðar á milli áfangastaða. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun